Austurstræti - 23.06.1938, Blaðsíða 13

Austurstræti - 23.06.1938, Blaðsíða 13
AUSTURSTRÆTI SÖGUR OG SAGNIR I. Frá Vestfjarðakjálkanum. 1. Margvís kona. Ég sem þetta rita, fékk fyrir nokkrum árum síðan útmældan blett til ræktunar, í hlíðinni fyr- ir ofan kauptúnið á Þingeyri. Blettinn afgirti ég með venju- legri gaddavírsgirðingu. Byggði á honum hesthús yfir þrjá hestá, og hlöðu, sem rúmaði á- giskað í'óður þeirra. Húsin bæði undir sama þaki. Svo var tekið til óspilltra málanna með að tína burtu grjót, sem var mjög mikið í blettinum, og sömuleiðis að búa hann undir ræktun. Hugs- að var í framtíðinni gæti blett- urinn fóðrar þrjá hesta, og rúmlega það, ef vel væri um hann hirt. Á miðjum blettinum stóð gríðar stór steinn, bar svo á honum að hann sást langar leið- ir tilsýndar."— Þegar hér er komið sögunni var allur neðri hluti blettsins kominn í eitt moldarflag. og al.lt í kringum steininn verið búið undir sáðn- ingu. Snemma moi'guns kom til mín gömul kona úr þorpinu og ávarpaði mig: „Þú hefir allt af verið mér og mínum góður, og býst ég ekki við að geta launað þér neitt af því, sem þú hefur fyrir mig gert, því ég er nú bráðum úr sögunni, sem bet- ur fer. Hafir þú hugsað þér að sprengja stóra steininn, þá ætla ég að biðja þig að gera það ekki. Þú ert búinn að gera alveg nóg.“ Þá lækkaði hún röddina og talaði í hálfum hljóðum. „Vínkonur mínar eiga vatnsból- ið sitt framan undir steininum, og ég sá þær áttu bágt með að ná í vatn í morgun. Þú ert bú- inn að róta svo til moldinni. Ég skal sjá _um að það komi þér eða þínum ekki að sök ef þú lætur ekki gera meira“. Við gengum að steininum og sýndi hún mér hvar vinkonur sínar tækju vatnið. Enginn vökvi sást. Ég sótti mér skóflu og stakk holu niður með steininum — rúmlega skóflustungu. Kom þá í Ijós bleyta, og síðan vatn. Svo setti ég steinaröð innan í holuna og dýpkaði hana svo lítið, og fórum við svo frá steininum og áttum meira tal saman, sem 13

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.