Faxi

Volume

Faxi - 01.10.1999, Page 16

Faxi - 01.10.1999, Page 16
Nemendahópur úr FS við gróðurrannsóknir. Ljósm. Þorvaldur Örn. (Global Learning and Observations to Benefit the Enviroment) - rann'sóknir nemenda seni in/tast vísindamönnttin u'in allan heim Undir stjórn Þor- valdar Arnar Árnasonar líf- fræðikennara við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja hafa fjölmargir nemend- ur FS tekið þátt í hinu al- þjóðlega Globe verkefni. Með hliðsjón af hinni nýju námsskrá sem nú hefur tekið gildi þar sem meiri áhersla en áður er lögð á raungreinar, tölvu- og upplýsingatækni getur það verið fróðlegt fyrir lesendur Faxa að kynnast þessu verkefni. Hin upprunalega hugmynd að Glo- be verkefninu komst fyrst á spjöld sögunnar í bókinni „Earth in the Balance'1 sem Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, sendi frá sér árið 1992. Hann setti fram þá skoðun að ef börn ættu sem fullorðið fólk að taka viðeigandi ákvarðanir um varðveislu og viðhald náltúrunnar, bæði hvað varðaði þau sjáll' persónulega og í störfum sínum, þá þyrftu þau að öðlast skilning og virðingu fyrir umhverfinu meðan þau væru enn á unga aldri! Og ef slík viðhorf kæmust á um allan heim myndu sameiginleg áhrif verða stórkostleg. Töluvert er til af eldri vöktunar- verkefnum þar sem nemendur afla nothæfra gagna, t.d. fjöruskoðun Evr- ópuþjóða (Coastwatch) þar sent skólar og áhugafólk gengu fjörur og skráðu ástand og mengun. Þetta hefur staðið yfir allt frá árinu 1989. ísland var með í þessu verkefni á árunum 1989 -1995 og síðan aftur 1997. Norðmenn hafa byggt upp mörg slík umhverfisvökt- unarverkefni, bæði um fjörur og vatnasvið og Svíar eru með verkefni um skóga, vöxt þeirra og viðgang. En Globe er bæði víðtækara og tækni- legra en fyrri verkefni og mun meira fjármagni cr veitt í það, aðallega frá Bandaríkjunum. Globe verkefnið er einstakt að því leyti að strax á fyrstu stigum verkefn- isins var þeirri spumingu varpað fram hvort mælingar ungra nemenda hvar sem væri á jörðinni gætu nýst vísinda- heiminum. Sumarið 1994 komu meira Th§ GLOBE Progyam

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.