Straumar - 01.05.1929, Qupperneq 3

Straumar - 01.05.1929, Qupperneq 3
STRAUMAR MÁNAÐARRIT UM KRISTINDÓM OG TRÚMÁL 3. árt> Reykjavik, i mai 19i!9 5. tbl. Trú kanversku konunnar. (Kafli úr prjedikun eftir síra Knút Arngrímsson). Það er ekki ótítt á vorum dögum, að heyra kristna menn vera að tala um, að þessi eða hinn sé trúaður mað- ur, en annar vantrúaður. Því skal ekki neitað, að þetta er að því leyti satt, að trúin er mismunandi mikil hjá mönn- unum. En ef vér veitum því athygli, hvað það er, sem menn þykjast geta þekt þetta á, — þekt sundur trúaða menn og vantrúaða, komumst vér all-oft að þeirri sorg- legu niðurstöðu, að skiftimarkið, sem við er miðað er yfir- borðslegt og vægast sag't ófullnægjandi. Oss er altaf næsta mikil hætta búin af því að dæma alt og alla eftir ytra borði. Virðum fyrir oss menn, sem láta sér umhugað um að afla sér fræðslu urn trúarbrögðin. Þeir kynna sér vand- lega kenningar og trúarsetningar. Þeir geta verið kost- gæfnir við lestur ritningarinnar og kunnað mörg fögur orð og ummæli Jesú, og guðshugmyndir slíkra manna geta verið háleitar og þroskaðar. En virðum síðan í öðru lagi fyrir oss menn, sem leggja stund á fagra breytni. Þeir brjóta aldrei settar reglur. Þeir eru grandvarir í hegðun sinni og þeir eru guðræknir, biðja til guðs, ganga i guðshús, eru í bi’eytni sinni við náungann góðgjarnir og friðsamir, jafnvel fórn- fúsir. Eg efa ekki, að vér myndum kalla báða þessa flokka trúaða menn. Og vér megurn síst neita því, að þeir scu á mjög réttri leið, stefni að fögru takmarki með lífi sínu, og megi finna í þeirra hóp margar fagrar fyrirmyndir,

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.