Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1981, Side 13

Faxi - 01.10.1981, Side 13
+ Karl Eyjólfsson Verkstjóri - Minning Farinn að heilsu og saddur líf- daga kvaddi Karl Eyjólfsson þennan heim, að morgni 14. ágúst sl., og hafði hann þá um nokkurn tima legið raenulítill á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Karl var borinn og barnfædd- ur Keflvikingur. Hann fæddist á gamlársdag árið 1898 í Garðs- horni, sem þá var lítið kot, sem stóð við aðalgötu þorpsins. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Egilsdóttir, sem fædd var í Bakkakoti á Álftanesi 10. ágúst 1866, dáin 9. janúar 1941, og Eyjólfur Þórarinsson formað- ur, sem fæddur var á Leirum undir Eyjafjöllum 4. júní 1867, dáinn 31. desember 1931. Elstu systkini Karls sem upp komust, voru Þórarinn, Guðrún og Jón, en yngri en Karl voru Halldóra, Eyjólfur og Egill. Þau systkinin stofnuðu öll heimili hér í Kefla- vík og ólu hérsinn aldur, að Hall- dóru undanskilinni, en hún bjóá Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Nú þegar Karl er allur, eru öll systkinin frá Garðshorni horfin af sjónarsviðinu og gengin á vit feðra sinna og minnir það okkur á það órofa lögmál, aö kynslóðir koma og fara. Að sjálfsögðu mótaöist Karl, eins og aðrir á hans reki, af þeim kringumstæðum og tækifærum, sem buðust hjá almúgafólki hér um slóðir á þeirri tíð. í Keflavík þeirra tíma var það sjórinn sem helst var mænt til vonaraugum og fæstir voru nema hálfharn- aðir unglingar þegar byrjað var að taka til hendinni og rétta þeim eldri hjálþarhönd við að afla fanga til heimilisins. Þá þótti gott að eiga áraskip, matjurta- garð og nokkrar kindur og hænsni. Slíkt heimili mátti kallast vel í sveit sett og þannig var staðið aö búi hjá foreldrum Karls á uppvaxtarárum hans. Svo komu vélbátarnir til sög- unnar, en áraskipin hurfu af sjónarsviðinu og með þeim sá þrældómur og öryggisleysi sem þeim fylgdi. Því var eðlilegt aö þeirsem um þærmundirvoru að hefja sinn sjómannsferil litu framtíðina björtum augum. Lengst af sína sjómannstíð var Karl í skiþrúmi hjá Jóni bróður sínum, fyrst á vélbátnum Stakk og síðar á opnum vélbátum. Síð- ustu áratugina var Karl umboðs- maöur Eimskipafélags íslands og verkstjóri við fermingu og af- fermingu flutningaskipa í Kefla- víkurhöfn á meðan heilsa leyfði. Á þeim vettvangi kynntust margir Karli verkstjóar, því um höfnina hefur lífæð þeirrar Keflavíkur, sem nú er, lengstum legið. Karl var hár maður vexti og samsvaraði sér vel. Hann var hreinn og beinn í fasi og fram- göngu. Skoðun sína setti hann fram tæpitungulaust, jafnt um menn og málefni og gat þá oft verið ómyrkur í máli og fastur fyrir. Yfirleitt var engin logn- molla yfir þeim umræðum, sem hann blandaði sér í, því hann var ófeiminn aö koma sínum skoðunum á framfæri og verja sitt mál ef honum þótti með þurfa. Blandaði hann þá oft inn í umræðurnar glettni og stríðni, ef sá vargállinn á honum. Komið gat fyrir að stríðni og stífni Karls virkaði fráhrindandi á ókunn- uga og engum duldist að hann var skaþmaður mikill. Lundin var hörð og mundin hraust, en undir niðri var Karl öðlingur í raun, og þeir sem best til þekktu vissu, að oft þjónaði harka yfir- borðsins þeim tilgangi að hylja hans innri mann, sem oft á tíð- um varviðkvæmurogsár-sárari en honum þótti sæma að sæist. Kona Karls, Hólmfriður Ein- arsdóttir, dó í ágústmánuði 1963. Hólmfriöur var ættuð úr Höfnunum, hin ágætasta kona. Hún var stór isniðum bæði í sjón og raun. Þau hjónin hófu ung sinn búskap og réðust fljótlega í þaö að kaupa lítiö hús, sem nefndist Strýt. Síðar reistu þau á þeim stað myndarlegt hús, Aðal- götu 