Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1999, Qupperneq 9

Faxi - 01.10.1999, Qupperneq 9
FAXl September 1999 Hlítt á Ragnar Snæ. Ljósm. Olafur Oddur. son sinn, vígðist til hans aðstoðar- prestur, systursonur hans sr. Brynjólf- ur Gunnarsson. Arið 1886 fær sr. Sigurður embætt- isbréf frá biskup þess efnis að hann skuli tafarlaust segja Útskálapresta- kalli lausu og sækja um lausn frá prestsþjónustu. Þótt svo að hinuni aldna presti hafi grunað að svo gæti farið að hann yrði neyddur til að segja embættinu lausu kom þetta sem reið- arslag. Sr. Sigurði fannst þetta óþaifa harðræði yfirstjómar, hann var sár og honum fannst að sér vegið. Hann batt miklar vonir við að aðstoðarpresturinn sr. Biynjólfur Gunnarsson tæki við af honum. I vitnisburði urn sr. Biynjólf segir: Hann var lipur kennimaður, stillingarmaður og hugljúfi hvers manns, sómamaður í öllum greinum og Ijós í dagfari. Það virðist einhver kirkju- og/eða landsmálapólitík hafa ráðið því hvemig fór. Því sr. Brynjólf- ur sækir urn brauðið eftir að hafa þjón- að prestakallinu sem aðstoðarprestur í 10 ár og með meðmæli flestra sóknar- barna. En brauðið fékk sr. Jens Páls- son þá prestur á Þingvöllum. Um haustið er sr. Jens settur í embætti. Daginn eftir er kirkja og staðurinn tekin út. I þeirri úttekt fannst afhend- andi presti mikill ójöfnuður og á sig hallað. Ekki gekk saman með þeim prestum að sá gamli fengi neitt að hafa af jörðinni eftirleiðis. Hann fékk að halda til í húsum sínum, en eftirlaun hans skyldu renna upp í skuld. Fór því þannig að sr. Jens Pálsson fékk bæði brauðið, búið og Þingvelli til næstu fardaga. Þetta sama haust, þegar sr. Sigurður var orðinn embættislaus, einangraður og jarðnæðislaus, fékk hann óþekkta, illkynja veiki í höfuðið með miklum þrautum og andlitsbólgum og lá oft þungt haldinn. Þann 4. febrúar 1887 gekk hann síðasta skipti að rúmi sínu með þessum orðum: Þótt þú deyðir mig Drottinn þá skal ég samt vona á þig. Hann lést þann 24. maí 1887, hálfu ári eftir að hann lét formlega af emb- ætti. Hann var jarðsettur í Útskála- kirkjugarði 10. júní að viðstöddum miklum mannfjölda, um 600-700 manns. Yfir moldun hans töluðu þrír prestar, þeir sr. Þórarinn Böðvarsson prófastur, sr. Oddur V. Gíslason prest- ur í Grindavík og sr. Brynjólfur Gunn- arsson aðstoðarprestur hans. En sókn- arpresturinn sr. Jens Pálsson var fjar- verandi en hann stóð þá í flutningum frá Þingvöllum. Helga, kona sr. Sig- uröar lést úr mislingum árið 1882. Ragnar Snær Karlsson tók saman. Heimildir: Undir Garðskagavita, Gunnar M. Magnússon, Ægisútgáfan 1963. Árbók Suðumesja. 1986-1987. að enginn gat mig hitt, þar til um morguninn, að tveir heimamenn mínir hittu mig og var ég enn með rœnu og nokkru fjöri, þó að nokkuð vari af mér dregið. Hugði enginn maður, að ég þá nótt ntundi hafa afhorið lífið, og var það auðsjáanlega drottins almættis dásemdarverk, að ég skildi lifa svo lengi í því veðri, en mér leið vel og mérfannst eins og yfr mér hefði verið tjaldað, og vissulega var ég undir hlífðartjaldi með föðurlegri varð- veizlu. Guði sé lof fyrir þessa lífgjöf. Þetta tilfelli í lífi mínu vil ég ekki gleyma að minnast á og gefa Guði dýrðina. “ Nokkru eftir