Boðberinn - 04.09.1938, Blaðsíða 8

Boðberinn - 04.09.1938, Blaðsíða 8
- 8 - Kjörmannaráðið á mjög óhæga að- stöðu um framkvæmd þeirra^miklu vanda nála sem því eru falin. Ráðagerðir þess geta strandað, um^stundarsakir, á andstæðum skoðunum hússtjárnar. En kannske er þó^annað ennþá alvarlegra. Ráðagerðir stórmikils meirihluta kjörmannaráðs ^eta strandað á andstöð örfárra manna 1 ráðinu. í 3, gr. skipulagsskrárinnar stend ur: 11... en hvorki má kaupa lóð né by^gja hús, nema 4/5 kjörmanna séu þvi samþykkir." Nú eru 25 menn í kjörmannaráði. Nítóán menn geta verið sammála^um að kaupa ákveðna lóð eða byggja hús.Þær ráðagerðir verða að engu ef ó menn leggjast á móti. Skoðanir 6 manna geta ráðið því að engin framla/æmd verði, nema því að eins, að 19 menn láti beygjast til að gera annað en það, sem þeir telja heillavænlegast fyrir Regluna. Þetta^er háskavænlegt og stríðir mjög á móti þeim lýðiæðisanda? sem annars er einkennandi fyrir Góðtempl- araregluna. Enn^er eitt ótalið, sem orðið getu til stórskaðlegrar^hindrunar fram- kvæmd\om kjörmannaraðs. 1 3. gr. skipulagsskrárinnar stend- ur: "Ekki má binda húseignina né eign- ir henni viðkomandi nokkrum veðbönd- um, selja hana eða eignir henni við- komandi, fastar eða lausar, nema all- ar þær undirstúkur, sem starfa og starfað hafa í húsinu (húsunum) síð- ustu fimm árin, samþykki þr á lög- lega boðuðiim findi". ^Samkvæmt þessu getur fámennasta stúkan í bænum, á fámennasta fundi sem lög leyfa, gert að engu það sem allar hinar stúkurnar hafa einróma samþykkt. Og þetta er ekki að eins varúðar- re'gla gagnvart sölu eða annari með- ferð fasteigna, þar sem mikið er í húfi. Þetta nær einnig til lausra eigna viðkomandi húseignunum. Ef hús yrði byggt og hússtjórn vildi^að því loknu selja gjömlu bekkina í Góðtempl- arahúsinu, þa verður hún að leita til þess samþykkis allra stúknanna í bæn- um, og þær verða allar að samþykkja það á löglega boðuðum fundi! Það er ósamboðið virðingu Reglunn- ar, að svona fáránleg og heimskuleg ákvæði standi í skipulagsskrá um eign- -ir hennar. Með þessu^er^auglýst svo ’grómtekið vantraust á ráðdeild templ- ara ojjj hollustu við stefnu Reglunnar, að slxks eru^líklega hvergi dæmi í félagsskap hér á landi. Nú er^líklegt að margir hugsi sem usvo, að úr þessum vandkvæðum, sem hér eru gerð að umtalsefni, meg:i bæta með “því að breyta skipulagsskránni. En svo er um hnútana búið, að það er sömu reipum reirt að breyta skipu- lagsskránni, eins og að kaupa lóð eða byggja hús. 6 menn af 23 geta sporn- að við hverri einustu breytingu á skipulagsskránni. Hér virðist því vera um hnút að ræða, sem fánýtt er að re^na að leysa. Það verður að höggva á hnútinn. Það væri skynsamlegast að ^era og holl- ast fyrir Regluna að^rifa þessa fá- ránlegu skipulagsskrá í tætlur,-láta eins og hún hefði aldrei verið til, en semja nýja skipulagsskrá, sniðna eftir lýðræðiseðli Reglunnar og hnit- aða við þörf hennar og heill.^ Svo lengi sem skipulagsskrá^þessi stendur óbreytt, verður hún þrándur í götu eðlilegra og þarflegra athafna í Reglunni og^hemill á viðgangi bind- “indismálsins í landinu. Þess vegna á hún engan rétt á sér. P. Sumri tekur nú að halla og haust- blær er að færast yfir náttúruna. Sumarið okkar er svo stutt - kaldviðra- tíminn svo langur - að öllum sem þess ei^a kost er hin mesta nauðsyn að njota útvistar og sumarveðurs, þegar þess er kostur. Af þessum sökum er næsta eðlilegt, að menn slái slögu við félagsstarfsemi í húsum inni um mið- sumarið.^ Framtíðin hefur haldið reglulega fundi í sumar, í litla salnun í Templ- arahúsinu, og hafa fundirnir verið sóttir vonum framar. 1 dag flytur Framtíðin niður í stóra salinn og heldur þar fundi sína fyrst um sinn. Með þessu líta Framtíðarmenn svo á að vetrarstarfsemi stúkunnnr sé í raxm og veru að byrja í dag. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur G. Guðmundsson.

x

Boðberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberinn
https://timarit.is/publication/697

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.