Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 9
Ólafshús. Eitt af yfirgefnu húsunum. Sóley gylllr grundlna en skammt
er I grágrýtishjallana. Myndina tók Ásta Ólafsdóttir 1973.
tekjan. Allur eldiviður var mór
sem stunginn var upp og þurrk-
aður. Hnausarnir voru stungnir í
sundur og grindaðir á grafar-
bakkanum. Grindað var þannig
að móflögunum var stillt hvorri
upp við aðra eins og væri verið
að búa til spilaborg. Þegar mór-
inn var orðinn þurr, svona um
mitt sumar, var hann tekinn
saman og látinn í stóra hrauka
sem kallaðir voru desjar. Hlaðið
var utan með (vejulega voru þær
kringlóttar) og svo kastað í miðj-
una. Þetta var kallað að desja
móinn. Hann varsvoflutturheim
á hestum á haustin eins og
geymsluhúsnæðið leyfði. Það
sem eftir var, var svo flutt heim á
sleðum að vetrinum.
Alltaf var einhver af heimilinu
sendur- norður á Strandir ,,á
brún", á vorin, til þess að fá egg
og fugl til heimilisnota. Þaðvoru
mikil búdrýgindi í mat og var
sjálfsagt og nauðsynlegt hverju
heimili. Eggin voru notuð til
matar á meðan þau fengust,
bæði ný og stropuð. Fuglinn
var plokkaður og sviðinn og
siðan saltaður, en líka soðinn
og geymdur súrsaður. Allt
fiður var notað í sængurföt.
Þetta var að sjálfsögðu svart-
fugl.
Venjulega byrjaði sláttur í júlí
og var ætíð ,,borið út“ á laugar-
degi. Einu amboðin voru orf, Ijár
og hrífa. Allt var heimasmíðað,
tindarnir líka. Efnið í þá var
keypt í kaupstað og kallað
,,brúnbris“. Ljáir voru bæði
dengdir og lagðir á hverfisstein.
Við vorum oft þreytt börnin
þegar við vorum látin snúa
undir, og svo var brýnt með
steinbrýni. Um sláttinn var alltaf
mjög mikið að gera, unnið frá
morgni til kvölds. Á sunnudög-
um var aldrei unnið við slátt, en
hey var þurrkað, þ.e. rifjað og
rakað upp ef þurfti. Þegar búið
var að þurrka töðuna og koma
henni í hlöðu voru ,,töðugjöld“,
og var alltaf slátrað lambi. Eftir
þaö var heyjað á engjum og stóð
það fram íseptember, enfóreftir
veðri. Oftast voru nóg hey, nema
1918, en þá voru lítil hey. Þegar
heyskap var lokið og búiö að
koma heim mónum, byrjuðu
haustróðrar frá Látrum. Þeir
voru oftast stopulir enda veður
orðin slæm og því stopular
gæftir.
Göngur voru frekar auðveldar
í Sléttuhreppi, að minnsta kosti
þegar maður ber saman við
gangnaferöir hér sunnanlands,
sem taka sjö til átta daga á hest-
um. Það var stutt á fjall og okkar
fé úr Miðvík var réttað á Látrum.
Slátrað var heima til heimilis,
saltað og hengt upp (reykt),
soðið slátur og látið í súr. Eitt-
hvað mun hafa verið selt í kaup-
stað. Ég minnist þess að þegar
ég gifti mig þá gaf pabbi mér
kind. Eg seldi hana og fékk fyrir
hana saumavél.
Þjóðtrú og hindurvitni
Árið 1907 eða 1908 man ég
eftir atviki sem enn er óskýrt.
Það var um hávetur og leiðinda-
veður. Um kvöldið fór að heyr-
ast undárlegt hljóð eins og í
skipsflautu. Fyrst var haldið að
þetta væri flaut í skipi, sem oft
lágu inni á víkinni ívondum veðr-
um. Það reyndist þó ekki vera og
sló óhug á fólkið. Þetta heyrðist í
tvö kvöld en svo ekki meir, og
svo gleymdist þetta. Um það bil
tveim árum síðar heyrðist þetta
aftur í mjög vondu veðri, en nú
reyndist þetta vera frá togara
sem strandað hafði á sandinum
fyrir botni Aðalvíkur. Nokkur
spölur er niður að sjó, eða um
15-20 mínútna gangur. Þegar
birti var strax farið að huga að
skipinu sem nú sást í fjörunni, en
mikið brim var og mjög mikill
bylur. Tveir menn sáust á lífi, en
ekkert var hægt að gera. Menn
stóðu samt yfir þessu og reyndu
að kasta línu um borð, sem auð-
vitað náði alltof skammt. Það var
hörmulegt að horfa á þetta og
geta ekkert gert. Lík þessara
tveggja manna rak upp á sand-
inn seinna, en fleiri sáust aldrei.
Togarinn sökk síðan í sandinn á
næstu árum og varð aldrei
komist um borð í hann. Eftir að
togarinn strandaði, var talið að
það sem heyrðist tvemur árum
áður hefði verið fyrirboði þessa
hörmulega slyss.
