Faxi - 01.10.1999, Side 10
Fyrsta „rafstöðin” í Keflavík var í flskhúsinu handan við aðgerðarmennina á myndinni. Fiskhús þetta var lengst af kallað Stakkshús. Glöggt má sjá
hvernig fvrstu Ijósastaurarnir í þorpinu litu út. Kærkomin rafmagnsljósin mögnuðu stórum ævintýraljómann á þessu mikla athafnasvæði, sem aðgerð-
arplönin upp af Miðbrvggjunni voru. Ljósm: Björgvin G. Magnússon árið 1932.
Stundum gleymist nútíðarfóiki að Ijósið
og hitinn hafa ekki alltaf verið jafn
eðlilegur partur af tilverunni og nú
þykir sjálfsagt. Á fyrri tíð var reynt að
spara bæði Ijósfæri og eldsneyti eins og
nokkur kostur gafst, enda hvort tveggja dýrt.
Um aldamótin mátti að sönnu merkja nokkra
breytingu í átt til nútímalegri hátta; þá höfðu margir
eignast ágæta ofna í hús sín og steinolíulampar leystu
gömlu lýsiskolurnar af hólmi. Að öðru leyti fór það
eftir efnahag og smekk hvernig lýsingu og húshitun
var háttað á hverju heimili.
<
Myrkrið utanhúss var hins vegar
það sama og áður; jafn draugalegt og
uggvænlegt eða þvert á móti kærkom-
ið ef þurfti að læðupokast eitthvað í
skjóli þess. Nú er joess að minnast að
sveitarfélagið hafði að vísu ráðist í að
setja upp nokkur götuljós árið 1894.
Frá því sagði m.a. í Fjallkonunni og
því bætt við að ljósin hefðu verið
fimm og þótt helst til fá. Að öðru leyti
er fregnin alltof fáorð, ekki er minnst á
hvar þau hafi verið þessi Ijós, né af
hvaða tagi. Tnilegast er þó að þetta
hafi verið svonefnd karbítljós og að
þeim hafi verið kornið fyrir við Hafn-
argötuna. Vangaveltur af þessu tagi
eru þó þarflitlar því skemmst er frá því
að segja að ljósanna naut ekki lengi
við og þegar Jón Guðmundsson smið-
ur fór að yrkja um Keflavík árið 1906
sagði hann:
Þar sem við loftið lýðir sjá,
luktarstafna,
en forðum gjörðu firðar þá
fyrirhrafna.
Gömlu Ijósastauramir fengu þannig
nýtt hlutverk - sem sé að vera átylla
fyrir lúinn krumma og kannski fleiri
góða fugla. Bæjarbúar fengu liins veg-
ar myrkrið aftur. Olafur Jón Jónsson,
sem fæddist í Keflavík árið 1907,
minnisl uppvaxtaráranna svo:
„Og það var betra að vera ekki mik-
ið á ferð austur í plássi eftir að farið
var að skyggja því það var virkilega
draugalegt að fara framhjá Norðfjörðs-
húsunum - hvergi Ijós, nenia e.t.v. ein-
hver týra í gluggunum. Þá voru nú
ekki götuljósin, og ekki cinu sinni
komið rafmagn."
58 FAXI