Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.2008, Side 3

Faxi - 01.05.2008, Side 3
ú * 1 > .. 4. M í\ 1 f\u ' . WKKr ml'jl ■■nMBHSBsnnmyuuujCii e TM byggja á bjargi úr höggnu grjóti en það þótti °f kostnaðarsamt. Asbjörn og Ingveldur voru stórefnað athafnafólk. Þau buðust til að Ijár- Wagna kirkjubygginguna ef þeirra óskaleið yrði farin. Á það var að sjálfsögðu fallist. Kirkjan er alíslensk smíð en heiðurinn af því a Magnús Magnússon frá Miðhúsum í Garði sem bæði teiknaði þetta fallega guðshús, hjó til steininn og stjórnaði verkinu. Hitaveitulögn í kirkjuna Þess má geta hér, að nýlokið er lögn á hitaveitu 1 kirkjuna með laglegum látlausum ofnum, emnig köldu vatni ásamt handlaug með heitu °g köldu vatni. Undir vaskinum eru einnig kranar fyrir vatnið til að auðvelda þrif á kirkj- unni. Gamli Njarðvíkurbærinn sem var ætt- aróðal Ásbjarnar, en er nú safnhús og stend- ur alveg í námunda við kirkjuna, fær nú um þessar mundir myndarlega viðgerð og end- urnýjun innanhúss að tilstuðlan bæjarstjórans 1 Reykjanesbæ, Árna Sigfússonar, sem tekið Einar G. Olafsson stcndur hér iNjardvíkurkirkju við innrammað skjal frá 1886 þar sem hefur þessu öllu á mjög jákvæðan hátt. prófasturinn i Görðum leggur til við hiskup Islands að Asbjórn Olafsson verði heiðraður Eftir að framkvæmdum er lokið er mein- opinherlega. Einari rennur hlóðið til skyldunnar - Asbjörn var langafi hans. Bréf til biskupsins yfir Islandi Eftirfarandi bréf skrifaði Þórarinn Böðvarsson prófastur í Görðum til biskupsins yfir íslandi 10. september 1886. Þórarinn fékk þau eftirmæli að hann verði „ávallt talinn í flokki hinna þjóðmerkustu íslendinga síðari helming nítjándu aldar, afskiptamikill á landsmálum, ósér- hlífinn iðjumaður og ríkur höfðingi í héraði.“ „Hjer með leyfi jeg mjer að senda Biskupnum yfir Islandi úrdrátt úr vísitasíu og úttektabók Kjalarnesþings prófastsdæmis um hina nýju steinkirkju, sem bóndinn Ásbjörn Olafsson í Innri-Njarðvík hefir byggt þar. Tók hann við kirkju þessari í laklegu standi og með léttum efnum og byggði hana fyrst úr timbri ár 1858, en tók það hús nú niður og byggði mjög trausta og álitlega steinkirkju. Leyfi jeg mjer að leggja það til, að hann fái opinbera við- urkenningu fyrir þetta mikla sómaverk, sem er sjaldgæfa á þessum tímum. Eg hef óskað þess að fá reikning yfir bygginguna en eigi meðtekið annan reikning en upp- teiknun þá, sem jeg legg hjer með. Hitt er mjer kunnugt að sjaldgæf hagsýni hefir verið við höfð við bygginguna. Virðingarjyllst, Þórarinn Bödvarsson. ingin að hafa bæði kirkjuna og safnhúsið opið yfir sumannánuðina samtímis, svo sömu að- ilar geti sýnt og sinnt þeim er vilja líta inn á hvorn staðinn sem er, eða báða. Ég vil nefna það hér að formaður sóknarnefndar Sigmundur Eyþórsson hefur verið mér stoð og styrkur við framkvæmdimar á kirkjunni og kann ég hon- um þakkir fyrir. Þakkir Ennfremur þakka ég þeim hjá Húsafriðunar- nefnd ríkisins sem að þessu komu, ráðlegging- ar þeirrra og frábært samstarf. Að endingu vil ég þakka framlög sem bárust frá eftirtöldum niðjurn hjónanna Ásbjamar og Ingveldar: Auði Stefánsdóttur, Ólafíu Ásbjamardóttur, Ólafi Ásbjamarsyni Hilmars, Eddu Alexandersdótt- ur, Erni Hólmjám, Steinunni Ólafsdóttur, Ólafi E. Ólafssyni, Birni R. Einarssyni, Gunnari Björnssyni og Ólafi Gunnarssyni, rithöfundi. FAXI 3

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.