Margir trúðu á huldufólk. Þeg-
ar móðir mín gekk með fyrsta
barn sitt, dreymdi hana konu
sem sagðist búa nálægt henni
og heita Finnbjörg. Hún vildi láta
koma upp nafni sínu. Móðir mín
trúði að þetta væri huldukona og
lét barnið sem vardrengur, heita
Finnbjörn. Ég vissi um fleiri
svona dæmi, að börn væru látin
heita eftir huldufólki sem birtust
konum í draumi. Einnig var
trúað á tilvist ,,nykurs“, og vil ég
geta um eitt dæmi þess sem ég
man vel sjálf. Þegar Valdi bróðir
minn var eitt sinn að smala, sá
hann Ijósgráan hest (en svoleið-
is hest áttum við) og reyndi hann
að ná honum. Þetta var uppi á
hjalla þar sem hestarnir héldu
sig aldrei, en hann var það ung-
ur, að hann hugsaði ekki út í
það. Hann elti hestinn nokkuð
en tókst ekki að ná honum, en
sagði frá þessu þegar hann kom
heim. Því var almennt trúað að
þetta hafi verið ,,nykur“. Al-
menningur trúði líka á fylgjur,
sem kæmu á undan fólki meö
ýmsum hætti, í draumi eða á
annan hátt. Mérersérlegaminn-
isstætt eitt slíkt dæmi. Valdi
bróöir minn, sem þá var smá-
barn, veiktist snögglega nætur-
tíma. Um morguninn kom
maður, Guðni Kjartansson úr
Hælavík. Faðir minn fór til dyra
og ég elti hann eins barna er
siður, og heyrði því það sem
þeim fór á milli. Pabbi sagði: ,,Þú
sækir illa að.“ Svarar þá Guðni:
,,Guð hjálpi mér, hver varð fyrir
því? Ég ætlaði að koma í gær-
kvöldi en það varð úrað ég gisti í
Stakkadal." Það orð lá á að
eitthvað slæmt fylgdi Guðna, og
eftir þessu að dæma virtist hann
vita urw það. Bróðir minn var
lengi veikureftirþetta. Ég heyrði
líka frásagnir um fjöru-lalla og
annars konar skrímsli. Álaga-
blettir voru til á hverri jörð og var
aldrei við þeim hreyft. Líka var
talað um drauga. Fylgjur, eins
og Stakkadals-Móri og Marðar-
eyrar-Móri og taldir voru fylgja
vissum ættum eða fjölskyldum,
voru staðreynd sem flestirtrúðu
á.
Unglingsárin
Ég fermdist fjórtán ára að
Staö í Aðalvík. Prestur var sr.
Runólfur Magnús Jónsson. Ég
gekk til spurninga í eina viku
fyrir ferminguna og var þá í
Þverdal hjá Herborgu Kjartans-
dóttur, móðurömmu minni. Þau
voru fimmtán börnin sem fermd-
ust um leið og ég. Eftir ferming-
una var ég áfram heima og
hjálpaði til við öll störf sem til
féllu úti og inni. Haustið sem ég
varð sextán ára, í desember, var
ég fanggæsla hjá pabba og
bræðrum mínum á Látrum. Það
var það fyrsta sem ég vann ann-
ars staðar en heima. Vorið eftir
var ég atur fanggæsla hjá pabba
í Skáladal, en þaðan var róið á
vorin. Róiö var á árabát með
lóðir og voru þeir sex á bátnum.
Ég hafði mat fyrir þá alla, sauð
fisk og graut, en brauö höfðu
þeir aö heiman. Ég þvoöi líka af
þeim sjóvettlinga og sokka-
plögg. ( kaup fékk ég stærsta
fiskinn í hverjum róðri og var
það haft sér, og man ég aö fyrir
kaupið keypti ég bláa mjög fal-
lega dragt. Ég átti hana til spari í
mörg ár. Vorið eftir, þá sautján
ára, var ég líka fanggæsla á
sama stað. Þá fékk pabbi aðra
stúlku til að hjálpa til heima á
meðan, sem var eldri og dug-
legri en ég var, til að hirð skepn-
urnar og hjálpa til við sauöburð-
inn.
Haustið áður, eða þegar ég
varð sautján ára, fór ég í Hús-
mæðraskólann á (safirði. For-
stöðukonan var Fjóla Stefáns-
dóttir. Skólinn stóð í fjóra mán-
uði. Ég lærði þarmikið, bóklegt,
saumaskap og matreiðslu.
Pabbi kostaði mig og hafði líka
kostað Margréti systur mína á
sama skóla árið áður. Óhætt er
að segja að þetta haf i verið sjald-
gæft á þeim tíma, en þó man ég
eftir einni stúlku úr hreppnum
sem var þar um leið og ég.
Gifting og fullorðinsár
Um haustið 1917, 17. nóvem-
ber, giftist ég unnusta mínum,
Ólafi Helga Hjálmarssyni frá
Stakkadal. Elsti bróðir minn,
Finnbjörn, gifti sig um leið unn-
ustu sinni, Helgu Kristjánsdótt-
ur frá ísafirði. Þetta var því syst-
kinabrúðkaup. Við giftum okkur
í baðstofunni heima í Miðvík.
Niðri var dálítil stofa og þar vai
veislan, hangikjöt og kaffi. Stof-
an var tjölduð innan með hvítu
lérefti, en hún var ómáluð eins
og öll hús í þá daga. Finnbjörn
bróðir var verslunarstjóri hjá
Ásgeirsverslun á Látrum og mun
hafa keypt léreftið þar. Við not-
uðum það svo í rúmfatnað á
eftir. Ólafur og Finnbjörn kost-
uðu veisluna sjálfir að mestu
leyti. Ég hef oft óskað þess að til
væri mynd af okkur eins og við
vorum þá. Ég fékk lánaðan
skautfald, en notaði fermingar-
kjólinn minn, sem var mjög fal-
legur hvítur kjóll. Mamma þaföi
keypt hann af læknisdótturinni á
Hesteyri á sínum tíma, þar sem
hún hafði ekki haft ástæðurtil að
sauma á mig peysuföt fyrirferm-
inguna, eins og hún hafði gert
þegar Margrét systir mín fermd-
Framh. á sfðu 142
FAXI - 129