Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Blaðsíða 28
2(5
ið til sín taka fyrst eftir stofnun þess, því bæði voru
meðlimirnir fáir og fjármagnið að sama skapi.
Þegar á fyrsta fundinum voru rædd ýms áhuga-
mál stéttarinnar. Eg sé t. d. að á fyrsta fundinum
(4. jan. 1914) var fyrsta umræðuefnið: „Hvernig á
góður verzlunarinaður að vera?“ og spunnust um
það miklar umræður.
Auðvitað var það ekki á valdi félagsins að gera
neina fundarsamþykkt í þessu máli, en mér finnst
það lýsa nokkuð viðleitni félagsmanna og sýna
hvern tilgang þeir höfðu með félagsstofnuninni, að
þetta skyldi vera fyrsta málið, sem tekið var fyrir.
Það var þvi bein afleiðing af þessari umræðu, að
á fundi 17. í'ebr. 1915 var samþykkt, að félagið geng-
ist fyrir að lialdnir yrðu nokkrir alþýðufyrirlestrar
um verzlunarmálefni. Félagið var svo heppið, að fá
í byrjun hina beztu menn til fyrirlestrahaldanna,
enda voru fyrirlestrarnir ágætlega sóttir og síðar
voru nokkrir þeirra gefnir sérprentaðir út. Það þótti
nýlunda hér í bæ á þcim tímum, að aðrir en Stú-
dentafélagið gengust fyrir alþýðufyrirlestrum og
mun það jafnvel af mörgum liafa verið talin goðgá.
En eg er þess fullviss, að þessi starfsemi félags-
ins hefir orðið því til sóma og vafalaust verið stétt-
inni gagnleg.
Einhverjum mundi nú ef til vill dctta í hug að
spyrja livar og hvenær þetta unga og efnalitla félag
sá sér fært að útvega sér viðunandi húsakynni. f
því tilefni er mér kært að minnast þess, að þáver-
andi verzlunarskólastjóri Ólafur G. Eyjólfsson, var
frá fyrstu byrjun félaginu sérlega vinveittur og bauð