Faxi

Volume

Faxi - 01.10.1999, Page 13

Faxi - 01.10.1999, Page 13
FAXl (IkUÍI)IT l!l!l!l Við komum okkur vel fyrir og Birna hefur frásögnina. „Við komum saman í flugstöðinni þann 8. júní og flugurn til Glasgow en áður tókum við tvö lög í nugstöðvarbyggingunni við mikla hrifningu erlendra ferða- manna. Þegar komið var til Glasgow beið okkar rúta og bílstjóri sem áttu eftir að fylgja hópnum sem eftir var ferðar. Frá flugvellinum í Glasgow keyrðum við svo til þorps sem er rétt fyrir utan Edinborg en fyrirhugað var að gista í fjórar nætur í gömlum kast- ala sem er í útjaðri þorpsins." Nú tekur Steinar við þar sem hann er mjög vel að sér um sögu kastal- ans. Carberry Tower, en svo nefnist kastalinn, á sér nokkuð ianga sögu. Hann var byggður á árunum 1480 til 1500 og var þá í eigu lögmannsins Hugh Rigg en þess má geta að 15. júní árið 1567 kvaddi Mary Skota- drottning mann sinn, Bothwell, á Carberry hæðum og gafst upp fyrir sambandssinnum. Á 17. og 18. öld skipti staðurinn oft unt eigendur en undir lok 18. aldar var hann í eigu Fullertons lávarðar. Árið 1807 giftist frænka Fullertons William, þriðja syni Elphinstone lávarðar, og þau hjónin bjuggu síðan í Carberry, en Elphinstone fjölskyldan bjó í kastal- anum allt til ársins 1961. Sextándi lávarður og lafði Elphin- slone, en hún var systir þáverandi drottningarmóður, gerðu staðinn fræg- an. Hjónin voru mikið fyrir garð- yrkju og í garðinum má finna mikið af sjaldgæfum trjám og plöntum. Á vorin er þar allt þakið gulum narsiss- um en narsissa er planta af páskaliljuætt. Elphinstone lávarður lést árið 1955 og kona hans 1961. Elphinstone lávarður sautjándi ákvað síðan að gefa skosku kirkjunni stað- inn og hefur kirkjan nýtt hann fyrir alls kyns ungmennastaifsemi og ráð- stefnur. Þarna er rekið gistiheimili og þangað leita oft hinir ýmsu hópar. Veggir í kastalanum eru allt að átta fet að þykkt en húsnæðinu var breytt a ð innan samkvæmt þörfum skosku þjóðkirkjunnar. Kastalinn og umhverfi hans bjóða upp á margs konar dægrastyttingu. Svæðið í kringúfn húsið er 35 ekrur, grasblettir og tré og er það upplagt til gönguferða. Á svæðinu er knatt- spymuvöllur, krikketvöllur og golf- llatir auk íþróttahúss, en þar er hægt að stunda íþróttir eins og badminton, tennis og blak svo eitthvað sé nefnt. Á lóðinni er bygging sem nefnist á enskri lungu „The Elphinston Wingi en hún lítur út eins og skoskt gripa- hús. Þar er hægt að fara í snóker, borðtennis ofl. og þarf ekkerl að borga fyrir það. Við hliðina á kastal- anum er svo kapella sem var hönnuð at' manni að nafni lan Lindsay og byggð árið 1966.“ Bima skýtur inn í að kastalinn og allt umhverft hans sé yndislegt og hún gæti vel hugsað sér að búa á þessum stað. Hún heldur áfram „Tíminn sem við dvöldumst í kastalanum var vel nýttur. Fyrsta daginn fórunt við í skoðunarferð til Edinborgar og skoð- uðum meðal annars aðalgötuna í bænum. Annan daginn var svo hald- ið í skoðunarferð í viskíverksmiðj- una Glenkinchie Distillery en hún er í tuttugu mínútna akstursleið frá Car- berry og meðal annars þekkt fyrir að framleiða hið heimsþekkta viskí, Johnny Walker. Við fengum leið- sögn um verkssmiðjuna og sáum hvemig viskíið er bruggað. Að lok- um var áð á bamum, lagið tekið l'yrir starfsfólk og smakkað ögn á veigun- um. Eftir ferðina í bruggverksmiðj- una var svo haldið í skoðunarferð um Edinborgarkastala." Á föstudeginum voru fyrstu tón- leikar hópsins haldnir í kapellúrihi í Carberry. Birna heldur áfram. „Við liöfðum sent auglýsingar á undan okkur sem starfsfólk kástalans sá um að dreifa í þorpinu þannig að tónleik- illitiíii. kyiild Vdgaimw.ir snmaik.k5MSaMr ií FAXI 61

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.