Faxi - 01.10.1999, Síða 2
3. TÖLUBLAÐ - 59. ÁRGANGUR
Útget'andi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.
Afgreiðsla: Vallargata 17, sími 421 1114.
Blaðstjórn: Helgi Hólm ritstjóri,
Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri,
Geirmundur Kristinsson, Þorsteinn Erlingsson
og Hannes Einarsson
Netfang ritstj.: bholm@ismennt.is
Hönnun, setning, umbrot, litgreining,
filmuvinna og prentun:
Stapaprent ehf.
Gróftn 13c • 230 Keflavík
Sími: 421 4388 • Fax: 421 1180
Netfang: stapapr@centrum.is
Meðal efnis:
♦ Eh'narstekkur
♦ Gufuskálar í Leiru
♦ Tilviljun eða fyrirboði?
♦ Kraftar í kögglum
♦ Prestsvarðan
♦ Ljós og myrkur
♦ Gistu í kastala frá 15. öld
♦ Globe verkefnið
♦ ípróttafélagið Kári
♦ Málfundafélag Njarðvíkur
♦ Eftirminnilegir róðrar
Forsíðumynd Faxa að þessu sinni er frá
hinu nýja Bláa lóni en það hefur nú verið
flutt spölkorn frá orkuveri Hitaveitu
Suðurnesja. Eins og niynd Oddgeirs
Karlssonar ber með sér eru húsakynni og
hið nýja lón mikið augnayndi og hefur
aðsókn aukist til muna við flutninginn.
Nánar verður fjallað um Bláa lónið og
aðrar byggingar í Svartsengi í næsta
blaði.
Ritstjóraspjall:
Málfundafélagið Faxi 60 ára
Þann 10. október 1939 stofnuðu eftirtaldir sex
menn Málfundafélagið Faxa: Ingvi Loftsson,
Guðni Magnússon, Margeir jónsson, Ragnar
Guðleifsson, Valtýr Guðjónsson og Hallgrímur
Th. Björnsson. Fljótlega bættust við peir Danival Danivalsson, Einar Norð-
fjörð, Ingimundur Jónsson og Sverrir Júlíusson. Um pað bil sem fyrsta
starfsárinu lauk bættust íhópinn peir Páll S. Pálsson og Þórður Helgason.
Þar með voru Faxafélagarnir orðnir tólf og pað hafa peir síðan verið öll pessi
sexti'u ár.
Rökhugsun og rökræður
Eins og í örðum málfundafélögum var megintilgangur fálagsins að félags-
menn pjálfuðu ræðumennsku og rökfærslur. Fundir voru ífyrstunni viku-
lega en var síðan fækkað niður íað vera hálfsmánaðarlega yfir vetrarmánuð-
ina. Fyrir hvern fund er valinn framsögumaður sem ákveður sér viðfangs-
efni og flytur um pað um 20 - 30 mínútna framsögu. Það er síðan skylda
annarra fundamanna að taka til máls og ræða framsöguna. Um pessar
mundir eru fundir félagsins orðnir um 800 talsins og par sem hver fundur
stendur ávallt íprjá klukkutíma má áætla að Faxafélagarnir hafi talað sam-
fellt í um 100 daga.
Virkir t félagsmálum svæðisins
Fyrstu starfsár Faxa var félagið mjög virkur pátttakandi ífélagslífinu. Þær
póttu merkilegar skemmtanirnar sem Faxi stóð fyrir pví par var menningin
ífyrirrúmi. Og alla tíð hafa félagar Faxa verið virkir pátttakendur íbæjarlíf-
inu á ýmsan hátt, m.a. hafa oftast nær verið einn eða fleiri bæjarfulltrúar t'
félaginu á hverjum tíma. í desember árið 1939 réðust Faxafélagar ípað stór-
virki að gefa út blað sem einnig hlaut nafið Faxi. Var markmiðið með pví
framtaki að skapa grundvöll fyrir umræðu og fréttaflutning af framfaramál-
um á Suðurnesjum. Blaðið hefur ávallt komið út síðan og heldur pví upp á
sitt sextíu ára afmæli á næsta ári. Núverandi Faxafélagar leggja metnað
sinn í að bæði félagið og blaðið haldi áfram að starfa um ókomin ár og horfa
fram á spennandi tíma á nýrri öld.
HH.
50 FAXI