Faxi - 01.10.1999, Side 11
En nýjungagirnin hafði lagst yfir
landsmenn þessa fyrstu áratugi aldar-
innar og virtist ekkert lát á því hvað
samtíminn gat verið uppáfinninga-
samur. Eitthveil lielsta teikn um þessi
umskipti var tvímælalaust hagnýting
raforkunnar. Með lilkomu hennar
hurfu ýmis sérkenni fyrri tíma hér á
landi sem annars staðar. Þar sem áður
var myrkur varð nú bjart og í stað þess
að menn gengju nærri sjálfum sér við
margs konar erfiði létti raforkan stöif-
in.
"Ekki þurfti ýkja sköip augu til að
sjá fyrir möguleika raforkunnar eftir
að hún fór að ryðja sér til rúms. Það
var heldur ekki langt liðið á „raf-
magnsöldina“ hérlendis er áhuginn á
þessum orkugjafa vaknaði á Suður-
nesjum. Ymis ljón voru þó í veginum.
Raforkan var dýr ef nota þurfti inn-
flutta orkugjafa á borð við kol, bensín
eða díselolíu við framleiðslu hennar.
Til þess að slík raforkuframleiðsla
borgaði sig þurfti því allstóran markað
og helst verksmiðjuiðnað, orkufrekan
á þeirra tínra vísu. Þessu varekki til að
dreifa á Suðumesjum. Þar var heldur
ekki völ á vatnsorku til raforkufram-
leiðslu eins og í Hafnarfirði og víða
annars staðar. Samt sem áður vakti
þessi nýi orkugjafi forvitni Suður-
nesjamanna og þeim duldist ekki að
rafmagnið var framtíðin.
Agúst hreppstjóri Jónsson var
áhugamaður um margt sem til fram-
fara horfði og hann mun fyrstur hafa
hreyft þessu máli í Keflavík. Haustið
1912 sækir hann um styrk til hrepps-
nefndar Keflavíkurhrepps til að fá raf-
magnsfræðing til Kellavíkur með það
fyrir augurn að gera áætlun um raflýs-
ingu og vatnsveitu fyrir kauptúnið; „til
að dæma um hvoit raflýsing og vatns-
leiðsla væri hugsanleg hér í hreppi og
unt leið gera áætlun um kostnað við
það“.
Féllst hreppsnefndin á að verða við
þessu og var samþykkt að verja 30 kr.
vegna þessa. í reikningum hreppsins
vegna fardagaársins 1912-1913 má sjá
að rannsóknin hefur farið fram. Eng-
um sögum fer af því hver vann verkið,
en raunar er ekki mörgum til að dreifa.
Er trúlegast að annar hvor rafmagns-
fræðinganna Halldór Guðmundsson
eða Guðmundur Hlíðdal hafi gert
áætlunina; ekki er heldur vitað hvað í
áætluninni fólst, t.d. hver var ætlaður
koslnaður við raflýsinguna. Það eitt er
víst að ekkert varð frekar af og er
sennilegast að kostnaðurinn hafi vaxið
mönnum í augum.
Guðmundur Marinó Jónsson, rafveitustjóri fyrstu raf- Mattln'as Þórðarson, seni keypti eignir Duusverslunar
veitunnar, síðan vélgæslumaður og rafmagnseftirlits- árið 1920, kom á fót fyrstu rafstöðinni í Keflavík.
maður til dauðadags.
Agúst Jónsson var þó ekki af baki
dottinn. Vorið 1914 fékk hann í lið
með sér Ólaf Ófeigsson kaupmann.
Guðmund Hannesson verslunarmann
og Eyjólf Bjarnason kaupmann. Þeir
fjórmenningar sömdu aðra áskorun til
hreppsnefndar um að möguleikar á
raflýsingu Keflavíkur yrðu kannaðir,
en allt fór á sömu leið. Nefndin taldi
sig ekki geta orðið við þessu að sinni,
en fól bréfriturum að kanna hve marg-
ir lampar yrðu notaðir í kauptúninu og
hversu mikið ljós hver þeirra gæfi af
' sér.
