Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Síða 17
15
«n það vill oft verða svo, ef allt gengur ekki að
óskum, firtast menn og snúa bakinu við félagsmál-
um, en hafa ekki drenglund eða þroska til þess að
skipa sér þvi betur saman.
10 ára afmæli félagsins var liátiðlegt lialdið á
Hótel ísland og boðið þangað sem heiðursgestum
formönnum, sem verið iiöfðu frá byrjun. Var þar
skemmt með ræðuhöldum, söng og liljóðfæraslætti
og dans. Meðal skemmtikrafta var ijrófessor Svein-
björn Sveinbjörnsson sem spilaði frumort lög af
mikilli list og söng þau Bjarni Bjarnason, sem nú
er læknir á Akureyri. Árnaðaróskir bárust félaginu
þá frá ýmsum málsmetandi mönnum, sem verið
höfðu í félaginu, en voru orðnir, þegar hér var
komið, atvinnuveitendur.
Félagatalan við lok starfstíma Helga Hallgríms-
sonar sem formanns var 140.
Á tíunda starfsári félagsins var Valgarður Stef-
ánsson kosinn formaður. Af málum þeim, sem
komu til umræðu á árinu, voru þessi liin helztu:
Vélritunarkappmót, skvldunám verzlunarmanna,
verzlunarhöftin, oliu- og tóbaks einkasölur rikis-
ins, blaðið Merkúr o. fl.
Var um þessi einkasölufrumvörp haldinn sér-
stakur fundur, sem töluvert karp varð út úr, eins
og alltaf vill verða, þegar skerða á einstaklings-
frelsi og þvinga ýmsa til vinnumissis og breytinga.
Voru skiptar skoðanir manna um hvort félagið sem
slíkt ætti að ræða þessi mál eða samþyklcja um
þau tillögur. Fór þó svo, að félagið sýndi með sam-
þykkt fundar, að það sem heild væri á móti einlca-