Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.2008, Blaðsíða 10

Faxi - 01.05.2008, Blaðsíða 10
Líflegt á Miðbryggjunni í Keflavík, líklega sumarið 1932. Við bryggjuna lengst til vinstri er vélbáturinn Merkúr. Hinir bátarnir eru Goðafoss, Jón Guðmundsson og Stakkur. Þeir þrír eru ferðbúnir til að halda norður til sildveiða og hafa af því tilefni fána við hún. Baujuháta má sjá á legunni og við siðu Stakks. (í 3. thl. Faxa 2006 er þessi mynd á bls. 8. Þar er Goðafoss ranglega sagður vera Bjarni Ólafsson.) vísan til afgreiðslubannsins á Keflavíkurbát- ana lýsti Morgunblaðið ábyrgð á bátstapinu á hendur Alþýðusambandi Islands. Samskonar yfirlýsing um ábyrgð ASÍ á afdrifum Huldu hafði þá þegar komið fram í orðsendingu út- gerðarmanna í Keflavík til ASÍ eins og rakið verður hér á eftir. Keflavíkurdeilan Deilumar sem risu út afbátshvarfinu tengdust hatrömmum átökum verkafólks og atvinnurek- enda í Keflavík. Einum og hálfum sólarhring áður en Hulda fór frá Reykjavík réðst hópur keflvískra formanna og útgerðarmanna til inn- göngu að næturlagi á heimili Þorgerðar Ein- arsdóttur prjónakonu að Vallargötu 7. Hugð- ust mennimir sækja þangað Axel Bjömsson, formann Verkalýðsfélags Keflavíkur og flytja hann úr þorpinu. Milli 20-30 manns tóku þátt í aðförinni að verkalýðsforingjanum. Fyrr um kvöldið hafði einn þeirra, Ólafur Bjarnason formaður, farið til hreppstjórans í Keflavík, Sigurgeirs Guðmundssonar í Ak- urgerði i Innri-Njarðvík, og beðið hann aó koma til Keflavíkur í brýnum erindagerðum. Þeir komu á heimili Alberts Bjarnasonar for- manns undir miðnætti og hittu þar fyrir flesta skipsstjórnendur og útgerðarmenn í plássinu. Þeir tjáðu hreppstjóra að þegar skipa hafi átt út saltfiski fyrr um kvöldið í skipið Vestra hefðu verkamenn neitað að vinna og borið því við að Axel Bjömsson hefði sagt að verkbann væri á skipinu. Síðar kom í ljós að slíkt bann hafði ekki verið lagt á skipið en vegna símabilunar gátu útgerðarmenn ekki fengið það staðfest þá um kvöldið. Þeir vildu að Sigurgeir hrepp- stjóri yrði vitni að því þegar Axel væri kraf- inn sagna um hverjar heimildir hans væru fyrir verkbanninu og hvaða umboð hann hefði til að skipa verkamönnum að neita að vinna. Þeir kváðust jafnframt vilja koma honum strax burt úr þorpinu og ef hann færi ekki með góðu yrði hann fluttur nauðugur enda ætti hann ekki lög- heimili í Keflavík og hefði ekki atvinnuleyfi þar. Axel sagði síðar í kæru til sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu að hann væri lög- skráður til heimilis í Keflavík og ræki þar bif- reiðaverkstæði ásamt Þorbergi Sigurjónssyni, varaformanni verkalýðsfélagsins. Hreppstjórinn mótmælir Hreppstjóri mótmælti strax ráðagerðum útgerðarmanna og sagði viðstöddum að þetta mættu þeir ekki undir neinum kringumstæóum gera - hann myndi ekki liðsinna þeim við slíkt athæfi og þeir yrðu að bera alla ábyrgð á því sjálfir. Útgerðarmenn hétu þá á hann að koma með þeim til vitnis um að Axel yrði ekki fyrir meiðingum eða líkamlegu ofbeldi. Hreppstjóri varð við þeirri bón og