Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Qupperneq 80
78
og vinagjafir. Mikið er látið af heimilislífi þeirra
tíma og alþýðumenningu þess. En hætt er við, að
sagan sé ekki nema hálfsögð. Þvi að krafan um sér-
stakt einstaklingslif, sem nú hrýzt fram hjá ungu
stúlkunum, og hefir gert „sérherbergi“ að kjörorði,
hún gróf um sig í liuga formæðra okkar.
Við sjáum líka að það eru lífsins lög, að alll
ungviði vill eiga sig sjálft, vaxa og þroskast og
reyna á kraftana. Stúlkurnar eru ekkert fráhrugðn-
ar piltunum i því að langa til þess að eignast þelck-
ingu, skilja sjálfar sig og aðra, reyna hvað þær
geta á öllum sviðum. Þeim hefir l)ara verið mark-
aður svo þröngur hás, og þó Iiafa þær ekki einu
sinni margar hverjar átt nokkurt skot að hverfa í,
sem þær gætu kallað sitt. Eg man alltaf eftir skrif-
stofustúlku, sem eg þekkti einu sinni. Hún var svo
fær við sitt starf, að ofl hefir verið til hennar tek-
ið mörgnm árum eftir að hún var hætt við það.
Hún sagði einu sinni við mig að það væri draum-
ur sinn að liafa sjálf herbergi, þar sem liún gæti
hvílt sig og lesið í góðri bók. Ekki var þetta há
krafa fyrir vinnandi stúlku, og þó gat hún ekki
veitt sér hana. Kaup hennar var þá ekki svo hátt.
Enn er það svo, að kaup fæstra vérzlunarstúlkna
er svo liátt að þær geti veitt sér viðunandi herhergi,
ef þær njóta ekki styrks hjá foreldrum sínum eða
vandamönnum. P'ramhoðið er svo mikið, er sagt.
Allur fjöldinn af ungum stúlkum fær ekki þá
menntun sem er nauðsynlcg til þess að geta keppt
um gott kaup. Eg á þar ekki einungis við bóklega
menntun, heldur við að læra fullkomlega eitthvert