Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1999, Blaðsíða 21

Faxi - 01.10.1999, Blaðsíða 21
yfir veturinn er aðrir hefðu lítið eða ekkert að gera en þá hefðu þeir ágætis laun og á sumrin gætu þeir leitað sér atvinnu eins og aðrir ef þeir nenntu því. Sigurbjörn Magnússon var á sama máli og Aðalsteinn, sagði að kennarastaðan væri ágæt staða fyrir þá sem það félli vel. Krist- inn Magnússon hélt aftur á móti að skó- smiður sem væri ötull og góður og væri í fjölmennu þorpi gæti haft góða þjónustu. Agúst Pálmason var á sama máli, áleit að skósmíði væri heiðarlegusta staðan af þessu þrennu því að handiðn, að hverju sem hún lyti, væri alltaf heiðarleg staða. Sagði hann líka að það væri dæmi til að skósmiður hefði orðið bankastjóri og þaðan af ráðherra. Aðalsteinn Magnússon hélt fast við sitt kennaramál. Kaupmaður vildi hann fyrir sitt leyti ekki vera vegna þess að hann áleit að það væri þeim meðfylgjandi að snuða náungann. Því síður vildi hann vera skósmiður því þeir sætu á hnjánum með hausinn ofaní klofi, þeim vildi hann ekki líkjast. Margt var um mál þetta rætt, kom síðan tillaga um að hætta umræðum og var hún samþykkt. Ræðuefni framsögumanns Sigurbjöms Magnússonar var: „ Hvort er betra að búa í sveit eða á sjávarströnd?" Hélt framsögu- maður mjög fram sveitabúskapnum, sagði að það myndi arðsamara að búa í sveit en við sjó. Aðalsteinn Magnússon var á sama máli og sagði að sjávarbóndi hefði ekki annað en en sjóinn og þegar hann brygðist þá hefðu þeir ekkert í aðra hönd þar sem þeir gætu ekki haft eins margar skepnur og sveitabóndinn. Margir tóku til máls um þetta efni og urðu langar umræður um það. Ágúst Pálmason tók meðaljörð í sveit og meðaljörð við sjó til samanburðar og varð niðurstaðan sú að betra nryndi að búa á sveitajörðinni. Síðan var samþykkt tillaga um að hætta umræðum um mál þetta. Þá voru kosnir framsögumenn til næsta fundar þeir Gunnar Guðmundsson og Aðalsteinn Magnússon. Var síðan fundi slitið. 5.FUNDUR Hann var haldinn 27. nóvember 1913 og voru allir félagsmenn utan Þorbergs mættir. Fundargjörð síðasta fudnar var lesin upp og samþykkt. Ræðuefni framsögumanns Gunnars Guðmundssonar var: „Hvemig er best að efla framfarir og menning lands- ins?“ Flestir tóku til máls unr mál þetta en er fleiri ekki vildu það ræða sagði fundar- stjóri því máli lokið og bað því næsta fram- sögumann, sem var Aðalsteinn Magnús- son, að byrja á sínu máli sem var eitthvað á þessa leið: „Hvemig eigum við að gera ná- ungann að vini vorum?“ Urðu um það mál langar umræður en að lokurn kom fram til- laga um að hætt yrði umræðum um malið og var það samþykkt. Framsögunraður til FAXI OkliíliiT I!)!)!) næsta fundar var kosinn Kristinn Magnús- son og var síðan fundi slitið. 6. FUNDUR Hann var haldinn 30. nóvember 1913 og voru allir félagsmenn mættir nema Þor- bergur Magnússon. Fundargjörð frá síðasta fundi var lesin upp og samþykkt. Ræðuefni framsögumanns Kristins Magnússonar var: „Hvaða húsdýr eru þarflegust á íslandi?" Kristinn sagði að húsdýr væru kindur, kýr, hestar, geitur, svín, hænsni, andir, hundar og kettir. Allir tóku til máls um þetta efni og urðu um það langar umræður og skiptar skoðanir. Var sauðfé álitið gera mest gagn. Var síðan boritt upp tillaga um að fresta þessu máli til næsta fundar en hún var felld með þremur atkvæðum gegn einu. Sagði fundarstjóri því máli lokið. Framsögumað- ur til næsta fundar var kosinn Sigurbjöm Magnússon. Var fundi síðan slitið. 7. FUNDUR Hann var settur og haldinn 7. desember 1913 á venjulegum stað og stundu og voru allir félagsmenn mættir. Fundargerð frá síðasta fundi var lesin upp og samþykkt. Framsögumaður, Sigurbjörn Magnússon, hélt framsögu um: „Hvaða atvinna er holl- ust fyrir líkamann á íslandi?" Margir ræddu um það mál og álitu sveitavinnuna langhollustu vinnuna sem menn stunduðu. Þar næst kom framsögumaður með tvær spumingar, þá fyrri: „ Til hvers er líftð?" til Ágústs Pálmasonar og svaraði hann henni og urðu heldur stuttar umræður. Hin síðari: „Hvað hafa mennirnir fram yfir dýrin? „ var til Gunnars Guðmundssonar. Svaraði Gunnar henni stuttlega og fleiri tóku til máls um það efni. Tillaga kom fram um að hætta umræðum um mál þetta og var það samþykkt. Að lokum kom Ágúst Pálmason með spumingu: „Af hverju er sannleikur- inn ávallt sagna bestur?