2, en alla tíð voru þau kennd við Strýt. Börn þeirra sem upp komust, eru Hulda, Gunnlaugur, Fríður og Guöbjörg. Eina dóttur misstu þau á barnsaldri, sem Guðbjörg hét. Auk sinna barna ólu þau uþp dótturson sinn, Karl G. Sæv- ar. Eftir að Hólmfríður dó hélt Guðbjörg heimili með föður sín- um meðan heilsan leyfði að hann dveldi heima, og gekk gamli maðurinn Karli Hólm.syni Guðbjargar, í fööur stað. öll eru börnin búsett hér í Keflavík nema Fríður, sem ung fluttist til Bandaríkjanna og býr hún þar. Á uppvaxtarárum mínum má segja að ,,Strýt“ hafi verið mitt annað heimili, því við Karl Sævar vorum óaðskiljanlegir leikfélag- ar. Á þeim árum kynntist ég þeim Karli og Hólmfríði og heim- ili þeirra mest og best, og þau kynni munu alla tíð endurkasta í huga mínum skærum minning- um f rá liðinni tíð. Hlýja hjónanna í garð fóstursonarins gekk alltaf jafnt yfir okkur leikfélaga hans. Hollráð þeirra og handleiðsla miðaði að því aö búaokkursem best undir lífsbaráttuna. Styrkti okkur í því að læra aö meta hið góða og göfuga, en forðast hitt sem afvegaleiðir. Bróðurkærleikur Jóns föður míns og Karls var mikill og ein- lægur, enda samgangur þeirra og samvinna lengst af náin og aöeins steinsnar á milli heimil- anna. Og nú þegar hugurinn reikartil þess sem fengist varviö þegar tóm gafst frá amstri hvers- dagsleikans, leita þær sterkt á hugann, minningarnar um það, þegar Karl sat yfir spilum, því spilagleði hans og þeirra bræðra var mikil og sönn. Frá vöggu til grafar lá leiö Karls um Aðalgötu í Keflavík. Um miðbik götunnar stóð vagga hans forðum. Niðurundirsjó bjó hann sér og sínum heimili og nú þegar hann er allur hefur hann hlotið sitt hinsta hvílurúm viö hlið konu sinnar í Kirkjugarðin- um efst við Aðalgötu. Útför Karls var gerð frá Kefla- víkurkirkju 22. ágúst sl. að við- stöddu fjölmennu skylduliði og vinum. Blessuö sé minning Karls Eyjólfssonar. Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa. Krlstján A. Jónsson Mynd þessi er tekin 1905 af Stefáni M. Bergmann. Hann setti hér fyrstur manna á stofn Ijósmyndastofu. Var þaö 1904 i skúr vió Klapparstíginn, sem síðar var breytt og er nú Klapparstígur 3. Myndin er tekin frá þeim stað og sýnir húsin við Hafnargötu vestureftir. Húsin eru þessi: Hluti af húsi Helga Eiríkssonar bakara, það brann 1908.Ágrunni þess byggði svo Skúli Högnason hús sitt, sem enn stendur. Hús Einars Jónssonar, hrepþstjóra sem svo var nefndur. BjóhanniþessuhúsienseldiþaðsvoJúlíusiKr. Einarssyni frá Grindavík. Þorsteinn Þorsteinsson keypti síðar húsið og var það um áraskeiö þekktsem Þorsteinsbúð. (dag heitir hús þetta „Leikhólmi". „Hótelið", svo var nefnt næsta hús. Þar hafði verið, fyrir aldamót, rekin greiðasala um skeið, síðan höfðu margir átt þar heima, þartilStefán Bergmann keypti það og hóf búskap og flutti Ijósmyndastofu sina á loftið. Hann lét gera kvist á austurþekju með glugga miklum. Hús þetta brann 1911 og þar fór forgöröum allt filmusafn og Ijósmyndatæki Stefáns ásamt fleiru. Árna Geirshús, en Árni Geir og Sigurður Þóroddssynir höföu keypt næsta hús við Hóteliðog nefnt það Bræðrahús. Þeir byrjuðu að búa í því 1899. Nafn þetta festist ekki við húsið, heldur Arna Geirs hús. Áður hafði hús þetta veriö kallað Assistenshús, því Knudtzsonsverslun hafði látið byggja það fyrir búðarþjóna sina. Síðast bjó í húsi þessu á þessum stað Þorvaldur frá Kothúsum. Eftir hans dag var það flutt út á Kirkjuveg og stendur nú æði breytt á horni Kirkjuvegar og Vesturbrautar. Þá sést á gaflinn á „Svartapakkhúsinu" og svo Norðfjörðshús, nú hús UMFK, ásamt útihúsum. FAXI - 133

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.