Faxi - 01.10.1981, Síða 17
Fyrsta íþróttafélagið:
Skotfélag Keflavíkur
Það var sumarið 1979, sem
Einar Bragi rithöfundur, benti
mér á að gögn frá Skotfélaginu í
Keflavík lægju í plöggum, sem
komu á Þjóðskjalasafn úrdánar-
búi Jóns Jenssonar dómara í
landsyrfirrétti. Jón var sonur
Jens rektors Menntaskólans í
Reykjavík, en Jens var bróðir
Jóns forseta. Var góö vinátta
meö þeim bræðrum og dvaldi
Jón oft í húsi Jens, er hann var á
alþingi.
Jón Jensson virðist hafa verið
sérstaklega mikill hirðumaður á
smáprent, og því er margt merki-
legt að finna í safni hans. Sér-
staklega er mikið af prentuðum
gögnum varðandi félög á sl. öld.
Er ég athugaði safn Jóns,
komu í Ijós prentuð lög Skotfé-
lags Keflavíkur ásamt ,,Actíum“
eða hlutabréfum sem gefin voru
út vegna byggingar Skothúss-
ins 1871. Sáég strax, að hérvoru
komin stórmerk gögn varðandi
keflvíska sögu.
Þegar ég athugaði greinar
Helga S. Jónssonar um Skotfé-
lagið, í Faxa 1951, kom í Ijós, að
réttast var að endurprenta lög
félagsins í Faxa, þar sem sér-
prent þeirra er svo fágætt. Veit
ég aðeins um eitt eintak af þeim í
eigu Keflvíkings, fyrir utan ein-
takið sem er á Þjóðskjalasafni
og sem hér verður farið eftir.
Helgi víkur að vísu nokkuð að
lögum félagsins í greinum sin-
um, en það er svo lítið að rétt
þykir að endurprenta þau hér
eftir útgáfunni frá 1873. Lögin
voru færð inn í fundarbók fé-
lagsins, sem varðveitt er í
Byggðasafninu. En þar sem
málið á þeim er svo dönskuskot-
ið, er tæplega gerlegt að lögin
verði prentuð i heild eftir því
handriti.
Hins vegar er útgáfan frá 1873
mun betri úr garði gerð, og
málið þar auðskilið hverjum nú-
tímamanni.
Einar Þórðarson í Reykjavík
prentaði félagslögin og tóku þau
gildi 1. jan. 1873, eins og 19. gr.
II. kafla ber með sér. Bæklingur-
inn er alls 8 blaðsíður í litlu broti.
Áður en kemur að sjálfum fé-
lagslögunum langar mig til að
drepa á nokkra punkta úr sögu
Skotfélagsins. Erstuðst við þrjár
greinar eftir Helga S. Jónsson, í
Faxa 1951.
Skotfélagið var stofnað 21.
nóv. 1869 í Keflavík Stofnendur
voru 15, úr Keflavík og Njarðvík.
Aðallega efnamenn, kaup- og
verslunarmenn úr kaupstaðn-
um og bændur úr nágrenninu. Á
stofnfundi voru kosnir þrír menn
í stjórn: P.L. Levinsen, faktor hjá
Duus, Ólafur Norðfjörð og Hans
Duus, kaupmaður.
Á fundi 13. des. sama árvoru
teknir inn sjö nýirfélagsmenn, af
Ströndinni, úr Innri-njarðvík og
Höfnum.
Vafalaust hefur félagið verið
stofnað fyrir atbeina manna í
Keflavík, enda hafa þeir þekkt
svipuð félög annars staðar, t.d. í
Reykjavík. Það kom því að sjálfu
sér að samkomustaður félags-
ins var í Keflavík.
Á fundinum 13. des. voru lög
félagsins samþykkt samhljóða,
en þau skyldu færð inn í fundar-
bókina. Hefur sú innskrift vafa-
laust veriö látin nægja, þar til
lögin vpru prentuð í Reykjavík
1873. Fram kemur að fundar-
gerðir eru að mestu á dönsku, en
nokkrar fundargerðir hafa verið
íslenskaðar ásamt lögunum.
Trúlega hafa lögin aldrei verið
prentuð á dönsku, enda þótt
Skotfélag Rvíkur léti prenta
sin lög á dönsku 1870.
( Reykjavíkurfélaginu voru
margir Danir, og miklu fleiri en í
þvi keflvíska. ( Keflavík voru
danskir félagar tæplega fleiri en
3 við stofnun félagsins, en Hans
Duus var íslenskur í móðurætt,
og ýmsir íslendingar rituöu nöfn
sín á dönsku, t.d. Jens Pétur
Thomsen, Ólafur Norðfjörð o.fl.
