Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 33
31
Fer slíkt að vonum, að óhug slái á landslýðinn
við slik tíðindi. Svo fábreyttir eru atvinnuvegir
okkar, að mikið hlýtur að vera i liúfi, ef út af
ber með sölu á fiski og kjöti, sem má heita að
sé okkar eina útflutningsvara, og afkoma þjóðar-
innar þvi raunverulega háð þessari sölu. Árlega
flytjum við inn fyrir álitlegar uppliæðir þessarsömu
vörutegundir. Mér virðist slíkt ekki bera vott um
vakinn hug í þessum efnum. Ekki er heldur vansa-
lausl fyrir okkur að flytja frá útlöndum kartöflur
árlega fyrir liundruð þúsunda. Árið 1929 nam sú
upphæð 330 þúsundum króna. Skilyrði til kartöflu-
ræktar eru liér tvímælalaust ágæt. Og allir vita um
gæðamuninn á okkar kartöflum og þeim útlendu,
sem hingað flytjast, sem munu að mestu lejdi vera
skepnufóður.
„Nej'ðin kennir naktri konu að spinna,“ Nú, þeg-
ar bannnaður er flutningur til landsins á flestum
vörum, þá skýtur þeirri hugsun óumflýjanlega upp,
hvort okkur hefði ekki fyr verið hollt að horfast
i augu við veruleikann, — reyna meir en raun
her vitni, af frjálsum vilja, að vera sjálfum okk-
ur nógir.
Síðustu árin hefir meira fé verið veitt til atvinnu-
veganna (einlcum landbúnaðarins) heldur en áður.
Ætti að mega vænta þess, að um leið væri stigið
stórt spor í áttina til frekari sjálfsbjargar. Okk-
ur er t. d. lífsnauðsyn að efla innlendan iðnað
frekar en orðið er, til hagsbóta fyrir sjálfa okkur.
Mætli liér margt til nefna. — Ullin okkar er verð-
laus. Sem belur fer, er unnið úr henni tölvert af