Straumar - 01.05.1929, Qupperneq 8
70
STRAUMA R
landi höfum ekkert af sliku að segja, og vitum eða þekkjum
engan slikan í Rvik, nema Bjarma einn, sem nokkuð reynir að
verjast og berjast opinberlega móti opinberum árásum ýmsra,
þar á meðal Straumamanna. Mér finst þvi undarlega og ómak-
lega að orði kveðið um svokallaða gamalguðfræðinga, að þar
sé við „raraman reip að draga".
Og þú tel eg það eigi siður ómaklegt og alrangt, ef ekki enn
lakara, að kastu að þeim þeim áíiurði, að þeir kenui, að „eng-
inn niunur sé á elztu ritum G.-T. og ritum N.-T.“, eða að þeir
virðist „leggja jafnmikið upp úr trúarjátningum liðinna alda og
sjálfum guðspjöilunum eða taka þær fram yfir þau“; og þeim
þá auðvitað brugðið um „þröngsýni" og „fáfræði". Eða þá sá
áburður, að sumir „kenni söfnuðum sínum, að frásögnin um
Simson og asnakjálkann sé jafngild og dýrmæt sögunni um
glataða soninn". þetta er svo frekt, ómaklegt og íráleitt, að ó-
mögulegt er að þcgja við, nema því aðeins, að saunað væri með
viðurkendum dæmum. Og þó að svo óliklega félli, að segja
mætti eitt einasta dæmi um eitthvað þessu likt, þá væri það
várla „normalt" og sárgrætilega ómaklegt að heimfæra það upp
a heilan, stóran hóp, vandaðra og samvizkusamra manna. —
Eg mun vera talinn einn af þeim „gömlu", skólahræð.ur mínir
og líklega flestir aðrir, sem fyr og siðar útskrifuðust frá gamla
prestaskólamun úr kennarahöndum Péturs biskups, Sigurðar
Melsteds, Hannesar Arnasonar, Iielga Háifdánarsonar, þórhalls
biskups og Eiríks Brietn. En eg lýsi því nú yfir, að á minni
prestaskólatíð var engu sliku lialdið fram né nokkuð svipað
kent á prestaskólanum gamla, og að eg hefi aldrei þekt og
þekki ekki enn nokkurn einn gauilan guðfræðing, sem hefir
látið eða lætur sér detta í hug aðra eins fásinnu og fjarstæðu
og þá, sem i áðurneíndri áramótagrein og víðar er borin á fleiri
eða færri af þeim „gömlu“, ef ekki á okkur alla.
Enginn vændi nokkurn af nefndum kennuruin okkar um vit-
skort eða f á f r æ ð i í lians kenslugreinum eða um skynhelgi
og óeinlægni, og víst var það, að enginn þeirra innrætti okk-
ur nokkra tegund af óhreinskilni, sem kynni að hneigja okkur
til liræsni eða ólieilinda í væntanlegri prestsstöðu og þjónustu
hjá tilvonandi söfnuðuin. það var nú eitthvað annað. þeir voru
altir í mesta og bezta máta grandvarir í þeim efnum; en þar
með fylgdi þá líka eðlilega hin mesta kærusemi og gætni, a-
samt röksækinni og röktrúrri skynsemi og hagnýting mikiller
þekkingar og lífsreynslu; og þar af var það og eðlileg afleiðing,
að við lærðum af þeim ekki aðeins „fraiðin" ein, heldur og var-
færni og gætni um kenningar og fullyrðingar, og ekki sízt, ef
um nýjungar eða árekstrakenningar væri að ræða. Og þá mega
þeir víst allir eiga það, lifs og iiðnir, að þeir földu ekki fyrii