Faxi - 01.10.1999, Blaðsíða 15
Kveðjuorð
við andlát góðs vinar
Þegar minnst er Jósefs Borgarsonar
kemur mér fyrst í hug hans hlýja
handtak þegar hann heilsaði manni
með eftirfarandi orðum: „Heill og
sæll, kæri vinur.“ Þessi fallegu orð og
framsetning þeirra lýsa vel hans innri
manni. Hann hélt stundum nokkuð
lengi í hönd manns og ræddi þá gjam-
an um málefni líðandi stundar í léttum
dúr. Allt fór þetta virðulega fram eins
og lionum var líkt. Ætíð var létt yfir
Jósef vini mínum og öllum leið vel í
návist hans.
Mín fyrstu kynni af Jósef var vegna
sveitarstjómarmála. Hann var þá bú-
settur í Höfnum og oddviti þeirra
Hafnamanna og vinsæll í því starfi.
Átti hann gott samstarf við okkur,
bæjarfulltrúana í Keflavík á þessum
ámm. Oft nefndum við hann í gamni
Borgarstjórann í Höfnum og tók Jósef
því vel og sagðist fúslega liðsinna
okkur í Keflavík ef við þyrftum að-
stoðar við. Eftirminnilegar ferðir fór-
um við Jósef saman á þessum árum,
mikil gleði og gaman að lifa og létt
var yfir sveitarstjómannönnum á Suð-
umesjum, oft var Jósef þar fremstur í
flokki.
Jósef var mjög félagslyndur maður,
starfaði m.a. lengi í Karlakór Kefla-
víkur og var formaður hans um tíma
og vann kómum vel. Þá lét hann mál
launþega til sín taka. í mörg ár starf-
aði Jósef mikið innan Oddfellowregl-
unnar, gekk í stúkuna nr. 13, Njörð,
hér í Keflavík, og þar voru honum fal-
in mikil ábyrgðarstörf sem hann fram-
kvæntdi af mikilli samviskusemi. Inn-
an stúkunnar unnum við Jósef mikið
saman og gott var að eiga jafn einlæg-
an vin sér við hlið. Hann naut sín vel
innan Oddfellow. hugsjónir reglunnar
höfðuðu til hans. Þótt heilsan væri far-
in að bila hin síðari ár var áhugi Itans
ætíð vakandi fyrir stúkustarfinu, þar
var engin breyting á.
Ég kveð góðan samfylgdarmann að
sinni og þakka vinsemd hans í minn
garð. En bak við móðuna miklu mun-
um við Jósef vinur minn hittast aftur
og þá heilsar þú mér eins og forðunt
með orðunum góðu: „Heill og sæll,
kæri vinur“. Það verður gleðilcg
stund. Við hjónin samhryggjumst þér
Lúlla mín og biðjum Guð að styrkja
þig og aðra aðstandendur. Blessuð sé
minning Jósefs Borgarsonar.
Hilmar Pétursson
HHHOnBHHHBinnHBHni
Gufuskálar í Leiru
ILandnámu er alþekkt sögn um Ketil
gufu, sem flæktist á inilli staða við Faxa-
flóa og á Vesturlandi, sem hafa gufu að
forlið í nafni.
Ekki er ljóst hvað vakað hefur fyrir skrásetjur-
um Landnámabókar með sögninni. Helst virðist
svo að þeir séu að reyna að skýra tilurð staðar-
nafnanna með þessum forlið, með manns eða
auknefninu gufu. Þar af leiðandi er mjög vara-
samt að treysta nokkuð á sannleiksgildi sagnar-
innar og eins líklegt að Ketill gufa hafi aldrei í
Leiruna stigið fæti. Raunar tengjast KATLAR
eldamennsku og GUFU en livort í sögninni leyn-
ist um leið orðaleikur eða kímni fullyrði ég ekk-
ert um. Þó má vera að hér sé á ferðinni gaman-
semi Landnámu skrásetjara.
Þórhallur Vilmundarson hefur, sem kunnugt er,
fyrir löngu sýnt fram á, að mörg nöfn landnáms-
ntanna, sem menn töldu að Itefðu verið til, væm
tilbúin, dregin af staðháttum, en staðir ekki nefnd-
ir eftir mönnum jafnmikið og talið var. Leitaði
Þórhallur þar annarra skýringa, m. a. í staðháttum
í náttúrufari. Ef ég man rétt taldi hann gufuforlið-
inn í nafninu Gufuskálum, dreginn af sjóroki og
ágjöf.
Einu sinni, þegar við Ólafur frá Litla-Hólmi,
vorum á ferð úti í Leiru, lögðunt við leið okkar
niður að Gufuskálum. Fórum við þar niður í fjöru
og þar sýndi Ólafur mér hvar allvolgt eða heitt
vatn vall undan klöppunum niður í fjöruna. Gat
hann þess að fyrrum hefði verið þveginn eða
skolaður þvottur þarna. Þó var vatnið ekki svo
heitl að úr því ryki. Þetta er hins vegar á fárra vit-
orði og hefur ef til vill alltaf verið sökum þess, að
heita vatnið er neðan flóðmarks og fer á kaf á
flóði.
Þetta leiðir hugann að nafninu Gufuskálum og
hvernig umhorfs var þar fyrrum. Var þar við
landnám, 870-900, svo mikill liiti að úr vatninu
rauk? Varð heitt vatn þama ef til vill til þess að
fomnienn komu sér þar snemnta upp verbúð eða
viðlegu til fiskjar? Er ef til vill kjami sannleiks í
sögn Landnámu um að Steinunn gamla hafi haft
þar útræði? Ekki er ólíklegt að á Gufuskálum hafi
verið búið fyrr en til að mynda á Hólmi í Leiru,
vegna hitans, hafi hann verið meiri á joein i tíð.
I öllu eldiviðarleysinu fyrrum, einkum þegar
leið fram um landnám, var sírennandi heitt vatn,
sem von er, almesta nauðsyn á köldum vetrum,
ekki síst í verstöð þar sem kaldir og hraktir menn
tóku oft lendingu.
Aldrei hefur það verið kannað, svo ég viti,
hvoit og hve mikið af heitu vatni mætti flnna á
Gufuskálum. Ef til vill gæfi slík rannsókn ein-
hverja vísbendingu um hvemig ástand þar var í
vatnsmálum við upphaf landnáms.
Skúli Magnússon
■ea
FAXI 63