Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 15

Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 15
STRAUMAR 109 hafði að tillögum þessum, að taka tillit til framkominna athugasemda við framhald starfs síns að endurskoðunar- verkinu. Kl. 8»/s síðd. flutti séra Sveinbjörn Högnason á Breiða- bólsstað erindi í Dómkirkjunni um „gildi trúarinnaru. Miðvikudag 29. júní kl. 9 árd. var aftur settur fund- ur með venjulegum hætti. Fyrst flutti biskup kirkjusögulegan fyrirlestur um ferð Harboes til Islands. Síðan var haldið áfram umræðunum um handbókar- tillögurnar og þar rætt um helgisiðaformin við skírn, ferm- ingu, altarisgöngu og hjónavígslu. Urðu hinar fjörugustu umræður um tillögurnar og kómu þar fram ýmsar at- hugasemdir, sem ræðumönnum þótti ástæður til að gera, og flestar til bóta, enda lofaði nefndin að taka þær til greina á sínum tíma. Stóðu umræður þessar fram yfir hádegi og var haldið áfram frá kl. 3 til 6 síðdegis. Að loknum umræðum var samþykt að bæta þrem mönnmn við í handbókarnefndina og hlutu kosningu þeir Haraldur Níelsson próf.. Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur og Magnús Jón8son dócent. Þá var endurkosin nefndin sem hafði haft með hönd- um barnaheimili8málið og kosin nefnd til að vinna að bættri lagaskipun viðvíkjandi uppeldi vanræktra barna og eftirliti með þeim (séra Árni Sigurðsson, dócent Magnús Jónsson og sr. Friðrik Hallgrímsson). Þá flutti dómkirkjuprestur Bjarni Jónsson tillögu frá safnaðarfundi dómkirkjusafnaðarins út af árásum á krist- indóminn í bókum, blöðum og tímaritum, sem fram hefðu komið á 8íðustu tímum, en safnaðarfundurinn hefði lýst hrygð sinni yflr og skorað á prestastefnuna að taka af- stöðu til þeirra. Eftir nokkrar umr. bar Árni próf. Björnsson f. h. flytjenda safnaðarfundartillögunnar fram svohljóðandi tillögu: „Ut af erindi dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík finn- ur prestastefnan ástæðu til að brýna fyrir prestum og söfnuðum landsins að hvika í engu frá trúnni á Jesúm

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.