Austurstræti - 04.07.1938, Blaðsíða 13

Austurstræti - 04.07.1938, Blaðsíða 13
AUSTURSTRÆTI Pólsk og Ensk Kol Koks og Smíðakol. Fyrirliggjandi. KOLASALAN S|F Símar 4514 og 1845 hefur svo risið upp ný teg-und af gestrisni. Þeir sem aðallega njóta góðs af þeirri nýju dyggð, eru er- lendir sjómenn, og þá einkum þeir, sem á herskipunum sigla, og dátar nefnast. Sú manntegund, sem sér um móttöku þessara erlendu gesta, er á erlendu máli kölluð „Sö- mandstrekkere". Við sjáum þess- ar greiðviknu dætur höfuðstaðar- ins standa á hafnarbakkanum 1 hvert sinn, sem erlend skip koma í höfn. Ytra látbragð lýsir innri gleði yfir þeirri sælu von, að ná í þann „ sætasta“. — Svo kemur kvöld- ið. — Kannske góðviðriskvöld. — Kannske ekki. En í öllum til- fellum berst leikurinn upp í Áusturstræti. Þetta dásamlega stræti, — þar sem þeir, sem hata inniverurnar, ganga hundr- að ferðir á hverju kvöldi, alla leið frá B.S.R. og að horninu á Hótel ísland, — þar sem hungr- að fólk getur satt maga sinn á heitum pylsum alla nóttina fyrir aðeins 25 aura í hvert skipti. — Og þar sem einmana synir hafs- ins geta, án tillits til útlits eða þjóðernis, fengið sér kærustu til heillar nætur fyrir sjö sigarett- ur og þrjá „strammara“. Hinar gestrisnu vinkonur sjómannanna skilja öll tungumál. — Mál ást- arinnar er eins í öllum löndum og heimsálfum. Eftir ógleyman- lega nótt í friðsælum og dimmum skúmaskotum eða óhreinum þak- herbergjum, kemur svo skilnað- 37

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.