Straumar - 01.05.1929, Qupperneq 12
74
STRAUMAR
um efnum, þ. e. a. s. þuim, sem nokkuð kynna sér guðspjöllin,
heldur vcrður miskljð og deila, ef endilega þarf að vera, um
mismunandi skilning og skýring og mismunandi framkvæmd
kenninga Krists og dæmis, sem mjög hlýtur að verða eftir mis-
munandi eðlisfari, uppeldi, lifsreynslu og andlegum þörfum
hvers eins, og lika eftir almennum mentunar og hugsunar-
þroska. „Kom þú og sjá“, sagði einn af fyrstu lærisveinum Jesú
við annan félaga sinn, er þessi annar var heldur vantrúaður
á aðdáunarvitnisburð hins um Jesúm. Eins ætti einnig að vera
og nægja, nú og altaf, við deilur um Krist eða í sambandi við
hann og kenning hans og dæmi, að segja við mótpartinn: „Kom
þú og sjá“, farðu og lestu og íliuga þú og rannsaka sjálfur þær
einu heimildir, sem til eru um hann frá fæðing hans til dauða
og eftir dauðanu lika, og dæmdu svo sjálfur um eftir beztu vit-
und og samvizku — eða „með dómgreind og þekkingu" á þess
ari heimild, sem er: Guðspjöllin og cinnig öll önnur rit Nýja-
testamcntisins, sem þú finnur í samræmi við anda og stefnu
guðspjallanna. því engar aðrar heimildir, jafn góðar og gildar,
eru til, enn sem komið er i heimi hér um drottinn Krist, og
munu varla verða.
Eg, gamall maður af gömlum skóla, með ofurlitla lífs-
reynslu að baki þó, vildi nú gjarnsamlega reyna að leggja ait
vel út fyrir þér og hjá þér, þú ungi maður af nýjum skóla, og
mega liugsa og segja, þegar þú liugsar og finnur til í trúarefri-
um öðru visi en eg, að þá látir þú beztu vitund og samvizku
ráða og stjóma orðum þinum og framkvæmdum um drottii.n
vorn og í hans nafni; og að þér þá gangi ekki annað til en
löngun og áhugi til að leita sannleikans, finna hann og þjóna
honum, sjálfum þér og sem l'lestum öðrum til heilla. En þá vil
eg líka, óska og þrái, að þú einnig hugsir og dæmir eins um
mig, þó að mín þekking og dómgreind leyfi mér ekki að vera
sammála eða samtaka þér í trúaratriðum og athöfnum; því að
drottinn Jesús veit, að hann er „mér kær“ og okkur öllum, eldri
sem yngri, enda þótt alt sé i veikleika og ófullkomleika. Eg hcfi
líka einu sinni verið ungúr og man til þess, að þá hugsaði eg
og fann til nokkuð öðru vísi en síðar, og kannast vel við heila
brot, drauma og vonir, áhuga og framsækni og ýmsa fljótfærni
æskunnar, og ætti því að vera nærgætnari ungdómnum og uni-
burðarlyndari, eða vildi vera það. En eg er breyzkur og veikur
fyrir og á bágt með að verjast gremju og ýmsu illu, er eg les
um eða heyri blint og rakalaust dæmt og dylgjað niðrandi um
það, sem enginn getur um dæmt nema guð einn: hugsanir og
hjartans tilfinningar þeirra, sem eiga að reyna og eru að reyna
að standa og vinna í víngarði di-ottins, eftir því sem þeir vita,
hugsa og finna og geta bezt.