fylgdi þeim á vettvang. Útgerðarmenn fóru síðan eftir miðnætti og leit- uðu Axels, fýrst í Klampenborg þar sem þá var hótel og síðar á heimili Þorgerðar á Vallargötu 7. Þar virðist Axel hafa leitað skjóls eftir að honum fyrr um kvöldið höfðu borist fregnir af hugsanlegri aðför útgerðarmannanna. Meðal þeirra voru flestir forystumenn útgerðarinnar í Keflavík, þar á meðal Sigurður Pétursson, Elías Þorsteinsson, Arinbjörn Þorvarðarson, Albert Bjarnason, Axel Pálsson, Sigurbjöm Eyjólfsson og Jón Gunnarsson Pálsson. Sautján ára unglingspiltur, Níels Breiðijörð Jónsson, var í herberginu með Axel. Hann seg- ir að Elías Þorsteinsson hafi komið fyrstur inn og vakið Axel. Skiptust þeir á orðum en síðan opnaði Elías hurðina og 6-7 manns komu inn í herbergið. Fjöldi manns beið á ganginum og neitaði að fara þrátt fyrir tilmæli og áminning- ar húsráðanda. Þeir skipuðu honum að klæða sig „með ógnunum um ofbeldi“ að því er Axel sagði síðar í ákæru sinni. Þeir fóru síðan með hann út í vélbátinn Bjama Ólafsson sem flutti hann til Reykjavíkur. Kom báturinn þangað kl. 7 um morguninn. Bannfæringin Forsaga þeirra atburða sem leiddu til næt- urheimsóknar keflvísku útgerðarmannanna og harðvítugra deilna um ábyrgðina á afdrifum Huldu var sú að nokkrir verkamenn og sjómenn í Keflavík stofnuðu Verkalýðsfélag Keflavíkur haustið 1931. Félagið gekk strax í Alþýðu- samband Islands og formaður þess var kjörinn Axel Björnsson. í janúar 1932 voru félagar orðnir rúmlega 60 manns, karlar og konur. Um það bil helmingur félagsmanna voru sjómenn, hinir landverkamenn og konur. Eftir áramót sendi félagið Útgerðarmannafélagi Keflavíkur bréf þess efnis að félagið vildi semja um kaup sjómanna á vertíðinni 1932. Heiftugar deilur risu í kjölfarið. Töldu útgerðarmenn verka- lýðsfélagið ekkert umboð hafa til að sernja um kaup og kjör sjómanna. Sjómenn hefðu að vísu gengið í verkalýðsfélagið en þeir væru þar í minnihluta og aðeins lítið brot þess mannafla sem stundaði sjó frá Keflavík, eða aðeins um 30 af 300 sjómönnum í plássinu. Verkalýðs- félagið væri því ekki réttur aðili til að semja um kaup sjómanna. Útgerðarmenn sögðu að ef sjómenn stofnuðu sitt eigið stéttarfélag myndu þeir senija við það um kaup og kjör og þeir væru einnig fúsir til að semja við verkalýðs- félagið um kaup landverkamanna. Alþýðusambandið brást við þessu með því að lýsa yfir afgreiðslubanni á Keflavíkurbáta hvarvetna á landinu og skyldi bannið standa þangað til útgeróarmenn hefðu að fullu sam- ið við verkalýðsfélagið. Útgerðarmönnum í Keflavík var tilkynnt þetta með símskeyti sama daginn og Axel Björnsson var fluttur til Reykjavíkur og daginn áður en Hulda hélt úr Reykjavíkurhöfn í hinstu för sína. Morg- unblaðið segir að ýmsum verslunum í Reykja- vík hafi verið tilkynnt þetta munnlega, þar á meðal kola- og saltverslunum. Skorar blaðið á ríkisvaldið að grípa í taumana og spyr hvort ekki sé tími til þess kominn fyrir réttsýna borg- ara að mynda samtök gegn „ofbeldismönnurn þessum“. 10 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.