Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Síða 52
50
við ágætan orðstír. Síðan liefir flokkurinn ekki efnt
til opinberra söngskemmtana, en sungið af og til
á skemmtifundum Merkúrs, og nú síðast á fullveld-
isfagnaði félagsins 1. des. þ. á.
Á síðastliðnu ári tók við stjórn flokksins Bjarni
Jónsson, verzlunarmaður, og liefir þegar sýnt mik-
inn áhuga fyrir starfinu, og trú á framtíð lians.
Sumarið 1!).‘50 fór flokkurinn í skemmtiferð ausl-
ur að Laugarvatni, og voru allir söngmennirnir i
sömu bifreið, svo að geta má nærri, að þar hefir
lagið verið tekið. Voru allir þátttakendur mjög
ánægðir með ferðalagið, og hétu þvi, að fleiri slik
skyldu á eftir fara.
Eg hefi nú i fám dráttum rekið starfsferil Karla-
kórs Merkúrs í þau tæ]> 5 ár, sem bann hefir starf-
að, og vona að þessir drættir liafi sýnt það, að
hann hefir ekki hrugðizt köllun sinni, en hún var
og er sú, að skemmta félagsmönnum og spara fé-
laginu aðkeypt skemmtiatriði. Þótt margir erfið-
leikar séu á vegi slíks flokks, þar sem ekki eru
nema 3—4 menn í liverri rödd, þá hefi eg samt
þá trú, að flokkurinn eigi eftir að verða Merkúr
til ánægju og gagns, jafnframt þvi, sem liann sjálf-
ur nær meiri leikni í því að flytja þeim, sem ekki
gcra alll of miklar kröfur til annara, tóna hinnar
eilífu listar.
Konráð Gíslason.