Faxi - 01.10.1981, Síða 16
Fram, fram fylking, forfium okkur hœttu frá . . .
Svartsengisferð Foreldra-
og kennarafélagsins
Laugardaginn 26. sept. sl.
gekkst Foreldra- og kennarafé-
lag Barnaskólans í Keflavík fyrir
hópferö foreldra, kennara og
nemenda, í Svartsengi.
Lengi haföi félagiö áformað
að efna til slíkrar feröar, en ekki
komið því í framkvæmd fyrr,
enda um all nokkurt fyrirtæki að
ræða, þegar haft er í huga að
þátttakendur í feröinni voru um
900. Rútur fluttu ferðafólkið til
og frá útivistarsvæðinu og
heppnaöist feröin í alla staöi
sérlega vel og átti sólríkt og gott
veður auk hressandi fjallgöngu
og alls konar leikja og söngs,
hvað mestan þátt í að gera ferð-
ina skemmtilega og eftirminni-
lega. Allir virtust taka þátt í
gamninu eftir því sem hæfileikar
gáfu frekast tilefni til og var
ánægjulegt að verða vitni að allri
þeirri fjölbreytni leikja og
skemmtilegheita sem fengist var
við.
Engum blöðum er um það að
fletta, að ferð sú sem hér um
ræðir, er hinn ákjósanlegasti
vettvangur til að efla tengslin
milli heimilaogskóla, aukasam-
kennd og kynni bæjarbua og
varpa fyrir róða kynslóöabilinu
margumrædda.
Allir viömælendur mínir í ferð-
inni voru á einu máli um að
feröin væri ánægjuleg, og svona
ferðir yrðu hér eftir fastur liður í
félagsstarfinu.
Svartsengi naut lofsamlegra
ummæla fjöldans, enda staöur-
inn hinn ákjósanlegasti til slíkra
samfunda, auk þess að bjóða
upp á hentugar brekkur til vetr-
aríþrótta, þegar því er aö skipta.
Haft var á orði að oft væri farið
langt yfir skammt þegar ferðast
væri í þeim tilgangi að njóta
hollrar og hressandi útivistar, og
í Ijósi fenginnar reynslu væri trú-
lega ekki úr vegi að félagið
kynnti fleiri unaðsreiti, Svarts-
engi líka, hér í nágrenninu, í
næstu fjölskylduferðum sem
farnar verða.
Að endingu nota ég tækifærið
til að óska Foreldra- og kennara-
félagi Barnaskólans í Keflavík
allra heilla um leið og ég þakka
ferðafélögunum samveruna í
Svartsengisferðinni.
K.A.J.
Hlaupifi I skarfilfi
Grindvíkingar,
athugið
Gjalddagar útsvars og aðstöðugjalda eru
1. hvers mánaðar.
Vinsamlegast greiðið á gjalddögum.
Forðist dráttarvexti og annan óþarfa
kostnað.
Bæjarritari
Brekkubúðin:
Brekkubúðin er ekki opin um helgar, aöeins opiö virka
daga frá kl. 9—18, nema föstudaga til kl. 19.
Komið og skoðið vöruúrvalið, það gæti sannað hið forn-
kveðna, ,,Þaðeroft íkoti karlssem kóngserekki í ranni“.
Brekkubúðin
Tjarnargötu 31, Keflavík, síml: 2150.
InnRömmun
SuDURnesjfl
Vatnsnesvegi 12
Keflavík - Sími 3598
ALHLIÐA INNRÖMMUN.
’OPIÐ 1-6 VIRKA DAGA OG 10-12 LAUGARDAGA.
Mlkið úrval af hollenskum myndarömmum, hring-
laga og sporöskjulaga römmum. - Vönduö vara.
Þaö sem búiö er aö lofa
er nú tilbúið.
Þeir sem eiga eldrl pant-
anir, vitjl þeirra nú þegar
því annars veröa þær
seidar fyrir kostnaöi.
ROSENTHAL
Glæsilegar gjafavörur.
Aöeins þaö besta.
MÁLVERKASALA
m.a. verk eftir
Gunnar Orn o.fl.
Mikiö úrval af hinum
sfvlnsælu
BLÓMAMÁLVERKUM.
Kosta Boda vörurnar fyrirliggjandi.
Mjög hentugar gjafavörur.
FAXI - 136