Austurstræti - 23.06.1938, Blaðsíða 17

Austurstræti - 23.06.1938, Blaðsíða 17
AUSTURSTRÆTI Á er ekki hægt að segja að vegurinn og brúin yfir suðurenda Tjarnarinnar sje neinn sérstakur fegurðarauki. Brúin er hreinasta ómynd. Það er eins og gamall hreppstjóri í afskekktri sveit hefði látið byggja hana yfir afdalasprænu, undir fjárrekstur. — Það gæti varla kostað stórfé að rífa hana og byggja þar aðra feg- urri. En skrautlegar brýr á vötnum og ám eru oft hin mesta borgarprýði. — Og hvað viðvík- ur kostnaðinum, virðist ekki ó- sanngjarnt að álykta að eitt- hvað mætti spara þessa atvinnu- bóta-Kleppsvinnu í gatnagerð- inni. Stórir hópar eru starfandi árið út og árið inn við að klastra í sömu gömlu göturnar og það á þann hátt að tilgangurinn virð- ist aðallega sá, að atvinna geti skapast á næsta ári við að rífa það upp, sem gert er í ár og klastra á ný. Það virðist held- ur ekki ósanngjarnt að ætlast til að einhverju af atvinnubóta- fénu væri varið í að prýða mið- bæinn, engu síður en til að mal- bika einhverja nýja götuspotta inn í Norðurmýri eða öðrum yztu úthverfum bæjarins. |Vigfús [Guðbrandsson & Co. mii’TKlæðskerar " AusturstrætijlO. — Sími£3470. Vanalega veíbirgir af bestu fáaniegum fataefnum. Aðeins fyrsta flokks vinna. 17

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.