“ Urðu urn það langar umræður og skiptar skoðanir. Var því næst kosinn framsögumaður til næsta fundar og var það Gunnar Guðmundsson. Varþáogfundi slitið. 8.FUNDUR Þessi fundur er ekki dagsettur en sagður haldinn á sama stað og tíma. Hefðu allir fé- lagsmenn mætt utan Þorbergs. Fundargerð lesin og samþykkt. Gunnar Guðmundsson flutti framsögu er bann nefndi: „Hvort er betra að efla kvikfjárrækt og rækta landið og hvemig á að fara að því eða stunda fisk- veiðar?“ Álitu allir fundarmenn að það myndir betra fyrir framtíðina að stunda kvikfjárrækt og rækta landið en varðandi ræktun landsins álitu þeir að landssjóður þyrfti að grípa í taumana og hjálpa til þess. Þessu næst kom Ágúst Pálmason með eftir- farandi spurningu: „Hvemig vilja fundar- rnenn að íslenski fáninn sé á litinn?“ Um þetta mál urðu langar umræður og skiptar skoðanir. Varð sá endir á að fallegast þótti að hafa bláan gmnn með hvíturn krossi og rauðum utan með. Þorbergur Magnússon var kosinn næsti framsögumaður og var síðan t'undi slitið. 9. FUNDUR Ódagsettur. Hann var settur og haldinn á venjuleg- um stað og tírna og voru allir félagsmenn mættir. Fundargjörð var lesin upp og sam- þykkt. Framsögumaður var Þorbergur Magnússon og snérist mál hans um það hvort betra væri að vera trésmiður, söðla- snriður eða klæðskeri. Taldi hann klæð- skera hafa mest upp úr sér. Um þetta mál voru stuttar umræður. Því næst kom Krist- inn Magnússon með svohljóðandi spurn- ingu: „Hvað prýðir mest ungar stúlkur?" Um þetta urðu stuttar umræður og svaraði Ágúst Pálmason. Því næst kom Guntiar Guðmundssin með spuminguna: „Hvemig eiga eiginmenn að vera?" Reglusamur og siðprúður var því svarað samstundis. Því næst koin Ágúst Pálmason með spumingu um hvemig megi losna við útgjöld hrepps- ins og hversvegna þau útgjöld væru svo há og urðu um þau mál langar umræður. Að lokum kom tillaga frá einum fundarmanna svohljóðandi: „Vilja fundannenn stuðla að því að sundur verði skilinn hreppurinn og var hún samþykkl í einu hljóði. Síðast af öllu kom Sigurbjörn Magnússon með svohljóðandi spumingu: „Hvaða gang hef- ur ísland og Islendingar af að hér á landinu séu ræktaðir skógar?" Ræddu fundarmenn rnikið um það en síðan var kosinn fram- sögumaður til næsta fundar og var það Ágúst Pálmason. 10. FUNDUR Ódagsettur. Hann var settur og haldinn á venjuleg- um stað og tíma og voru allir félagsmenn mættir nema Kristinn sem var forfallaður. Framsögumaður var Ágúst Pálmasön og var rnál lians: „Hvaða tóður er okkur best að hafa til fóðurbætis handa fénaði vor- um?" Um það mál ræddu fundarmenn mik- ið og áleit framsögumaður og flestir l'und- armanna að best væri lýsi saman við hey og síld handa kúm og hestum. Síðan var kositin framsögumaður til næsta fundar og varþað Aðalsteinn Magnússon. Með þessari fundargerð var allt pláss í fundargerðabókinni uppurið og ekki er á þessari stundu vitað um frekara starf eða afdrif Málfundafélagsins í Njarðvík. Hvað sem því líður er afar fróðlegt að fá þannig innsýn í þau mál sem efst hafa verið á baugi svo snemma á þessari öld. HH 'Z. draumahú Húslán íslandsbanka er lykillinn að framtiðarhúsinu Viltu stækka við þig? Ertu að kaupa þlna fyrstu íbúð? Ertu að byggja og vantar aukið fjármagn? íslandsbanki býður húsbyggjendum og íbúðakaupendum sveigjanleg lán á hagstæðum kjörum til allt að 25 ára. Komdu og kynntu þér Húslán hjá þjónustufulltrúa í næsta Islandsbanka eða á www.isbank.is. HUSIÁN fslandsbanka FAXI 69

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.