Faxi

Volume

Faxi - 01.10.1999, Page 14

Faxi - 01.10.1999, Page 14
FAXI llklóliiT l!l!l!l una „Á leiðinni til Tomintoul var áð á nokkrum stöðum. Við stoppuðum meðal annars í borginni Dundee sem er gömul hvalaskipasmíðaborg,“ segir hún og hlær að lengd orðsins, en þar skoðuðum við skipið Discovery sem var frægt vísindaskip og Scott skip- stjóri sigldi meðal annars til Suður- skautsins árið 1901. Nú hefur skipið verið gert að eins konar safni og á fólk að geta fengið nokkuð nákvæma lýs- ingu á því hvemig skipið var á meðan það var í notkun. Því hefur verið kom- ið fyrir innan í tanki sem hefur verið fylltur af vatni til þess að hafa allt sem raunvemlegast. Þegar komið var til Tomintoul, en það var undir kvöld, var skollin á rign- ing og suddi en við gleymdum því fljótt því móttökumar sem við .fengum voru ógleymanlegar. Við skiptum okkur niður á sjö staði þar sem rekið var „Bed and Breakfast“ eða þar sem fólk var með heimagistingu. Á flest- um stöðunum hafði verið sett A 4 blað út í glugga en þar stóð, í lauslegri þýð- ingu, „velkominn íslenski kór.“: Um kvöldið fórum við í safnaðar- heimili bæjarins þar sem beið okkar glæsilegt hlaðborð og vín, Steinar skýtur inn í að íslenski presturinn, Sveinbjörn Bjarnasson, hafi alfarið séð um að elda matinn. Bima heldur áfram með frásögnina. „Sveinbjörn hélt stutta ræðu og um kvöldið var far- ið á bæjarkrána þar sem kórinn tók VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR Skrifstofa félagsins er að Hafnargötu 80. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15. Skrifstofan (Garði, Garðbraut 69a eropin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9:30 -12:30 amir vom ótrúlega vel sóttir. Ég söng einsöng, eitt lag með kómum og ann- að sér, Draumalandið eftir Sigfús Ein- arsson. Eftir tónleikana var kómum og gestum boðið upp á kaffi og með því í boði kastalans. HALDIÐ UPP í HÁLÖNDIN Á laugardagsmorguninn hélt hópur- inn svo upp í skosku hálöndin og var ferðinni heitið til bæjarins Tomintoul þar sem fyrirhugað var að heimsækja íslenskan prest sem þar starfar, en hann hefur þjónað því prestakalli í 10 ár, og halda aðra tónleika kórsins. Bima heldur áfram að rekja ferðasög- lók mhMis 6 Bókabúð Keftaóíkur 2'íaýVeýa i /eáOúvu Sími 421 1102 nokkur lög sér til skemmtunar." Á sunnudeginuni 13. júní var kór- inn við messu í kirkjunni í Tomintoul en séra Baldur Rafn Sigurðsson sókn- arprestur Njarðvíkurprestakalls mess- aði að þessu sinni og Birna Rúnars- dóttir spilaði forspil á þverflautu. Eftir messuna var haldið á Hlévang staðar- ins, eins og Steinar Guðmundsson orðaði það, en þar var hópurinn með létta útgáfu af messunni fyrir gamla fólkið. Bima heldur áfram. Þrjátíu til fjömtíu manns sóttu messuna og hafði fólkið mjög gaman af. Við tókum jafnframt tvö til þrjú lög af tónleika- dagsskránni. Um kvöldið vorum við síðan með tónleika í kirkjunni í Tomintoul. Kirkjan fylltist af fólki og tónleikamir tókust með afbrigðum vel. Strax eftir tónleikana fór íslenski hópurinn ásamt sóknamefndinni í bænum á hótel stað- arins og snæddi þríréttaðan kvöldverð. Sóknarnefndin var jafnframt með nokkur skemmtiatriði og var gleð- skapnum haldið áfram langt fram eftir kvöldi. LOCH NESS SKRÍMSLIÐ SKOÐAÐ Á mánudeginum fór hópurinn í skoðunarferð undir handleiðslu séra Sveinbjörns