Faxi - 01.05.2008, Qupperneq 19
En hvað sem þessum vangaveltum líður er
þó ljóst að byggð í Vogum hefur í upphafi ekki
verið valinn staður af tilviljun og heldur ekki
í Njarðvík Innri. Fiskimiðin hin gjöfulu hafa
ráðið því hvar menn í upphafi völdu sér bústaði
á þessum slóðum strax við landnám.
Nýir útróðrastaðir
Tilhneigingin var líka að komast sem næst
fiskimiðunum og róa sem skemmst. Einmitt
það hefur í upphafi ráðið því að útræði hófst
vestan við Vogavík. Það er því möguleiki á því
að útræðið þama undir Stapanum hafi hafist
fljótlega eftir að byggð hófst í Vogunum. Rétt
er þó að benda á að útgerð og vermennska tóku
mikinn ijörkipp á tímabilinu nokkru fyrir og
um 1300 þegar ásókn óx í fisk til neyslu í Evr-
ópu. Fiskur varð þá brátt sú vara frá Islandi
sem mest var sóts eftir. A þessum tíma hafa þá
og í kjölfar þess orðið til nýir útróðrastaðir sem
sumir lifðu frá á 19. og 20. öld. Ekki er hægt
að útiloka það að þá hafi vermenn í fyrsta sinn
vætt kili á bátum sínum þarna í Kerlingarbúð-
um. Það er oft erfitt að kveða á um aldur og
upphaf hinna gömlu verstöðva þegar heimildir
um það skortir.
Tengjast Kerlingarbúðir
Grímshóli?
Eins og ég gat um áðan hef ég hvergi séð get-
ið um nafn Kerlingarbúða i gömlum heimild-
um en upphaf verstöðva þar getur hugsanlega
tengst hinum alþekkta Grímshól á Vogastapa
sem líklega er ævagamalt kennileiti. Búðirnar
eru þó ekki nefndar í þjóðsögum um hann sem
prentaðar eru hjá Jóni Arnasyni. En nærtækast
er að ætla að til forna hafi tengsl verið þarna
a milli. Enda sýnist mér frekar líklegt að nafn
hólsins sé dregið af sjó og sjósókn fremur en af
landi og að hóllinn hafi verið fiskimið til forna.
Líka er nærtækast að ætla að huldumaðurinn
sem frá segir í þjóðsögunum um hólinn hafi
einmitt haft útræði sitt í Kerlingarbúðum og
róið þaðan en í sögunum falaðist huldumaður
þessi einmitt eftir Árnesingi til útróðra hjá sér
eins og lesa má um í þjóðsögum Jóns Árnason-
ur. Ekki virðast þessar sagnir þó vera gamlar
eins og þær eru skráðar hjá Jóni því þjóðveg-
urinn yfir Stapann nærri Grímshól var ekki
lagður fyrr enn snemma á 19. öld eins og sjá
ruá af sóknarlýsingu sr. Péturs á Kálfatjörn frá
1840.
Dauður maður á Stapa
Aður lá vegurinn frá fornu fari sunnan Stapans
°g var þar villugjarnt. Menn fóru því varla af
þeim vegi alla leið upp að Grímshól nema þeir
ættu þangað sérstakt erindi, Leiðin hefur bæði
verið brött og löng. Flinsvegar var skammt af
nýrri veginum yfir Stapann og upp að hólnum
eins og sjá má enn í dag.
Arið 1696 þegar sérlega mikil harðindi voru
°g fólk flakkaði um í leit að einhverju mat-
arkyns fannst dauður maður undir Stapanum
nalægt Vogum. Vissi enginn deili á þeim manni
en lík hans fannst, að því er virðist, nálægt
hólnum eða Kerlingarbúðum. Sennilega ætlaði
maður þessi að leita eftir æti þarna og orðið
úti fremur en að hann hafi verið sjórekinn (sjá
Setbergsannál).
Gömul sagnaminni
Ekki er ólíklegt að í þjóðsögunum um Grímshól
sem ég gat um áðan leynist gömul sagnaminni
eða leifar af útróðrum í Kerlingarbúðum þótt
þær séu ekki nefndar í sögnum þessum. Þær
sýna líka átrúnað á hólinn sjálfan sem bústað
huldufólks. Hve fom sá átrúnaður er verður nú
ekki vitað en álfatrú magnaðist mjög á tíma-
bilinu 1560-1600. Trú á bústað huldufólksins
í Grímshóli má e.t.v. rekja aftur til þess tíma
og tengja ferðum vermanna. Ekki er fráleitt að
ætla að þessi trú hafi tengst verstöðunni und-
ir Stapanum. Frá Hólmanum undir Stapa var
gert út fram á fyrri hluta 20. aldar. Þar hóf ekki
minni útgerðarmaður en Haraldur Böðvarsson
útgerð sína um 1906, að mig minnir, með ára-
skip sitt, Helgu Maríu. Þaðan flutti Haraldur
útgerðina til Sandgerðis nálægt 1914 eins og
lesa má um í ævisögu hans “í fararbroddi”.
Eg hef ekki komið út að Kerlingarbúðum
síðan sumarið 1974 en í góðu veðri væri fróð-
leiksins vert að l'ara þangað með fullri gát varð-
andi sjávarföll. En hvort eitthvað er nú eftir að
þessutn forna útróðrastað veit ég ekki.
Leiðrétting
í 1. tbl. Faxa 2008 segir í lok greinar minnar
um fyrsta steinhúsið í Keflavík og upphaf Ed-
inborgarbryggju að greinarhöfundur hafi haft
bækistöð við Edinborgarbryggju 1929-1939
að vori og sumri vegna róðra út með Bergi
og inn undir Stapa. Þarna á að standa að afi
greinarhöfundar, Karl Guðmundsson, hafi haft
bækistöð við Edinborgarbryggju 1928-1930
og róið þaðan á árabáti sem Olafur Ofeigsson í
Edinborg lánaði Karli líklega til þeirra róðra til
að ná sér í soðið eins og þá var algengt. Þá var
Edinborgarbryggjan enn heil en á uppdrætti
Jón J. Víðis landmælingamanns af Keflavík
sem geymdur er í Byggðasafni bæjarins og var
teiknaður 1931 sést að rofið hefur verið skarð
í Edinborgarbryggju og þá hafi steinhlaðinn
bryggjuhausinn staðið einn eftir í fjörunni
undir Nýja bakaríinu og notkun bryggjunnar
þá nýlega verið hætt.
Eins og fram kemur í greininn byggði Ar-
inbjörn Olafsson tvö pakkhús á útmældri lóð
sinni, nú að húsabaki hjá Hótel Keili við Hafn-
argötu. Annað þessara pakkhúsa sem var hlað-
ið úr steini lét Arnbjöm líklega rífa einhvern-
tíma á síðasta áratug 19. aldar en pakkhús hans
úr timbri stóð áfram, allt fram undir 1990.
Skúli Magnússon
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur
Skrifstofa félagsins er að Hafnargötu 80.
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15.
Sími 421 5777
Þjónustuverkstæði
ageyms a |us
ageyms a ;us
ageyms a lus
ageyms a
aqeyms a Bus
Qöageyms a
Qðat eyms a
ooat eyms a
ooageyms a
oðageymsla
BÍLÁKfflNGUVN
BG Bílakringlan ehf • Grófinni 8 • Keflavík • Sími 421-4242 • bg@simnet.is
FAXI 19