Straumar - 01.05.1929, Blaðsíða 14

Straumar - 01.05.1929, Blaðsíða 14
76 ■S TjR A U M A K lega ekki i þeim þrönga t'lokki, jafnvel þótt hann haldi það sjálíur. Aramótagrein min hefir þvi í rauninni ekki náð til hans. Fyrir þvi get eg vel skilið, að honum finnist þau orð mín hörð, er eg segi að: „Gamalguðfra'ðingar kenni, að enginn munur sé á elztu ritum G.-T. og ritum N.-T.“. En þessi er nú samt skilr,- ingur liinna „rétttrúuðu" á ritningunni. Má þvi til sönnunnar, þótt óþarft sé, vitna í erindi og rœður gamalguðfræðinga í „Trúmálaviku Stúdentafélagsins". Á hls. 118 segir sira Bjarni Jónsson svo: „Vér eigum Guðs orð, heilaga ritningu, sem menn mega rannsaka; hún þolir það“. Hér er að visu mjög óljóst tekið til orða. En ummælin verða þó ekki skýi-ð á annan hátt en þann, að biblían standist alla gagn- rýni, þannig að hvergi skeiki frá sannleikanum i nokkru atriði: -— og það er einmitt skilningur eldristefnumanna. Á bls. 156 segir Ami Jóhannsson, hankamaður, að sér hafi fundist prófessorarnir Haraldur Ní.elsson og Sig. P. Sivertsen „litilsvirða biblíuna". — Og af hverju fanst honum það? Jú, auðvitað vegna þess, að þeir sýndu fram á, að ýmislegt í Gamla- testamentinu verður ekki samrýmt kenningu Krists, að guðs- hugmynd margra rita þess er mjög lág og ófullkomin, og að það cr ritað af ófullkomnum mönnum, sem fara iðulega rangt með sögulegar heimildir og her alls ekki saman í öllu. — En hverjum á þá að trúa, ef skilningur lærðra prófessora á ritn- ingunni, sem bygður er á margra ára samviszkusamri rann- sókn, er talinn vera lítilsvirðing við biblíuna? A bls. 162 kemst síra Friðrik Friðriksson svo að orði: „Hún (þ. e. bibhan) er mér heilög bók af guði innblásin frá fyrstu síðu til hinnar siðustu". jfetta skal nægja. Og hygg eg, að allir hreinskilnir menn hljóti að sjá, að eg he.fi alls ekki tekið of djúpt í árinni í áðui- nefndri áramótagrein. Hinu verðúr heldur eigi mótmælt, að sú lireinrrektaða gamla guðfræði, setur trúarjátningar kirkjunnar fullkomlega til jafns við heilaga ritningu. Má enda finna þess allskýr dæmi í „Trú- málaviku Stúdentafélagsins". En Straumar hafa svo oft vikið að því máli, að óþarft virðist að endurtaka það liér. Jtað ska! aðeins tekið fram, sem persónuleg skoðun mín, að liið gam'a á altaf að víkja fyrir nýrri þekkingu og réttari skilningi; auk þess sem óljós framsetning og rökfræðileg lokleysa er lítt sæm- andi andlcga frjálsum mönnum 20. aldarinnar. Eg lit á trúar játningarnar, sem söguleg minnismerki yfir horfnar kynslóðir, er sýnir einlægan vilja til að skilja og skýra guðdóminn og hið óskiljanlega. Og mér þykir vænt um þær. En það er blátt áfram furða, að nokkur skuli nú geta haldið þvi fram í fullri

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.