Bjarnasonar, sóknar- prestsins á staðnum. Birna rekur áfram frásögnina. „Við byrjuðum á því að skoða kastala sem var í eigu Brody fjölskyldunnar en þetta fólk var uppi á 18. öld. Einn úr fjölskyldunni býr meira að segja enn í einni viðbygging- unni en hann er kominn yfir áttrætt. Eftir það fórum við og skoðuðum garð sem er í bænum Forres en þar eru tré og blóm klippt eins og skúlptúrar og mátti sjá alls kyns fígúrur búnar til úr blónium og ýmis konar trágróðri. Eftir það var svo ferðinni heitið til In- vemessflóa þar sem Loch Ness vatnið var skoðað. Það sem mér fannst áhugaverðast við að koma þangað var safn sem sett hafði verið á laggimar í sambandi við Loch Ness skrímslið. þar kom fram að miklar rannsóknir hefðu verið gerðar á því hvort þær sögusagnir, sem hafa reynst svo lífseigar, um Loch Ness skrímslið ættu sér nokkra stoð í raunveruleikan- um. Gerðar hafa verið bergmálsrann- sóknir og skip hafa verið send út á vatnið til þess að kanna botninn ræki- lega, en hann er alveg sléttur, og vís- indamenn segja að ekki séu nein skil- yrði fyrir slíkt dýr að lifa í vatninu. aHHHH Samkvæmt sögusögnum ætti Loch Ness skrímslið einnig að vera orðið mörg hundruð ára gamalt" segir hún og hlær við. HEILL BÆR BÚINN TIL í KRINGUM KASTALA ELÍSA- BETAR DROTTNINGAR ♦ Á þriðjudeginum var síðan haldið aftur til Glasgow en á leiðinni var stoppað til að skoða Balmoral kastala en hann er í eigu Elísabetar drottning- ar. Bima heldur áfram. „Það sem ég tók sérstaklega eftir var lítið |)orp sem er rétt við kastalann og hýsir þá er vinna við hann. Fólk býr þarna allt árið um kring. Það er ekki einungis í því að halda kastalanum við heldur er það einní'g í landrækt og hinum ýmsu þjónustustörfum því í þorpinu er llest það sem fólk þarf á að halda eins og t.d. búðir og pósthús. Drottningin á þama mikið land og hún gaf t.d. Karli syni sínum stórt landssvæði, er hann gifti sig árið 1981, sein við keyrðum í gegnum.“ Því sem eftir var ferðarinnar eyddi hópurinn svo í Glasgow þar sem kíkt var í búðir og nokkrir veitingastaðir kannaðir. Síðasta kvöldið var síðan haldin lokaskemmtun þar sem bílstjóri hópsins var kvaddur og honum afhent lítil kirkjuklukka með mynd af Njar- víkurkirkju. Birna sagði að lokuin. „Mér fannst mikil upplifun að korna upp í hálöndin því náttúrufegurð er þar mikil. Þegar keyrt er um sveitimar sér maður mikið dýralíf, kýr, kindur og jafnvel einstaka dádýri bregður fyrir. Stundum sá maður kastala inni í miðjum skógi og var þessi sjón eins og klippt út úr ævintýrabókunum sem maður las sem krakki. Hópurinn náði mjög vel saman og Steinar Guðmundsson hélt uppi fjör- inu í rútunni með því að segja okkur brandara. Hann kom jafnframt þeirri reglu á að ef einhver fór á klósettið í • rútunni þá þurfti hann alltaf að segja brandara strax á eflir. Það var því ekk- ert rosalega vinsælt að fara á klósett- ið,“ segir hún og Itlær við. Steinar Guðmundsson sagði að lokum að ferðin hefði heppnast í alla staði vel og hann hefði verið mjög ánægður með alla, bæði einsöngvara og kór- söngvara. Þau Birna og Steinar vildu að lokum þakka öllum velunnurum kórsins fyrir þann frábæra stuðning er gerði þessa ferð mögulega. Ég verð að hafa þetta lokaorðin en þakka þcim fyrir skemmtilega ferðasögu. 62 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.