Íslendingur - 18.12.1986, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
3ðU'udingur
7
Eitt aðaleinkcnni atvinnulílsins
á Akureyri hef'ur verið hversu
það byggist upp á láum cn stór-
um fyrirtækjum. Þannig hafa 7
fyrirtæki og stofnanir löngum
haft um 70% af vinnandi fólki
innan sinna vébanda. Þetta
hefur m.a. gert það að verkum,
að ýmsar utanaðkomandi að-
gerðir, svo sem liskveiði-
takmarkanir og landbúnaðar-
kvótar hala haft hér veruleg
áhrif og hindrað vaxtarbrodd
þessara fyrirtækja.
Þess vegna hefur oft verið
rætt um það, að auka þyrfti
Ijölbreytnina og um leið að
koma á fót nýjum fyrirtækjum
til þess að dreyfa áhættunni. Á
síðustu misserum hefur talsvert
mikið áunnist í því að ná
þessum markmiðum, enda hefur
gróska í atvinnulífi verið með
miklum blóma að undanlörnu.
Byggist það að sjálfsögðu á
hagstæðum skilyrðum i sjávar-
útvegi svo sem auknum afla og
hærra verði lyrir framleiðsluna.
Það sem ber hæst og vcgur mest
er tilkoma tveggja lullkominna
rækjutogara í ílota Akureyr-
inga en þeir cru gerðir út af
Samherja h.f. ogOddeyri h.f. og
eru þessi útgerðarfyrirtæki
komin með allt að 80 manns í
vinnu.
Takist vel til, eru þau orðin
einn al máttarstólpum í atvinnu-
ltfi bæjarins og eiga að færa
bæjarfélaginu drjúgar tekjur.
Geta má þess einnig að all-
margar ljölskyldur flytjast nú til
bæjarins vegna þessara skipa.
Þá er fiskilóðurverksmiðjan
ISl ESS senn að verða tilbúin
og mun auka á Ijölbreytnina í
atvinnulífinu að miklum mun.
Útgerðarfélag Akureyringa
h.f. er nú að láta endurbyggja
einn af togurum sínum og
verður hann útbúinn sem frysti-
togari, en síðan er það stefna
félagsins að bæta sjötta togar-
anuni í flota sinn mcð nýsmíði.
Slippstöðin h.f. hefur fengið
það verkcfni, að endurbyggja
togarann en það ásamt öðrum
verkefnum skapar henni vinnu
fram á mitt næsta ár og öll teikn
eru á lofti um að birta sé til í
skipaiðnaðinum í kjölfar betri
afkomu sjávarútvegsins.
Aðstaðan til ferðamarrna-
þjónustu hclur gjörbreyst á
stuttum tíma, bæði að því er
varðar hótelrými og veitinga-
starfsemi, enda þótt ef til vill
megi segja, að ýmis afþreyinga-
starfsemi þyrfti aö vera meiri.
Þó hefur öll aðstaða í Hlíðar-
Ijalli batnað svo með tilkomu
nýrrar skíðalyftu, og breyttrar
staðsetningar á eldri lyftu, að
nánast cr um byltingu að ræða.
Stcfnir allt í það að skíðaaðstaða
okkar taki aftur þá forystu sem
hún ótvírætt hafði áður.
Uppbygging verkmenntaskól-
ans heldur áfram og er nú smá
saman aö myndast glæsileg
aðstaða á Eyrarlandsholti og er
Ijóst, að hana má nýta til rriargs
konar annara hluta á þeim
tímum sem skólastarf er ekki í
gangi. Skólinn er rnikil lyfti-
stöng ekki aðcins sem mennta-
setur, heldur einnig sem Ijöl-
mennur vinnustaður nemenda
bæði innan og utan Akureyrar.
Af því sem hér hefur verið
sagt og ýmsum öðrum þáttum
er full ástæða til þess að ætla, að
GUNNAR RAGNARS:
HUGLEIÐINGAR
UM ÁRAMÓT
atvinnulífið hér á Akureyriséað
komast úr þeim öldudal sem við
hölum verið í á undanförnum
árum. Nú þegar hefur komið til
aukin atvinnustarfsemi og huga
þarf vel að þeim tækifærumsem
gcfast. Það má svo gera ráð fyrir
því, að þessi auknu umsvif í
grundvallar framleiðslunni leiði
til aukningar í þjónustugreinum
og aö byggingariðnaðurinn
muni brátt ná sér á strik.
Byggðamál
í brennidepli
Enda þótt ástandið í atvinnu-
málum hali batnað ogástæða sé
til bjartsýni að því leyti eru
ýmsar blikur á lofti varðandi
byggðaröskun og búsetuskilyrði.
