Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 19

Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 19
vilja, æfa sig í skotum á skotsvæði félagsins; en sé enginn af stjórnendum félagsins viðstaddur, skal sá, er tekur við lyklinum, eður biður forseta fé- lagsins um hann, ábyrgjast skot- húsið, og það, sem í því er, og skulu félagsmenn gæta hinnar mestu varkárni er þeir skjóta. Eigi má heldur neinn skjóta til þess að æfa sig í skotum nema skotmerkið sé reist bæði á skot- húsinu og á skotveggnum, svo að þeir, er framhjá ganga, geti vitað hvernig á stendur. Brjóti einhver á móti þessu, skal hann gjalda 32 sk. sekt í félagssjóð. 16. gr. Stjrón félagsins skal útvega silkibönd, bundin í lykkjur; skal á þau festa silfurplötu, og skal hver félagsmaður vera skyldur' að kaupa einkenni þetta, og bera það ætíð á brjósti, þá er félags- menn eigi fundi með sér; gleymist einhverjum þetta, skal hann í félagssjóð gjalda 16 sk. 17. gr. Hver sá er hæfir annað hvort ramma þann, sem er utanum spóninn, eða þá með hvítu og svörtu köflunum, skal í félags- sjóð gjalda 4 sk. fyrir hvert því- líkt skot. 18. gr. Verði það sannað, að einhver félagsmaður hafi við haft meið- andi orð við annan félagsmann, verður hann í fyrsta skipti sekt- aður, en stjórn félagsins og 2 aðrir félagsmenn ákveða upp- hæð sektarinnar. En komi slíkt optar fyrir, varðar það burt- rekstur úr félaginu." Þannig hjóðar hinn langi og ýtarlegi lagabálkur félagsins. Er Ijóst, að strangar og nákvæmar reglur hafa gilt um skotkeppnir, enda hefur orðið að viðhafa alla varúð við slíkar samkomur. Af 15. grein í II. kafla, sést að forseti félagsins hefur geyml lykilinn að Skothúsinu og leyft aðgang að skotsvæðinu. Aug- Ijóst er hvers vegna húsið var haft fyrir ofan Duustún, ofan við byggðina. Eðlilega var stór- hættulegt að hafa skotsvæðið nálægt byggð, og því hefur fé- lagið fengið aðstöðu ofan við þorpið, á melum, þar sem minni hætta var af mannaferðum, en hús voru engin í nágrenninu, og ekki nær en viö götuslóðann, sem nú heitir Vesturgata. Það var því rúmt um þá Skotfélaga á góðviðrisdögum þegar þeir þreyttu íþrótt sína og drógu Dannebrog að hún, þann fána er landsfeðurnir suður við Eyrar- sund höfðu fengið að gjöf forðum frá guði almáttugum, í orrustu á meginlandinu. Skotfélagið var fyrst og fremst afþreyingarfélag efnamanna. Tómthúsmenn og vinnumenn komu þar lítið við sögu. En fé- lagið var fyrsta íþróttafélag sem vitað er um í Keflavík. Eins og áðursegir voru prent- uð hlutabréf, eða ,,Actíur“, sem aðeins félagsmönnum stóð til boða, samkvæmt texta á bak- hlið þeirra. Þar eru prentuð nokkur ákvæði um hlutafé og greiðslu á því, samþykkt 27. des. 1870. Þar segir, að félagið fái lán, allt að 300 rd. í 5 ríkisdala hlutabréfum, sem síðan renti sig um 4% á ári, og verði endurgreitt í fyrsta sinn 31. maí 1872. Fyrir- hugað hús verðurveðvegnalán- tökunnar. Húsið skal bruna- tryggt. Við andlát félagsmanns skulu hlutabréf útborguð. Annars er texti hlutabréfanna prentaður á dönsku, og verður birtur hérstafrétturáeftir. Bréfin virðast hafa verið gefin tvisvar út. I fyrrá sinn með stjórnarsam- þykkt 31. maí 1871, seinnaskipti 6. jan. 1872. Eins og lögin, eru hlutabréfin prentuð í prent- smiðju Einars