Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 18

Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 18
112 STRAUMAR vera Jósepsson. Hinu dettur mjer ekki i hug að andmæla að í hand- ritum N. t. sje ýmsar mótsagnir, sem vitanlega stafa af samsteypu misjafnra heimilda, misskilningi og ónákvæmni höfundanna eða inn- skotum siðari afritara. En fyrst S. A. Gislason þykist vera bærilega að sjer i visindalegri textafræði, þá væri nógu fróðlegt að fá að heyra hvernig hann hefir fengið heimildir fyrir þeirri fullyrðing sinni í Bjarma, að heimild Matteusar sje runnin frá Jósep en Lúk- asar frá þeim Elísabetu og Mariu. Sennilega hefir þá Sigurbjörn, einn núlifandi manna, haft tal af þeim Jósep og Mariu. B. K. Evolntion and Creation heitir bók eftir enska náttúrufræðing- inn Oliver Lodge og kom hún út i janúar 1926. Fjallar bókin um þróunar og sköpunarkenningar. Þessi bók mun bráðlega koma út á islenzku i þýðingu Knúts Arngrimssonar stud. theol. Nefnir liann bókina „Þróun og sköpun“. Bókin er stutt, um 100 síður og er áskriftarverð einar 3 krónur. Dómkirkjnn í Þrándheimi. Norðmenn i Bandarikjunum ráð- gera að hefja á næstunni mikla fjársöfnun til að ijúka viö að byggja dómkirkjuna i Þrándheimi. Er markmið þeirra að fá inn jafnmarga dollara og Norðmenn eru þar í landi. Dómkirkjan i Þrándheimi var fyrst bygð á 12 öld, en hefir oft eyðiiagst af eldi og nú síðast fyri- rúmri öld. Hefir hún verið endurreist að nokkru leyti, en fje vantr að til að ljúka verkinu. Trnarbrngðakensla er nú lögboðin i öllum skólum á Italiu en þó þurfa nemendur i æðri skólum ekki að hlýða kenslu, nema þeir vilji. Danz hefir stjórnin i Bayern bannað á jólaföstu, á jóladag, sjö- viknaföstu og páskum, bæði opinberar danzskemtanir og danz innan félaga. Þó má danza i ferðamannabæjum, þar sem margt er um út- lendinga. Ráðsstjórnin í Ukraine (i Rússl.) hefir bannað hnefaleika i Ukraine, þareð þeir geri mikinn skaða með þvi að vekja i mönnum ruddalegar og dýrslegar hvatir. Guðfræðisprófi hafa lokið: Eirikur Brynjólfsson með I. eink, 1201/3 st., Sig. Z. Gislason með II. eink betri, 792/3 st., Ól. Ólafsson með II. eink. betri, 752/3 st. Stranmar koma út mánaðarlega. Kostar árg. 5 kr., i Ameríku 11/2 dollar. Gjalddagi 1. okt. Brjef til Stranma sendist til cand. theol. Einars Magnússonar Reykjavik. Prentsmiöjan Acta.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.