Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 8
102
STRAUMAR
kominn af mestu höfðingjum landsins. Paðir hans var
prestur og sómamaður mesti og af móður hans fór einnig
ágætis orð, en mikil fyrir sér sýnast þau ekki hafa verið
né verið talin í höfðingja röð.
Guðbrandur biskup Þbrldksson.
Gruðbrandur var settur til náms í Hólaskóla og út-
Bkrifaður þaðan 1559. Síðan var hann við nám í Kaup-
mannahafnar háskóla til 1564. Þar naut, hann einkum
kenslu, og jafnvel einka vináttu og leiðsagnar Nielsar
Hemming8ens, en ágætari lærdómsmann og fræðara munu
Danir varla hafa átt á síöari öldum en hann, þótt flæmd-
ur væri síðar frá „kjóli og kalliu fyrir það, að hann þótti
sveigjast eitthvað að kalvínskri skoðun á sakramentunum.