Faxi - 01.10.1999, Side 23
FAXI llklólirr I!)!)!)
Axel Pálsson skipstjóri
versnandi veður gekk okkur sæmilega
að draga línuna alll fram undir hádegi
en þá var komið eitt af þessum verstu
suðaustan veðrum (landsynningur)
með tilheyrandi stanslausri ágjöf. Svo
er það þama mitt í ákafanum við að ná
inn línunni að fomiaðurinn kallar til
okkar og biður okkur að fara að dekk-
dælunni og dæla, því það væri mikill
sjór kominn í bátinn. Við Guðjón
(Gotti) fórum tveir að dælunni, því
hún var svo þung að tvo þurfti til
verksins. Lekinn var svo mikill að
ekki mátti lát á verða við dælinguna
svo lítið var dregið af þein i línu sem
ódregin var þegar lekinn uppgötvaðist.
Þegar farið var að keyra í land var
veðrið beint á móti og ekki liægt að
fara nema rólega, tveir menn á dekki
við dæluna og látlaus ágjöf og urðum
við fljótlega blautir inn að skinni þó
við værum að sjálfsögðu þrælgallaðir.
Við þessar aðstæður var hjakkað í 4 til
5 klukkutíma eða þar til við komumst
í var undir Stapann og þegar ágjöftnni
linnti minnkaði lekinn. Á þessum tíma
var hafnargarðurinn í Keflavík mjög
stuttur og höfnin |)ví algjörlega ófær
enda fárviðri. Eins og að líkum lætur
er eitt og annað sem verður undan að
láta þegar brælir, þó ekki fylgi einnig
stanslaus dæling eins og þarna varð
raunin á. Eitt með öðru sem úr lagi
gekk þama á þessu landstími var það
að kabyssurörið sópaðist í btirl.
Vegna þess var nú ekki svo vel að
takast mætti að liita kaffisopa þegar
um hægðist og í var var komið undir
Stapanum. Um kvöldið gekk hann í j
suðvestan átt og urðum við fegnir að
komast heirn og fá mat og þurr föt.
Daginn eftir var báturinn tekinn upp í J
slipp. Kom þá í Ijós að dekk bátsins
var hriplekt. Það þurfti að kalfatta (slá
í með tjöruhampi ) allan bátinn ofan
dekks.
ÞEGAR M/B BRYNJARI
HLEKKTIST Á
Annar mjög eftirminnilegur atburð-
ur á þessari vertíð er mér einnig í
fersku minni. Við vorum á landleið í
slæmu veðri og er við nálgumst Sand-
gerði sjáunr við út af sundinu marga
báta í hnapp og grynnra af þeim, alveg
upp undir landi, bát sem orðið hafði
fyrir áfalli og var augljóst að ekki
mátti dragast lengi að koma taug í bát-
inn til að hann næðist, því hann bar
óðfluga að landi. Þetta var m/b Brynj-
ar EA 617 og ekki leyndi sér að brot-
sjór hafði leikið bátinn illa ofan þilja.
Eins Ijóst var það, að hik var á skip-
stjórunum að fara að bátnum til að
freista þess að koma taug í hann enda
belgir, bólfæri og línudræsur út af
bátnum og að því er virtist allt um
kring. En þrátt fyrir þessar erfiðu
kringumstæður, auk þess að enginn
maður sást á þilfari bátsins, voru engar
vomur á okkar trausta formanni, Axel
Pálssyni. Af gætni og festu sigldi hann
að bátnum um leið og hann spurði
okkur skipverjana livort einhverjir
okkar treystu sér til að reyna að
stökkva með spotta yfir í bátinn ef
tækist að renna upp að honum. Við
bárum allir fyllsta traust til fonnanns
okkar og vorum við tveir hásetar hans,
Guðjón eða Gotti eins og liann var
ávallt nefndur og ég samstundis búnir
að segjast reiðubúnir að freista jrcss að
stökkva. Af miklu öryggi tókst Axel
ætlunarverk sitt og það voru snör
handtök við að ganga þannig frá drátt-
artauginni að fært mætti verða að
forða bátnum frá því að kenna grunns
í fjörunni. Áfallalaust drógum við síð-
an bátinn heim til Kellavíkur, þrátt
fyrir slæmt sjólag, en nokkuð var þó
tekið að lægja og vorum við Gotti um
borð í rn/b Brynjari alla leið til Kefla-
víkur. Enginn sjór hafði komist niður
í bátinn. Þegar í höfn var komið kom
Herbert um borð til okkar og kom vél-
inni strax í gang. Við vorum svo beðn-
ir um að leggja bátnum við múmingu
sem ekki var í notkun á Keflavíkinni.
