Boðberinn - 04.09.1938, Blaðsíða 5

Boðberinn - 04.09.1938, Blaðsíða 5
- 5 - koma fyrir á 3 örk-um, skýrt og skil- merkilega. Það er mgög aðkallandi nauðsyn að framkyæmdanefnd stórstúkunnar gefi út tilkynningu til allra stúkna í landin' ^ess efnis, að þeir sem Handbókina eiga eða vilja nota, hagnýti hana með mikilii varúð,vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á lögbókinni og sið- bók undirstúkna síðan 1927, að Hand- bókin var gefin út. Jafnframt ætti framkvæmdanefndin að láta hið bráðasta fara fram end- urskoðun á Handbókinni og gefa hana svo út, þegar hún hefur verið færð í fullkomið^samræmi við Lögbók tenpl- ata og Siðbók fyrir \mdirstúkur. FRAMTÍ8IN. Þessir eru embættismenn Framtíð- arinnar á yfirstandandi ársfjórðungi (ágústársf o órðungi): Æt. Jón Gunnlaugsson Vt. Anna Guðmundsdóttir R'. Gimnlaugur J. Briem G. Flosi Sigurðsson Fjmr. Pétur Eyvindsson Fæt. Pétur G.^Guðmundsson Kap. Sigrún Jónsdóttir D. Petra Pétursdóttir Skr. Laufey Pálsdóttir S. Marta ólafsdóttir Ar. Jón Briem Adi Soffía E. Ingólfsd. .V. Alexander D. Jónsson Úví Sverrir Guðmimdsson Gæslum. I. Steindór Björnsson Ii. Gunnl. J. Briem III. Soffía E. Ingólfsd. Umboðsm.stórt. Gunnar Árnason. Hagnefnds Anna Guðmundsdóttir Petra Pétursdóttir Sigurður Guðnason. Hagnefndarskrá (til J>0. nóvember) verður birt í næsta blaði. LANDNÁM TEMPLARA. Fyrir hálfu þriðja ári bar Sig- lurður Guðmundsson ljósmyndari þá til- lögu fram á þingstúkufundi, að templ- arar fengi sér land, þar sem þeir gjæti haldið skemmtanir og útsamkomur ut af fyrir sig. Hugmyndinni var dauf- lega tekið af þingstúkunni þá, en þó varð það úr, ^ð nefnd var falið að athuga málið og koma fram með tillög- ur um það. Síðan^gerðist ekkert þangað til í sumar. Þá kusu allar stúkurnar sam- eiginlega nefnd til þess að athuga^ hvort ekki væri hægt að koma á íþrótta- starfsemi innan Reglunnar. Nefnd þessari mun þegar hafa verið það ljóst, að til íþróttaæfinga þurfti Reglan að fá land. Og nú vaktist það upp, að í þingstúkunni var landnáms- nefnd. Kallaði íþróttanefndin hana þá til starfs með^sér,- og nú komst fyrst skriður á málið. Nefndirnar hófu starf^fyrir alvöru, og nú sást hve mikið áhugi megnar. Nefndirnar komu sér saman um að biðja um land í hraunjaðrinum á milli Elliðavatns og Gvendarbrunna. Fengu þær þegar vilyrði fyrir bví hj'á land- eiganda, sem er Rafmagnsveita Reykja- víkur, og samþykki ábuanda Elliða- vatns, Emils Rokstads, fyrir því, að þetta mætti^sneyða af Elliðavatnslandi; Síðan kom málið fyrir bæjarráð Reykja- víkur, og gaf það Reglunni fullt leyfi til þess að nema þetta land handa sér. Þá var fenginn verkfræð- ingur^til^þess að mæla út landið - og svo hófu áhugasamir reglubræður sjálf- boðavinnu ]oar, og hafa starfað þar siðan í fnstundiom við að leggja veg frá Elliðavatni inn é landið. Þetta landnám var framkvæmt svo að^segja án þess að þingstúkan eða stúkurnar í Reykjavík kæmu nærri því. Aðeins var þingtemplar með í ráðum. En auðvitað þurfti samþykki þingstúk- unnar^til þess að allt væri formlegt. Var nú kallaður saman fundur í henni og kom þá í ljós, að viðhorf var all- mjög breytt frá því er þingstúkan kaus með ^ semingi hina 2 1/2 árs gömlu nefnd. Nú voru allir einliuga um það, að hér hefði verið stigið happaspor, og var samþykkt í einu hlj'óði allt sem gert hafði verið.

x

Boðberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberinn
https://timarit.is/publication/697

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.