Austurstræti - 23.06.1938, Page 20

Austurstræti - 23.06.1938, Page 20
AUSTURSTRÆTI Hi. Rafmagn Vesturgötu 10 Annast allskonar iagtiir og viðgerð- ir, bæði úti í bæ og á vinnustofunni. Selur: Rafmagnselda. vélar. Perur o. fl. í belg, eru beðnir að senda brél sín eða greinar næstu daga til: Ritstj. „Austurstrætis“, Hafnar- stræti 16. Framkvæmdastjórinn: ,,Hvað er þetta. Sofið þér í miðjum skrifstofutímanum ? “ Bókhaldarinn: ,,Já, herra framkvæmdastjóri. En þér verðið að afsaka. Við eigum ungbarn heima, sem heldur mér vakandi alla nóttina". Framkv.stj.: „Þá ætla ég að biðja yður að hafa það með yður hingað á skrifstofuna á morgun. 20 Alþýðukveðskapur. í skóla Norðanlands voru stúlkur tvær — hétu hvoru- tveggja Björg. — Þóttu þær frekar trufla pilta við nám sitt. Kvað svo ramt að þessu, að skólastjóri ákvað að taka í taum ana og rannsaka hvað hæft væri í þessu. Þá var kveðið: Verði sakir sannaðar svo að treysta megi, eru bjargir bannaðar bæði á nótt og degi. ★ Bænin. Hagyrðingur nokkur var hrif- inn mjög af konu einni í sömu sveit, en sú hin sama var honum mjög fráhverf. — Orkti hann þá bæn þá, sem á eftir fer: Niður beygi ég höfuð hljóður: Hana leiddu á batastig. Ég bið þig svo sjaldan, guð minn góður, æi, gerðu nú þetta fyrir mig. ★ Norðlenzkur hagyrðingur kveður: Innst í sálu syrtir að, síst má gleði finna. Fyrir löngu er lögð af stað líkfylgd vona minna.

x

Austurstræti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.