Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 5

Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 5
STRAUMÁfi 99 — Fossar honum blóð um brjóst og vanga, birta’ af honum ljómar vegu langa, aðalsmark, sem andaus göfgi ber. Hetja guðs er hafin yfir dauða. Hjartablóðið: fangamarkið rauða stendur skýrt, þótt steypist fold í ver. Eitt er hrós, sem engir timar feyja: æðstu köllun lifa, starfa, deyja. 4 Björgin háu græðisöldur gnaga, gnatar jörð, en voldug ríkir saga. Vestmannaeyjar vitna um blóð og morð. Stöðugt gegnum öldugnýinn ómar alvaldsharpan, náð og refsidómar. Seint munu gleymast klerksins andlátsorð. Hamrabergmál hljómar yfir sanda: „Herra Jesú! meðtak þú minn andau. Jón Magnússon. Um síra Jón Þorsteinsson. Hið snjalla kvæði, sem birt er hér að framan, er 300 ára dánarminning sira Jóns Þorsteinssonar, síðast prests í Vestmannaeyjum, sem Tyrkir vógu þar í júlímánuði 1027. Samkvæmt tilmælum eins af útgeföndum Strauma verður hér í örstuttu máli getið nokkurra helztu ævi- atriða síra Jóns til nánari skýringar þeim, sem eigi eru allsendis fróðir um hann. Síra Jón Þorsteinsson mun fæddur nálægt 1570. Hann var af góðu bergi brotinn. Faðir hans var Þorsteinn Sig- hvatsson, gildur bóndi, er bjó að Höfn i Melasveit. Var hann um langt skeið lögréttumaður í Þverárþingi. En móðir síra Jóns hét Ásta, dóttir síra Eiríks í Reykholti, Jónssonar hins ríka á Hvanneyri. Eigi er mönnum kunnugt um uppvöxt síra Jóns. En

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.