Faxi - 01.05.2008, Qupperneq 16
Skátaútilega
á verzlunarmannahelgi 1943
- Brot úr óhirtri minningabók Helgu Kristinsdóttur
að var að koma verzlunarmanna-
helgi og skátafélagið Heiðabúar í
Keflavík að fara í útilegu - og nú
tók þátt í sinni fyrstu stórútilegu nýlega
stofnuð kvennasveit innan félagsins, 3.
sveit. Stefnan var tekin á Höskuldarvelli.
Bíll var fenginn til að koma hópnum inn í
Kúagerði, en ekki man ég, hvernig bíll var not-
aður að þessu sinni, hvort farið var á tveimur
bílum eða famar tvær ferðir. Oftast var þó farið
á vömbílum, og sátu þá allir í hnapp á pallinum
og breiddu yfir sig segl til að skýla sér fyrir
regni eða ryki, en þá vom vegir malarbomir og
holóttir og allt á kafi í ryki, ef þurrkur var.
Þegar komið var í Kúagerði, var eftir 2 'á-3
tíma ganga upp á Höskuldarvelli. Allir urðu að
bera farangur sinn, bakpoka, svefnpoka, tjöld,
nesti og stundum vatn, en það fór eftir veð-
urfari. Ekki var talið æskilegt að bera mikið
„gos“, því glerið var alltof þungt - þá vom ekki
komnar til sögunnar plastfiöskur. Oft höfðum
við með okkur suðusúkkulaði, sítrónu og rab-
arbara til að draga úr sárasta þorstanum.
I þetta skipti var þó hafður svolítið annar
háttur á. A laugardagsmorgninum fóm tveir
skátar úr 1. sveit upp á Höskuldarvellit með
hesta, klyljaða tjöldum, mat og matarílátum
fyrir þennan 42 manna hóp, sem ætlaði að
dvelja á „Völlunum“ yfir helgina, 15 skát-
Helga Kristinsdóttir. Myndin er tekin uin
iniójan fimmta áratuginn.
astúlkur, 19 skátadrengi og 8 gesti. Það voru
félagsforinginn, Helgi S. Jónsson, og deildar-
foringinn, Gunnar Þ. Þorsteinsson, sem stjóm-
uðu ferðinni.
Er gangan hófst meðfram hraunjaðrinum,
fór það eftir veðri og vindum, hvað við vorum
lengi á göngu, en að þessu sinni sýndu veð-
urguðirnir okkur sína beztu hlið. Öðru hverju
gengum við yfir hraunfláka og eftir kindagöt-
um. I hrauninu eru ákaflega fallegir, grónir
bollar og gjótur, en alltaf varð maður að gæta
sín að detta ekki og meiðast.
A þessari göngu var stefnt á smá skarð í
Trölladyngju. Gerði maður það, var komið
svo til beint á tjaldstað. Af og til var tekin smá
hvíld, því þetta gat verið þreytandi ganga., ekki
sízt þegar bera þurfti mikinn farangur, auk síns
hefðbundna búnaðar, svo sem fána, fánastöng,
vatn, ef þurrkar höfðu staðið lengi, eldhús-
tjald, prímus og potta, meðal annars til að elda
sameiginlegan hafragraut á morgnana og hita
kakó á kvöldin. Ekki mátti heldur gleyma elds-
neytinu, olíunni á prímusinn, en allt þetta urðu
„kokkarnir", sem skipaðir vom íyrir hverja
útilegu, að sjá um.
Þegar komið var á „Vellina“, var mikið
áhyggjuefni, hve langt væri nú í vatn, en lækur
rennur úr Djúpavatni mislangt eftir völlunum.
Fór það eftir veðurfari, hvort hann þornaði
upp, en þá þurfti að elta hann langt upp í fjall.
Núna reyndist þó allt í lagi, lækurinn rann nið-
ur vellina.
Þegar búið var að tjalda og afmarka tjald-
búðir, var liðið að kvöldmat. Þá tóku allir upp
nestið sitt og nutu þess að borða. Nestið var
oftast grautur, brauð með kæfu eða osti, harð-
fiskur, soðið kjöt og mjólk. Síðan var farið að
huga að varðeldinum, finna stað og eldsneyti.
Aðrir fóru að sækja vatn í kakó og graut, og
smávegis fyrir morgunþrifin. Nú var setzt við
varðeldinn, sungið, hlegið og sagðar sögur og
brandarar, en á eftir var drukkið kakó og borð-
að kex. Tíminn leið hratt og mál að hvíla sig,
því á morgun átti að fara í göngu.
16 FAXI