Árblik - 01.05.1930, Blaðsíða 2

Árblik - 01.05.1930, Blaðsíða 2
2 A R B LIK í hverja átt, sem hún bendir og hver, sem hún er. Þeir játa hiklaust, aö þeim geti yfirsjest í mörgu og að engin líkindi sjeu til að þeir hafi höndlað allan sannleika í nokkurri grein. En þeir telja sig hafa komist nœr honum að sumu leyti en aðrir menn. 0g þetta finst þeim hafa gert líf þeirra auðugra og sjálfa þá ánægðari. þess vegna langar þá að miðla öðrum eitthvað af þessari reynslu sinni og gera sitt til að aðrir menn reyni að afla sjer hennar. Fjarhrif. — o — Það eru ekki nema tveir, þrír tngir ára siðan að það þótti al- ment meirí en lítil fáviska, að halda því fram, að fjarhrif (tele- pathy) ætti sjer stað. En síðan þráðlausu skeytin, þráðlausa firð- talið og útvarpið er orðið svo að segja daglegt brauð í öllum menningarlöndum, þykir þetta, að skynjanir berast milli manna, alls ekkert efunarmál. Þorri allra mentaðra manna telur lík- legt, að það gerist og fjöldi manna er sannfærður um að svo sje. Það er jafnvel svo nú, að menn gripa oft og einatt til þessa til þe88 að skýra það, er þeim þykir enn ótrúlegra á svipuðu sviði. „Það er bara hugsana- flutningur" segja menn til þess að komast hjá að kannast við að framliðnir menn geri vart við sig. Spíritistablaðið „Light“ segir t. d. frá þvi nýlega, að miðill- inn Vout Peters (sem komið hef- ur hingað til landsíns) hafi hald- ið skygnisfundi fyrir skömmu á Enlaudi sem tókust sjerstaklega vel og ritað var um í blöðum þar. „Þegar til alls kemur* stóð í einu blaðinu, sem sent hafði þangað fulllrúa sinn, „þeg- ar til alls kemur, þarf þetta ekki að vera annað en hugsanaflutn- ingur". Ó nei — ekki annað — en það er nú töluvert. Fjöldi manna hefur eitthvað af þessu að segja, ef þeir veita því eftirtekt og vilja kannast við það. Jeg gæti sagt frá ýmsum dæm- um úr sjálfs min reynslu. Það er líklega oftar, að það sem menn skynja á þennan hátt stafi af því, sem vekur sterkar geðshræringar. En það er alls ekki altaf. Jeg skal nefna eitt dæmi af sjálfum mjer. Það var seint um kvöld, kl, milli tólf og eitt að jeg sat ein- samall í stofu minni, afarsokk- inn niður í að lesa bók. Jeg vissi eins og sagt er hvorki i

x

Árblik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árblik
https://timarit.is/publication/680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.