Þrátt fyrir gott atvinnuástand
hafa fólksflutningar af lands-
byggðinni til höfuðborgarsvæð-
isins sjaldan verið meiri en nú.
Við þessu þarf að bregðast af
raunsæi og reyna að gera sér
Ijóst hvað til þaH að koma til
þess að þessari þróun verði
snúið við, enda er þá gengið út
Irá því, að það sé ríkjandi stefna
og markmiö að halda byggð sem
víðast í landinu. Þetta mál
snertir Akureyringa og Eyfirð-
inga sérstaklcga, þarsem héreru
lyrir hendi öll skilyrði til þess að
mynda áfram öllugasta mót-
vægið við Suð-Vesturland.
Þróun byggðar og búferlallutn-
ingar á þessari öld sýna, að l’ólk
er og hefur verið að flytja frá
afskekktustu byggðum inn til
hinna þéttbýlli staða. Þrátt fyrir
ýmsar ráðstafanir til þess að
stemma stigu við þessari þróun,
hefur aðeins verið hægt að
hægja á henni tímabundið, en
síðan hefur sótt í sama farið
aftur. Þetta er reynsla margra
áratuga og nánast staðreynd,
sem staðið er frammi fyrir. Þrátt
fyrir að oftast hafi verið næg
atvinna á þessum stöðum er
þróunin engu að síður þessi.
Skýringarnar eru sjálfsagt
margar, en þó er augljóst að
ýmsar kröfur, sem gerðar eru í
dag til þjónustu og afþreyingar
er ekki hægt að uppfylla og unga
fójkið. flyst á brott, þar sem
möguleikar þess eru meiri í þétt-
býlinu.
Reynt hefur verið að gera sem
flesta hluti á sem llestum
stöðum t.d. með því að koma á
fót framhaldsskólum og sjúkra-
húsum, en þar sem Ijármagn
hefur ckki verið fyrir hendi hafa
þessar byggingar verið óhóflega
lengi í byggingu og sums staðar
varla komnar í notkun. Þá eru
víða dæmi þess, að ekki sé þörf
fyrir þær allar vegna þess að
fólkinu hefur farið fækkandi.
Þessi stefna að ætla að sjá fyrir
öllum þörfum alls staðar hefur
að mínu mati gengið sér til
húðar og hún hefur dregið alla
landsbyggðina niður. Það sem
þarf að gera er að setja sér þau
markmið, að öflugir byggða-
kjarnar rísi á nokkrum stöðum
úti á landsbyggðinni, og er þá
Akureyri og Eyjafjörður með öll
skilyrði til slíks kjarna fyrir
Norðurland. Þessari stefnu þarf
að auka fylgi því það er sú eina
raunhæfa leið til þess að fólks-
flutningarnir verði innan hérað-
anna, og beita svo ýmsum
aðgerðum til þess að létta
kostnað jaðarbyggðanna til þess
að leita þjónustunnar við þétt-
býliskjarnann. Þannig mætti
t.d. hugsa sér að þjóðfélagið
komi á móts við ferðakostnað
með því að taka þátt í eldsneytis-
kostnaði og styrkja mætti skóla-
fólk sem þyrfti að leita til þétt-
býliskjarnans bæði að .því er
varðar flutningskostnkð og
uppihaldskostnað. Þetta yrði
aðeins brot af þeim kostnaði,
sem þjóðfélagið hefur af því að
byggja rándýrar byggingar út
um allar grundir og reka þær
síðan á eftir oft með lítilli
nýtingu. Þessi mál þurla að
ræðast af raunsæi og freista þarf
þess að fá um þetta sátt innan
landshlutanna, því þetta er ekki
síður hagsmunamál jaðarbyggð-
anna en þéttbýliskjarnans. Liður
í þessari stefnu er einmitt sá að
gera átak í því að Ijúka
byggingu Fjórðungssjúkrahúss-
ins og Verkmenntaskólans, og
koma fyrirhuguðum Háskóla
og stofn sem allra fyrst.
Fjárhagur
bæjarsjóðs
Nokkrir mánuðir eru nú liðnir
af kjörtimabili nýkjörinnar
bæjarstjórnar og eru mörg brýn
verkelni sem bíða úrlausnar.
Varðandi ljárhagsstöðu bæjar-
ins, er það að segja, að nokkur
halli varð á bæjarrekstrinum á
síðasta ári og versnandi gréiðslu-
staða varð um kr. 40,0 millj..
