Faxi - 01.10.1999, Blaðsíða 8
FAXI llkliilKM' I!)!)!)
PRESTSVARÐAN
VARÐA SÉRA SIGURÐAR BR. SÍVERTSEN
ÚTSKÁLAPRESTS 1837-1887
Kirkjugestir að lokinni messu hjá vörðunni. Ljósm. Olafur Oddur
ÚTIMESSA VIÐ
PRESTAVÖRÐUNA
Sunnudaginn 26. júní s.l. var haldin
útimessa við vörðu séra Sigurðar Br.
Sívertsen Útskálaprests. Tilefnið var
kristnihátíðin á næsta ári.
Margir Suðurnesjamenn hafa ekki
heyrt getið um þessa vörðu eða til-
drögin að því að hún var reist, var því
mjög vel tillallið að halda messu við
vörðuna í tilefni af kristnihátíðinni.
Varðan er beint upp af Golfskálan-
um í Leirunni og er ca. 10 mínútna
gangur upp að henni. Það voru Úl-
skála- og Keflavíkursókn sem stóðu
að þessari messugjörð. Mætt var rétt
fyrir kl. 14 fyrir framan Golfskálann í
góðu veðri, hægur vindblær og sól-
skin, og þar safnast saman og gengið
upp í heiðina undir merki krossins.
Milli 30 og 40 manns voru mættir til
messu, þar á meðal sóknarprestar
safnaðanna þeir séra Olafur Oddur
Jónsson og séra Bjöm Sveinn Bjöms-
son.
Það vakti athygli göngumanna hvað
fuglalífið var mikið í heiðinni, iðulega
var gengið fram á hreiður með ungum
í eða litlir hnoðrar urðu fyrir vegfar-
endum. Þarna var ritan allsráðandi
ásamt fleiri tegundum.
Gangan var stutt að vörðunni. Fé-
lagar úr kirkjukórum sóknanna ásamt
Einari Erni og Ester Olafsdóttur sáu
um söng og séra Bjöm Sveinn Bjöms-
son fiutti predikun. Síðan fiutti Ragnar
Snær Karlsson erindi um séra Sigurð
Br. Sívertsen og tildrögin að hleðslu
vörðunnar, sem hér er birt. Að því
loknu var sungið.
Messan var bæði áhrifarík og sér-
kennileg og gerði veðrið sitt til að gera
hana skemmtilega. Kirkjugestir sátu á
berri jörðinni í kringum vörðuna á
steinum og þúfum, og fuglarnir sungu
með kirkjugestum og söngkórunum,
skapaði það stemmningu er verður
mörgum eftirminnileg.
Prestar safnaðanna og Ragnar Snær
eiga þakkir skildar fyrir framtakið.
G. Sveinsson.
PRESTSVARÐAN
Sr. Sigurður Brynjólfsson Sívertsen
var fæddur liinn 2.11.1808 í lilla prest-
seturskotinu að Seli við Reykjavík.
Hann var sonur prestshjónanna sr.
Brynjólfs Sigurðssonar og Steinunnar
Helgadóttur. Sigurður flutti ungur að
árum eða 18 ára í Garðinn. Hann gekk
í Bessastaðaskóla og með honum voru
margir merkir menn eins og Tómas
Sæmundsson og Jónas Hallgrímsson
sem síðar urðu Fjölnismenn. A þess-
um tíma var Grímur Thomsen þar
væntanlega að leika sér þá 9 ára gam-
all. Einnig má nefna að á þessum tíma
var þar Sveinbjörn Egilsson úr Innri-
Njarðvík, ásamt dr. Hallgrími Schev-
ing málasnillingi. Allir þessir menn
settu svip á Islandssöguna.
Sigurður vígðist sem aðstoðarprest-
ur til föður síns þann 18.09.1831 þá 23
ára. Gekk Sigurður að eiga unnustu
sína Helgu Helgadóttur þann 5. júní
1833. Árið 1837 þann 1. mars fékk sr.
Sigurður Útskálaprestakall en þá hafði
faðir hans sagt því lausu, en liann and-
aðist stuttu seinna. Þar átti hann eftir
að þjóna næstu 50 árin. Þannig þjón-
aði hann sem prestur í 54 ár samfleytt.
Sr. Sigurður var merkur maður,
hann skrifaði mikið og þekktasta rit-
verk hans er án efa héraðslýsing Út-
skálaprestakalls. Hann kom á fót
bamaskóla, byggði kirkju og gaf til fá-
tækra. Sr. Sigurður andaðist í hárri elli
þá orðinn blindur.
22. janúar árið 1876 var sr. Sigurður
Br. Sívertsen á heimleið eftir að hafa
skírt barn í Keflavík. Veðrið var afar
slæmt, eins og það hafði reyndar verið
allan þennan mánuð. Yfir landið gekk
slæmt landsynningsveður með mikilli
rigningu, upp úr útsynnings éljagangi
og frosti. Eftir að hafa borist áfram dá-
lítinn spöl varð Sigurður viðskila við
samferðamenn sína. Hann hafði einnig
misst hest sinn og lét því fyrirberast í
heiðinni.
En þannig segir sr. Sigurður sjálfur
frá:
„Sunnudaginn 2. janúar 1876
gjörði mesta ofsaveður á landsunnan,
sem varaði alla nóttina. Fuku skip og
brotnuðu. Annað veður þvílíkt datt á
laugardagskröldið, þann 22. janúar,
með fjarskalegri rigningu upp úr út-
synnings éljagangi og frosti. Þá um
kvöldið, er ég kom frá Keflavík, er ég
skírt liafði þar barn, varð ég viðskila
við samferðamann minn við
Bergsenda, en af því að ég sá ekki
lengur til vegar, fór ég afleiðis suður
fyrir veginn fyrir ofan Leiru. Treysti
ég mér þá ekki til að halda áfram, ef
ég kynni að villast suður í Iteiði. Var
og hesturinn hlaupinn frá mér. Lagð-
ist ég þá niður og œtlaði að látafyrir-
berast, en um nóttina var gerð leit að
mér af sóknaifólki mínu, fyrir tilstiUi
sonar míns. Leið svo hin óttalega nótt,
56 FAXI