Straumar - 01.05.1929, Síða 15
ST H A U M A li
77
alvöru, að þær eigi að vera bindandi fyrir kirkjuna. Slíkir
menn fylgjast ekki með framþróuninni.
það er skilningur manna á ritningunni og trúarjátninguni
kirlcjunnar, sem skiftir þeim í gamalguðfræðinga og nýguð-
fræðinga. Fyrir því fór eg með rétt mál i áramótagrein minni.
En rödd síra O. V. liefir sannfært mig um það, að fjötramir
eru teknir að hrökkva af gömlu guðfræðinni. það eru hinsveg-
ar margir, sem eftir trúarskoðunum sínum, lifa í tveiin lieini-
um, líkt og Jóhannes skirari forðum, án þess þó að gera sér
raunverulega grcin fyrir þvi.
Síra Ó. V. telur bæði mig og fleiri nýguðfræðinga „dæma“
gamalguðfræðinga. Nú eru auðvitað allar frásegjandi setningar
dómur, og það, sem eg hefi gert, er aðeins að draga ályktanir
af þeim forsendum, er nú hafa verið ræddar. Aðrir verða að
dæma um, hvernig það hefir tekist. „Kom þú og sjá“, lestu og
íliuga þú og rannsaka ... og dæmdu svo sjálfur um eftir lieztu
samvizku", er hin fagra ráðlegging hins re.vnda pi'ófasts til vor
ungu mannanna. þetta hefi eg viljað gera og mun ávalt reyna
að gera.
Kr. F. Stefánsson.
Kring’sjá.
Um nám guðfræðinga. í síðasta iiefti Eimreiðarinnar birtist
grein eftir Ragnai; Iívaran prest í Winnipeg um nám guðfræð-
inga. þar deilir hann þunglega á guðfræðideild Háskólans. og
gefur í skyn, að hún gefi némendum, er þar stunda nám, steina
fyrir brauð — dauða fræðslu í stað þess að leiða þá andspænis
nýjum viðfangscfnum nýs tíma. Út í prestskap segist iiann
sjálfur liafa farið sem „mentunarlaus maður", og býst við, að
svo sé um fleiri. Hann telur óverjandi að verja verulegum tíma
í glímu við Gamlatestamentið, og að kynna nemendum siðferði
og trúarástand Gyðinga. Hann fer háðulegum orðum um þá l)ók,
sem lögð er til grundvallar í kristilegri siðfræði, og kveður svo
á, að á öllu þessu þurfi bót að ráðast. Samt kveðst hann ekki
skrifa með það fyrir augum, að koma með neinar ákveðar lil-
lögur til umbóta á námi guðfræðinga; grein hans á aðeins sð
sýna persónulega reynslu manns, „sem á kirkjunni töluvert að
þakka og vill sjá veg hennar aukinn". þó kemur liöf. með þá
ákveðnu tillögu, að bókin „Antikrist" eftir þýzka heimspeking-
inn Nietzsche verði gerð að ákveðinni kenslubók i guðfræði-
deildinni. Hann æskir þess eindregið, að sjá prófessora og