Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Síða 19
17
Hugmynd félaganna var sú, að koma þessu nauð-
synjamáli eins og það er, frumvarpi lil laga um
skyldunám og sérréttindi verzlunarmanna, fyrir
Alþingi, en því gat ekki orðið framgengt af ýms-
um ástæðum.
Það skal telcið fram um þetta frumvarp, að i því
er margt það, sem til stórbóta má kallast, og um
leið er það sorglegt timanna tákn, að svo yfirgrips-
mikið frumvarp liefir ekki enn þá náð fram að
ganga. Um það liefir margt verið sagt og mikil
vinna og erfiði í það lagt.
Húsbyggingarmálið komst í nefnd, og samkvæmt
skipulagsskrá sem birtist á öðrum slað liér í Árbók-
inni, befir nú Húsbyggingarsjóður um kr. 1000,00 í
sjóði. Á þessu sama starfsári fóru 2 fulltrúar fyrir
hönd félagsins til Noregs á verzlunarmannamót,
sem haldið var að tilhlutun félagsins Norden. Þeir,
sem fóru, voru þáverandi formaður Valgarður
Stefánsson og Ólafur Þórðarson. Þá var og á þessu
starfsári stofnsett ráðningastofa fyrir verzlunar-
menn, og stóðu að henni bæði verzlunarmannafé-
lögin í Reylcjavík, skrifstofan var starfrækt á skrif-
stofu Verzlunarráðs íslands. Námskeið var sömu-
leiðis starfandi á þessu ári og kenndar 3 náms-
greinar: enska, þýzka og bókfærsla, og mun það
bafa verið fyrsti vísirinn að seinni starfsemi félags-
ins í þá átt, sem nú er mjög fjölbreytt, þar sem
félagið starfrækir námskeið, sem um 180 nemend-
ur sækja. Einnig var þá rætt mikið um launakjör
og cftirvinnukaup verzlunarmanna. Félagatala í
árslok 190.
2