Skotfélagið háði keppnismót
við Reykjavíkurfélagið og einnig
þreyttu félagsmenn keppnir
sín á milli. Voru jafnan vegleg
verðlaun i boði, og mun eitthvað
hafa varðveist af þeim i Byggða-
safninu.
1871 byggðu skotfélagarsam-
komuhús sem stóð ofan túns við
Duus-húsin. Þar stóð það fram
yfir 1887, en var flutt á lóð Jón
Ólafssonar við Vesturgötu (sjá
greinar eftir Guðna Magnússon
um Bindindishreyfinguna í Kefla
vík, í Faxa 1969-1970).
Húsbygginguna fjármögn-
uðu félagsmenn með útgáfu
hlutabréfa, eða ,,Actíum“, eins
og hlutirnir eru kallaðir í fundar-
bók. Urðu miklar umræður á
fundum um hvort hlutabréfin
skyldu prentuð á dönsku eða is-
lensku. Þrettán greiddu dönsk-
unni atkvæði en sex voru með ís-
lenskunni. Síðar var samþykkt
að greiða mætti hlutabréfin með
innskrift í reikning félagsins í
verslunum. Hlutirnir voru síðan
útleysanlegir.
Fundarbók félagsins nær til
ársins 1873, og hefurfélagiö þá
ef til vill hætt starfi. En Skothús-
ið stóð áfram, og t.d. var stúkan
Vonin stofnuð þar 1887 (sjá
grein Guðna í nóv.-blaði Faxa
1969, um bindindishreyfinguna í
Keflavík).
Skotfélagið er fyrsta félag sem
vitað er um í Keflavík. Skothúsið
fyrsta samkomuhúsið, og hluta-
félagið í sambandi við það eitt
það elsta sem þekkt er á svæð-
inu, með þátttöku innlendra
manna. Og nú þegar lög og
hlutabréf félagsins eru komin
fram, eru heimildir um félagið í
heild sinni mjög merkar og fá-
gætar, þar sem hér virðist vera
um upphaf samkomuhalds að
ræða í bænum.
Birtast nú félagslögin stafrétt
eftir útgáfunni frá 1873. Eru þau í
tveimur megin köflum og 24
greinum. Fyrst segir frá stjórn
félagsins, síðan ýtarlega frá
skotkeppnum.
LÖG
skotfélagsins í Keflavík
og nágrenni hennar.
I. Embættismenn félagsins.
1. gr.
a. Þessirskulu verastjórnendur
félagsins: 1 formaður, 2 sam-
stjórnendur; skulu þeir kosn-
ir árlega, og ræður atkvæða-
fjöldi kosningu.
b. Veröi menn, þá er skotið er
að spæni (ved Skiveskydn-
ing), eigi á eitt sáttir um ein-
hvern hlut, sem vel kann að
bera, og einkum ef stjórn fé-
lagsins skyldi eigi vera á eitt
sátt, skal kjósa 2 félagsmenn
til þessaðskera úr málum, og
skulu menn hlýta úrskurði
þeirra. Svo skal og að fara ef
stjórn félagsins er eigi við-
stödd á félagsfundum.
LÖG
skctfé.lagsins i Kcflavik og nágrcnui hennar.
I. Einbættismenn félagsins.
1- ,gr.
a. J>essir skulu vera stjórnenclur fólagsins: 1 forseti og 2
samstjórncndur; skulu ]>eir kosnir úrlega, og ræður at-
kvseðafjöldi kosningu.
b. Yerði menn, pá er skotið er að spæni (ved Skiveskyd-
ning), eigi á eitt sáttir um einlivern ldut, sem vel kann
að að bera, og einkum ef stjórn fölagsins skyldi eigi
vera á eitt sátt, skal kjósa 2 fölagsmenn, til pess að
skera úr málum, og skulu menn hlíta úrskurði peirra.
Svo skal og að fara ef stjórn fölagsins er eigi viðstödd
á félagsfundum.
c. Ank pessa skal velja gjaldkera einn, er skal heimta
inn tekjur fölagsins, og greiða úr fölagssjóði gjöld pess.
d. Svo skal og velja einn endurskoðanda reikninganna;
skal hann yfirlíta reikning pann yfir tekjur og gjöld
fölagsins, er árlega skal leggja fram á alsherjarsam-
komu fölagsins.
e. Loks skal einn ritari kosinn; skal hann á fölagsfundum
rita í gjörðabók fölagsins pað er á fundunum gjörist,
og rita pað, er rita parf, í skotbókina.
2. gr.
Úr pví fölagið er á komið, og hefir sampykkt lög sín.
Kápusiöa af lögum Skotfélagsins. sem voru gefin út 1873.
FAXI - 137