Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Qupperneq 23
21
sveinadeild fyrir félagiö. Báðar þessar deildir hafa
nú þegar gert mikið gagn livor á sinu sviði, sem
nánar verður vikið að í sérstökum greinum sem
birtast liér i Árbókinni.
Það skal tekið fram, að félagafjölgunin, sem varð
á þessu starfsári, hyrjaði með kynningarkvöldinu,
en er þó fyrst og fremst að þakka einum af félags-
mönnúm, Alfred Andréssyni, sem reynzt hefir al-
veg sérstaklega duglegur „agitator“ og jafnframt
einn með hetri félagsmönnum.
Átjánda starfsár félagsins var Gísli Sigurbjörns-
son endurkosinn formaður félagsins og meðstjórn-
endur Kristinn Guðjónsson, Elinborg Þórðardóttir,
Sveinhjörn Árnason og Valgarður Stefánsson, og
er það sú stjórn, sem nú situr við völd.
Enda þótt lítið sé farið inn á gang ýmislegra
mála, sem rædd liafa verið á félagsfundum undan-
farin 18 ár, sem félagið hefir starfað, geta verzl-
unarmenn og aðrir, sem lesa þessa sögu félagsins,
sannfærzt um það, að margt hefir á dagana drif-
ið, og þar liafa margir þeirra manna komið við
sögu, sem nú standa framarlega i hrjóstfylkingu
verzlunarstéttar landsins.
Svo á það líka að vera. Verzlunarmenn og verzl-
unarkonur, sem atvinnu njóta við verzlunarstörf,
hverju nafni sem nefnast, ættu að fara að skilja,
lxvers vegna Verzlunarmannafélagið Merkúr var
stofnað og lxvers vegna það er til enn þann dag í
dag. Sagan verður ekki lengra sögð að sinni, en
minnizt þess öll, sem þessi orð lesið, að samtökin
er það al'lið, sem getur lialdið öllu í réttu horfi, og