Árblik - 01.05.1930, Blaðsíða 11

Árblik - 01.05.1930, Blaðsíða 11
ÁRBLIK 11 og sem er afar merkilegt mál. Er frú Aðalbjörg nýlega kom in ur fyrirlestraferð um Norður- og Vesturland og hafur hvar- vetna hlotið mikla aðsókn og einróma Iof enda er hún Iöngu þjóðkunnur ræðuskörungur og boðberi merkilegs máls. Hallgr. Jónsson. Áf sambandsfund- um nú á tímum. — o—- Fundur í San\Francisco snemma á þessu ári. Enskur yfirmaður á verslun- arskipi segir m. a. svo frá í Light. það færir manni áreiðanlega vel heim sanninn um sambandið við annan heim að ferðast hálfa leið í kringum hnöttinn og fá samskonar skeyti og samskon- ar fyrirbrigði ókunnur maður á ókunnum stað, eins og heima í landinu sínu. Jeg komst á fund hjá miðlin- um J. J. Dixon. það voru um 25 á fundinum, og sátu í röðum fyrir horni í herberginu, sem byrgt var fyrir með tveim dökk- leítum dyratjöldum. þar eð tjöldin voru dregin upp sást að »byrgið« var ekki annað en ber- ‘r veggirnir og t því stóð einn lítill harður stóll. það var enginn formáli hafð- ur annar en sá að menn voru beðnir að vera rólegir og vera ekki með pískur sín á milli. þá voru ljósin slökt og miðillinn settist og ljet um leið tjöldin falla það voru aðeins sungin 2 eða 3 sálmavers og þá birtist fyrsti líkamsklæddi andinn fyrir framan tjaldið. Myndin var eins og fos- fórs-Iýsandi og mjög greinileg. En sú mynd talaði og sagði með skýrum rómi bæði skírnarnafn sitt og föðurnafn. Einn af fund- armönnum kannaðist strax við hana og þau töluðu snöggvast sam- an um eitthvað sem komið hafði fyrir fundarmanninn um daginn og sá er birtist bar kensl á og gaf með því sönnun. Síðan kvaddi hún og fór. Tveim minútum síð- ar eða svo, kom næsta myndin, sagði greinilega nafn sitt, heils- aði og talaði snöggvast við ann- an fundarmann, kvaddi, fór og hvarf eins og sú fyrri. Fimm eða sex myndir komu síðan fljót- lega, hver á eftir annari og þekt- ust allar. það var ekki alsvarta myrkur í herberginu heldur var unt að sjá móta fyrir hinu fundarfólk- inu og einnig konu miðilsins, sem sat rjett fyrir utan byrgið. En sjálflýsandi líkamsmyndirnar sá-

x

Árblik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árblik
https://timarit.is/publication/680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.