þennan atburð lét séra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Eins og sjá má nú er nokkuö mikið hrunið úr vörðunni. Ekki veit ég livenær hrunið hefur úr henni en sam- kvæmt skrifum Tryggva Ófeigssonar fyrrum útgerðannanns var varðan heil um 1920. Varðan er og hefur verið ferstrend eins og margar grjótvörður. Þegar varðan var heil var hún frá- brugðin öðrum vörðum á þann hátt að á þeirri hlið sem sneri í austur var all- stór flöt hella sem í er höggvið er sálmavers. Það eru rúm tuttugu ár síðan að ég FYRIR í FRIÐI ER ÉG ÞVÍ ÞÚ EINN DROTTINN ERT ÞAÐ SEM LÆTUR MIG BÚA ÓHULTAN í NAÐUM. Þetta vers er greinilega úr Davíðsálmi 4. kafla 9. vers: „í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur nrig búa óhultan í náðum. “ Það skemmtilegasta við þessa sögu er það að mágur minn sr. Hjörtur Magni Jóhannsson sem þá var nem- andi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja vígðist síðar sem prestur að Útskálum. Eins og fyiT segir var sr. Sigurður Br. Sívertsen merkur maður. Hann hafði meðal annars forgöngu að söfn- un til að koma á fót bamaskóla, sjálfur gaf hann 1200 krónur og gaf árlegt til- legg eftir það. Hann gaf mikla peninga til fátækra. Hann styrkti efnilega ung- linga til framhaldsmenntunar. Hann lét reisa nýja kirkju árið 1861, kirkjan kostaði 3450 krónur, og sr. Sigurður borgaði sjálfur 632 krónur. Þá gaf hann kirkjunni altaristöflu, og fleiri hluti. Hann stundaði líka lækningar, keypti mikið af meðulum og ferðaðist um prestakallið og veitti fólki hjálp og meðul án endurgjalds. Hann vann að miklurn jarðarbótum og var veitt sér- stök viðurkenning fyrir það. Sr. Sig- Séra Björn Sveinn B jörnsson í ræðustól. Ljósm. Olafur Oddur. kom fyrst að þessari vörðu. Þá hafði mágur minn og ég gert nokkra leit að henni en án árangurs. Þegar við kom- um hér að þessari hálfhrundu vörðu ákváðum við að setjast niður og hvíla okkur aðeins. Þá dettur mér allt í einu í hug að velta við stórum steini sem lá þama eins og á grúfu. Þegar við velt- um honurn við sáum við að hér var kominn steinninn með sálmaversinu á. Við hlóðum því nokkrum steinum í pall og settum steininn þar sem hann er nú. Versið á steininum er og var þá ill læsilegt, en seinna um veturinn fór ég og makaði snjó í steininn og var þá betur hægt að greina hvað á honum stendur. Á steininum virðist standa: 1876 21.JAN í FRIÐI LEGST ÉG urður skrifaði margt og mikið, sumt af því hefur kornist á prent en niest ligg- ur í handritum á landsbókasafninu. Sr. Sigurði var veitt heiðursmerki frá kon- ungi fyrir atorku og menningarforystu. Hann keypti 25 lesta þiljubát frá Sarpsborg í Noregi í félagi við þrjá aðra menn en það ævintýri gekk illa og tapaði hann miklu á því. Árið 1868 vígðist sonur sr. Sigurð- ar, sr. Sigurður Síveitsen yngri til að- sloðarpresls hjá föður sínum. Hann lést úr taugaveiki aðeins rúmum mán- uði eftir að hann tók vígslu. Það varð þeim hjónum mikill missir því vonir voru bundnar við að hann tæki við brauðinu el'tir daga föður síns. Sjö árum eftir að sr. Sigurður liafði misst Keflavíkurkirkja með nýju koparþaki og nýja safnaðarheintilið. Ljósm. Olafur Oddur. FAXI 57

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.