Raunar var tekið að styttast í að raf-
magnið kæmi til Suðumesja. Það var
árið 1918, en ekki voru það þó Kefl-
víkingar sem riðu á vaðið og nutu raf-
Ijósa fyrstir Suðurnesjamanna heldur
Sandgerðingar. Þar höfðu Akurnes-
ingarnir Haraldur Böðvarsson og
Loftur Loftsson mikil umsvif á sviði
útgerðar og fiskverkunar. Árið 1918
létu þeir reisa fyrstu rafstöðina á Suð-
urnesjum í Sandgerði, og var raf-
magnið senr stöðin franrleiddi nýtt til
að lýsa upp aðgerðarsvæðin á vetrar-
vertíðum.
Varla er nokkur goðgá að ímynda
sér að tilkoma raflýsingar í Sandgerði
hafi ýtt við Keflvíkingum og aukið
áhuga þcirra á málinu enn frekar.
Síðla árs 1919 virtisl loks ætla að
draga til tíðinda. Friðrik Þorsteinsson,
síðar framkvæmdastjóri í Keflavík,
færir í dagbók sína hinn 18. nóvember
1919:
Almennur borgarafundur var hald-
inn í kvöld í Skildi. Efnið var: Raflýs-
ing í K[efla]vík. Tilefnið er, að raf-
magnsfræðingur var hér á ferð um
daginn, og gaf hann í skyn að hann
myndi fáanlegur til að reisa hér raf-
stöð á sinn kostnað og selja Keflvík-
ingum rafmagn. Á þessum fundi gáfu
menn upp hvað þeir myndu hugsa sér
að taka mikið ef til kænti (lágmark) og
var það 5000 kerti. Þar í viðbót kemur
kirkjan, skólinn, [samkomuhúsið]
„Skjöldur" og svo H.P. Duus.“
Ekki fer sögum af því hver raf-
magnsfræðingurinn var og ekkert
gerðisl heldur í kjölfarið. Nú var þó
tekið að styttast í að „rafmagnsöldin“
gengi í garð í Keflavík vonurn seinna
og upphafið varð með líku móti þar og
í Sandgerði.
Matthías Þórðarson keypti eignir
H.P. Duus í Keflavík árið 1920. Um
áramótin 1921-1922 eða þar unr bil
hefur hann gengið í að láta reisa raf-
stöð sem framleiddi rafmagn til ljósa á
aðgerðarstaðnum, auk þess sem mót-
orinn dældi sjó í fiskkassana sem fisk-
urinn var þveginn í. Þessi fyrsta raf-
slöð í Keflavík var á homi Duusgötu
og Vesturgötu og framleiddi '6 hest-
afla Fairbanks-mótor rafmagnið. Guð-
mundur M. Jónsson var gæslumaður
stöðvarinnar. sem kallað var, eða
nokkurs konar rafveitustjóri. Hann
telst því fyrstur þorpsbúa hafa byggt
afkomu sína á raforkunni.
Kveikt var á rafljósunum í fyrsta
sinn að kvöldi 2. febrúar 1922; má því
rniða upphaf raforkunotkunar í Kefla-
vík við þann dag. Þorgrímur Þórðar-
son læknir víkur að þessum viðburði í
bréfi lil sr. Kristins Daníelssonar í
Reykjavík. Hann segir:
„I kvöld var í fyrsta sinni kveikt á
rafmagnsljósum við aðgerðarstaði
mótorbátanna og í skúrum þeirra.
Matthías Þórðarson hefur reist raf-
magnsstöðina og selur útgerðarfélög-
unum lýsingu og mótorinn á líka að
dæla sjó í fiskikassana á aðgjörðar-
staðnum. Þetta eru ákaflega mikil
þægindi fyrir sjómenn."
Hér höfðu vissulega orðið þáttaskil
og enda þótt fæstir íbúa Keflavíkur
nytu raforkunnar í þessari fyrstu um-
ferð var Ijóst að nýir tímar voru að
renna upp. Segja má að í kjölfarið hafi
menn fengið rafmagnið á sálina og
undraskjótt hafði þessi orkugjafi með
tilheyrandi tækniundrum rutt sér til
rúms á flestum sviðurn samfélagsins.
Bjarni Guðmarsson
FAXI 59