Reiknað var með í fjárhags-
áætlun fyrir þetta ár, að þessi
halli yrði að nokkru bættur, en
nú er ljóst, að það markmið
næst ekki þannig að hann
verður enn við líði þegar semja
þarf Ijárhagsáætlun fyrir næsta
ár. Orsakir þessa eru margar, en
þess má geta að ráðist hefur
verið í nokkur verkefni, sem
ekki var reiknað með þegar
Ijárhagsáætlun var samin. Má
þar helst nefna 2. áfanga í Síðu-
skóla að upphæð ca. 12-14 millj.
sem var nauðsynlegframkvæmd
til þess að koma í veg fyrir
röskun í skólahaldi í Síðuhverfi
nú í vetur. Auk þessa er væntan-
lega Ijóst, að launakostnaður og
launaskrið hefur orðið meira á
árinu en gert var ráð fyrir. Það
er ljóst, að þessa versnandi
greiðslustöðu verður að bæta og
verður stefnt að því við gerð
nýrrar fjárhagsáætlunar fyrir
árið 1987.
F ramkvæmdaáælun
og stjórn-
kerfisbreytingar
Eitt merkasta og mikilvægasta
starf sem nú hefur verið hafist
handa við er gerð fjárhags- og
framkvæmdaáætlunar Akur-
eyrarbæjar fyrir árið 1987-1990.
Þar er gert ráð fyrir að fram-
reikna tekjur, rekstrargjöld,
afborganir lána og þá fjárhæð,
sem kemur til með að standa
eftir til framkvæmda. Er þá
betur hægt að gera sér grein fyrir
því hvaða svigrúm verður fyrir
hendi og ráðast í framkvæmdir
með forgangsröðun í huga og
gera þær .markvissari en verið
hefur. Þá er og gert ráð fyrir því
að taka stjórnkerfi bæjarins til
endurskoðunar og freista þess
að koma því í nútímalegra horf
og gera það fljótvirkara og
skilvirkara. Sú vinna hefst af
krafti eftir að íjárhagsáætlun er
lokið.
Hitaveitan
Það mál, sem hæst hefur þó
borið að undanförnu er málefni
og skuldastaða Hitaveitu Akur-
eyrar, og þarf ekki að lýsa því
fyrir bæjarbúum hvílíkt vanda-
mál er hér á ferðinni, þegar
upphitunarkostnaður á Ákur-
eyri er með því hæsta sem gerist í
landinu. Með tilliti til ýmissa
aðgerða ríkisvaldsins til þess að
jafna upphitunarkostnað í land-
inu á undanförnum árum er full
ástæða til þess, að vandamál
skuldugustu hitaveitnanna séu
kynnt ríkisstjórninni og leitað
sameiginlegra lausna til þess að
greiða hér úr. Fyrir utan að
Akureyringar hafa greitt skatta
til sameiginlegra sjóða vegna
jöfnunar á upphitunarkostnaði
annars staðar á landinu þá hefur
ríkisvaldið sjálft staðið fyrir því
að taka lán til þessara veitna,
sem eru mun óhagstæðari en
þau lán, sem nú eru í boði á
lánamarkaðnum. Þá má enn-
fremur benda á það, að Akur-
eyringar hafa sparað ríkissjóði
stórfé með því að setja á stofn
Hitaveitu, sem felst í því, að ekki
hefur þurft að greiða olíustyrk
hingað til bæjarins eftir að hún
tók til starfa. Þá er ef til vill eftir
að nefna stærsta framlag Akur-
eyrar til orkubúskaparins í
landinu, en það var þegar
Laxárvirkjun var sameinuð
Landsvirkjun, en sú sameining
hefur verið stór þáttur í betri
afkomu Landsvirkjunar, sem
um leið hefur komið lands-
mönnum öllum til góða.
Laxárvirkjun, sem var orðin
nær skuldlaust fyrirtæki malaði
gull, ef svo má að orði komast,
og láta mun nærri að 65% hlutur
bæjarins i henni á sínum tíma
mundi geta greitt af um kr. 700
millj. láni í dag. Það er eitt af
stærstu verkefnum bæjarstjórnar
nú, að ná fram lausn á fjármála-
vanda Hitaveitu Akureyrar,
þannig að orkugjöldin geti hlut-
fallslega lækkað á næstu árum.
Mörg önnur brýn verkefni
bíða úrlausnar, og sérstaklega
skal á það bent, að aðgerðir í
málefnum aldraðra verða að
hafa nokkurn forgang á næstu
árum enda er hér um að ræða
vaxandi þörf á þjónustu eftir því
sem meðalaldur fólks hækkar.
Með batnandi horfum í atvinnu-
lífi og íjölgun fólks á þessu
svæði á okkur að takast að
halda áfram að byggja hér traust
og gott samfélag. Með þeim
orðum vil ég óska öllum Akur-
eyringum og Eyfirðingum árs og
friðar.