Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Blaðsíða 66
64
hverja villu eru dregnir 10 frá, þegar orðafjöldinn
er reiknaður út. Þessi maður vélritaði j)ó ekki nema
28 villur i þennan hcila klukkutíma sem kappmótið
stóð yfir. Það verður því varla sagt um haun að
hann hafi verið óvandvirkur. Þetta kappmót fór
fram i New York árið 1923.
Þetla sem hér hefir verið nefnt, eru vitaulega af-
rek sem eiga ekki nema að litlu leyti skylt við hinn
eiginlega vinnuhraða. En þau sýna þó hvaða flýti er
liægt að ná með góðri kennslu og réltri æfingu.
Hálfu minni hraði, hæði í hraðritxminni og vélritun-
inni, er fyllilega nægilegur til að afkasta allri venju-
legri skrifstofuvinnu, eins og hún tiðkast ])ar sem
hún er bezt.
Það er enganveginn erfitt að læra hraðritun og vél-
ritun svo vel að fvllilega geti talizt góður vinnuhraði.
Að eins þarf að fá góða undirslöðu. Hún fæst á þann
liátt, að mönnum er kennt hvernig þeir eigi að æfa
sig rétt. Þegar sú kennsla er fengin, er ]>að æfingin
ein sem skapar flýtirinn. Vitanlega þarf mjög mis-
mikla æfingu, eftir því liver í hlut á. Er um það eins
og hvað .annað, að mestu veldur hver á heldur.
Eg vildi enda þessa stuttu grein með þeirri einlægu
ósk, að hin unga íslenzka verzlunarstétt vildi gera
sér það ljóst, að þetta tvennt, hraðritun og vélritun,
þarf að lærast, og lærast rétt, og að siðan þarf æf-
ingu til að ná góðum vinnuhraða. Á annan hátt koma
þessi ágætu hjálparmeðul viðskiptalífsins ekki að
tilætluðum notum.
Elís Ó. Giiðmundsson.