Þórðarsonar í Reykjavík. Athyglisvert er, að hlutabréf eru ekki skilakyld til opinberra safna, en eru meðhöndluð eins og peningaseðlar. Því erfengur að þessum bréfum. Á framhlið bréfanna var prent- að með stórum stöfum, efst á blaöinu: „Keblavík og Omegne Skytte- forening". Fyrir ofan er númer bréfsins útfyllt af gjaldkera. Síðan kemur eftirfarandi texti; ,,Til Ihændehaveren af dette Beviis betaler Keblavík og Omegne Skytteforening 5 - er fem Rigsdaler Rigsmönt með 4% Renter pr Annum til hvert Aare 31te mai og Capitalen meðfuldt Belöb 5 Rd. R.M. ifölge Amorti- sation overrensstemmende med Selskabets Vedtægt. Bestyrelsen for Keblavík & Omegns Skytteforening den 31te Mai 1871." Eins og áður segir er texti seinna bréfsins sem prentað var sá sami, en dagsetning stjórnar- samþykktar er 6. jan. 1872. Hins vegar kemur fram, að út- gáfa bréfanna 1872 er ,,2. sería", og hefur félagsstjórnin heimild til að hækka heildarupphæð lánsins í 500 ríkisdali við útgáfu hennar. Hefur það og verið gert úr því bréfin voru þá prentuð. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af forsíðu bréfsins frá 1871, er prentað skraut um- hverfis nafn félagsins, en til vinstri er dálkur sem rentur skyldu færðar inn á. Textinn á bakhlið bréfanna er og samhljóða. Þar er að finna ákvæði um lántökuna, og réttfé- lagsmanna í sambandi við bréf- in og eignarrét þeirra. Einnig á- kvæði um brunatryggingu Skot- hússin. Textinn hljóðar þannig orö- rétt: „Keblavík & Omegns Skytte- forenings Vedtægt den 27de December 1870. 1. Til Opförelsen af et Skyde- huus optager Foreningen til den 31te Maí d. A. et Laan af circa 300 Rd. R.M. í Actier paa 5 Rd. som tilbagebetales með 25 Rd. aarlig, saaledes at der aarlig til nævnte Dato under tilbörlig Control, vil blive udtrukne 5 Actier, sem derefter udbetales af Sel- skabets Kasser imod Acti- ernes Tilbagelevering med Renter til Lodtrækningens Dato. Förste Afbetaling find- er Sted den 31te Mai 1872. 2. Af det skyldige Belöb betales Renter 4% pr Annum ved Kasseren til hvert Aars 31te Mai og afskives paa det ud- færdigede Beviis. 3. Som Sikkerhed for Gjælden stiller Selskabet som Pant, med förste Priorited, den paatænkte nye Bygning. 4. Selskabets faste Bygninger holdes assurerede for Brand- skade. 5. Actietegningen skeer kun ved Foreningens Medlemm- er. Actierne maa ikke af- hændes udenfor Selskabet. Ved Dödsfald af en Actie- haver, skal Foreningen være forpligted til að udbetale til vedkommende Arvinger det paagjældende Belöb af Acti- erne med paalöbende Renter tilUdbetalingsdagen, hvor- efter Actierne amortiseres. 6. Ethvert Medlem, som han 1 Actie eller flere, har, foruden sin egen Stemme som Med- lem, 1 Stemme hvor hvert Actie, naar des ved given lei- lighed bliver Tale om Bygn- ingene Udvidelse Reparati- oner etc.“ Keflavík, 3. jan. 1981. Skúli Magnússon Sandgerðingar - Miðnesingar Munið að fjórði gjalddagi útsvara og að- stöðugjalda er 1. nóvember n.k. Greiðið á gjalddögum. Forðist dráttarvexti. Sveitarstjóri Miðneshrepps Bókasafn Njarðvíkur Grunnskólanum Útiánstímar: mánudaga: kl. 4-8 þriðjudaga: kl. 3-7 miðvikudaga: kl. 3-7 fimmtudaga: kl. 7-10 laugardaga: kl. 1-3 Bókavörður FAXI - 139

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.