Árblik - 01.05.1930, Blaðsíða 8

Árblik - 01.05.1930, Blaðsíða 8
8 ÁRRLIK hann likama sinn vera grafinn í kjaliara hússins. Var síðan graf- ið þarna, en ekkert fanst. Bif- aði þetta nokkuð trú þeirra, sem höggin heyrðu, á það að þau stöf- uðu frá framliðnum manni. En mörgum, mörgum árum seinna kom þó í Ijós að þetta var rjett. það var í nóvember árið 1904 að grafið var undir veggnum í kjallara hússins og þá fanst þar beinagrind af manni. Og það fanst nokkuð meira. það fanst tinbox eins og umferðasalar þá notuðu. Þannig sannaðisl eflir meira cn 50 ár, að fyrstu skcytin voru rjett en ekki röng. Og svo hefur oft farið síðar, að það sem menn hjeldu að væri rangt í þessu hef- ur reynst satt og rjett. Heil- brigð gagnrýni (sem er sjálfsögð) sannar iyrirbrigðin en afsannar þau ekki. ____Wá^ _____ Sálræn fyrirbrigði. — 0 — það er svo margsannað og er á hverju ári sem líður að sann- ast betur og betur að sálræn fyrirbrigði eru staðreynd, að í þessu biaði verður ekki eytt orðum að því að verja það gegn fávíslegum mótmælum vanþekk- ingarinnar. það er jafn lítil á- stæða til þess og að fara að þessu og bera fram i ök fyrir því að jörð- in snúist kringum sólina eða að þráðlaust firðtal eigi sjer stað. Öðru máli er að gegna um skýringar á þessu. það má með rjettu halda því fram að taki maður hvert fyrirbrigði út af fyrir sig, sje oftast — jafn vel ávalt — unnt að komameð fram- bærilega skýringu aðra en þá að þau stafi frá framliðnum mönn- um. En jeg staðhæfi — og spúri- tistar í heild sinni staðhæfa — að sjeu þau tekin sem heild nái engin önnur skýring skynsam- legri átt en sú að þau stafi að miklu, eða mestu leyti frá fram- liðnum mönnum. Með öðrum orðum sjeu fyrirhuguð og fram- kvæmd til sönnunar þvi að mað- urinn lifi enda þótl fiann deyji. það virðist heldur ekki furðu- Iegt að reynt sje að sanna þetta, ef unnt er. Kennarastóll í rannsókn dulrænna fyrirburða. — o — Háskólinn í Buenos Aires í Argentínu er í þann veginn að stofna orófessersembætti til þess að rannEaka dularfulla fynrburði

x

Árblik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árblik
https://timarit.is/publication/680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.