Fljótlega voru svo skemmdirnar á
bátnum lagfærðar án jress að þörl' væti
á að taka liann í slipp.
Atburði |ressum er þannig lýst í
þriðja bindi bókaflokksins Þrautgóðir
á raunastund.
„ÞRÍR MENN DRUKKNA
AFM/B BRYNJARI:
22. marz varð vélbáturinn Brynjar,
E.A. 617, frá Ólafsftrði, fyrir áföllum
skammt frá Sandgerði. Tók þrjá skip-
M/b Jón Dan GK 341
verja útbyrðis og drukknuðu þeir, en
tveir björguðust naumlega um borð í
vélbátinn Þráin, N.K 70.
Slysið varð laust fyrir Klukkan
fjögur um daginn en Brynjar var þá að
koma úr róðri í stormi og stórsjó. Er
báturinn var að leggja í innsiglinguna í
Sandgerðishöfn, fékk hann á sig tvö
ólög. Kom það fyrra aftan á bátinn, en
hið seinna á ská stjórnborðsmegin.
Brotnaði stýrishús og afturmastur
bátsins og fleiri skemmdir urðu á hon-
um ofanþilja.
Skipstjóri Brynjars, Jón Þ. Bjöms-
son, var í stýrishúsinu, er báturinn
fékk á sig ólögin og tveir hásetanna,
jreir Gunnlaugur Friðriksson og Mika-
el Guðmundsson, voru ofanþilja.
Hreif sjórinn mennina með sér og
drukknuðu |x'ir.
Tveir skipverjanna, Sigurjón Jónas-
son, vélstjóri, og Óskar Karlsson, há-
seti, voru undir þiljum og komust jreir
upp í þeim svifurn er báturinn fékk
seinna ólagið á sig. Var þá vél hans
enn í gangi, en línan hafði lent í skrúf-
unni. Tókst jreim að snúa bátnum upp
í vindinn og sigla til hafs, Var véllin í
gangi í 20 mínútur, en cftir að hún
stöðvaðist, tók bátinn að reka stjóm-
laust til lands.
Skömmu áður en vélin stöðvaðist,
bar að vélbátinn Þráin frá Neskaup-
stað. Sáu skipverjar á honum, að eitt-
hvað mundi vera að hjá Brynjari og
komu til aðstoðar. Tóksl þeim að
kasta línu um borð í bátinn og bundu
jreir Óskar og Sigurjón strenginn um
sig og köstuðu sér í sjóinn. Voru |reir
dregnir um borð í Þráin.
Brynjar náðist svo skömmu áður en
hann rak í land. Vélbátnum Jóni Dan
tókst að koma tveimur mönnum um
borð í hann og var streng komið milli
bátanna og Brynjar dreginn til hafnar.
Skipstjóri á Þráni var Óskar Sigur-
ftnnsson og skipstjóri á Jóni Dan var
Axel Pétursson.”
Sá Ijóður er þama á annars greinar-
góðri frásögn að Axel Pálsson er sagð-
ur Pétursson. Um leið og það er hér
nreð leiðrétt er í frásögn minni leitast
við að varpa skýrara ljósi á hlut Axels
við björgun m/b Brynjars, sem var 17
tonn að stærð.
Benedikt B. Guðmundsson
Byggðasafn Suðurnesja
aö Vatnsnesi í Keflavík cr opið alla
sunnudaga kl. 15:00 - 17:00. Auk
jx'ss geta gestir fengið aðra tíma
eftir samkomulagi við safnvörð.
Upplýsingasímar
eru 4213155 og 4215769
FAXI 71