Austurstræti - 04.07.1938, Blaðsíða 18

Austurstræti - 04.07.1938, Blaðsíða 18
AUSTURSTRÆTI FÓLKIÐ í BORGINNI I. Ungu stúlkurnar i. Grein frá „Egó“. „Austurstræti“ hefur óskað eftir umsögn um ungu stúlkurn- ar, en gat þess jafnframt að það mætti ekki vera nema nokkrar línur. — Mér finnst þær nú satt að segja efni í heila bók, svo að ég leiði algerlega minn hest frá að skrifa um þær, sem mig þó dauðlangar til, — annaö en það, að ég þekkti mæður þeirra vel í mínu ungdæmi og satt að segja held ég að ungar stúlkur séu alltaf eitthvað svip- aðar á öllum tímum. — Fyrir 20 árum átti ég kærustu, sem hét Lóa. Hún var ákaflega. fjörug og kát, eldra fólkinu fannst hún allt of mikið „upp á heiminn.“ — Móðir hennar hneikslaðist á dansfýkninni og útiverunni með strákum á kvöldin. En Lóa hló og lét kossunum rigna. Nú er hún hnakkakert höfuðstaðarfrú sem fárast yfir galsa æskunnar og léttúð í hátíðlegum heimboð- um. Sækir kirkju reglulega, með limur í Hvítabandinu og ótal öðr- um kristilegum félögum. — En dóttir hennar, 18 ára gömul, sem kölluð er Bíbí eða Dídí eða eitt- hvað svoleiðis, mætti mér eina nóttina suður á Laufásvegi með laglegum pilti með stúdentshúfu. — Og hún hló framan í hann, alveg eins og Lóa framan í mig í gamla daga, og augun blikuðu alveg eins og þegar Lóa lofaði og efndi sem mest. — í fáum orðum: Sagan endur- tekur sig, annað get ég ekki skrifað um ungu stúlkumar. Ego. ' II. Langt bréf frá sveitamanni. Langt bréf um ungu stúlk- urnar frá einhverjum, sem nefn- ir sig „Sveitamaður“ hefur bor- ist „Austurstræti“, en engin leið var til að birta það, því. að það hefði fyllt fleiri síður. Skal hér aðeins lítilsháttar getið efni þess. Hann segir, að þegar hann komi í borgina virðist sér ungu stúlkurnar í Austurstræti og á Borginni einskonar „pírumpár- legar skrautbrúður“, sem séu merkilegar með sig eins og pá- fuglar og „hræðilega mikið mál- 42

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.