Bræðrabandið - 01.11.1930, Qupperneq 4
84
BRÆÐRABANDIÐ
einn þriðji parlur i Norður-Ameriku.
Af enn annari skýrslu mátti sjá, að Að-
ventboðskapurinn er nú boðaður í 139
löndum og á 384 mismunandi tungu-
málum og mállýskum. A hinum síðustu
fjórum áruin hafa bætst við ekki minna
en 132 ný tungumál. Þegar aðalráð-
stefnan kom siðast saman i San Fran-
cisco, fyrir 8 árum, var boðskapurinn
prjedikaður á 179 tungumálum; þannig
hefir þá talan aukist um 205 tungumál
á 8 árum, eða með öðrum orðum, nýtt
tungumál fjórtánda hvern dag. Gleðilegt
var líka að sjá svona marga fulltrúa
viðstadda frá öllum þessum löndum;
þar voru Kína, Afriku og Suðurhafs-
eyjanna eigin innbornu synir og dætur.
Hinn mikli skari trúboðsstarfsmann-
anna, sem nú er meira en 20000 að
tölu, hefir aukist hin síðustu fjögur árin
um 2880. Af þessuin starfsmönnum
starfa meira en 12000 í ýmsum iöndum
utan Norður-Ameriku.
Óskandi væri, að sá dagur kæmi sem
fyrst, þegar Drottinn uppvekur alla hina
hreinskilnu, sem sofa í dufti jarðar, og
samansafnar öllum hinum bíðandi skara
frá öllum áttum heims, heim til sin, til
hinnar stærstu samkomu, umhverfis hið
stóra skínandi liásæti, þar sem allir, frá
sjerhverri tið og landi, eiga að mætast,
til þess aldrei frainar að skiljast að!
Með bróöurlegri kveðju.
E. Q. Nord.
SSsStS
Kæru trúsystkini!
Meðal allra aöventista um vfða ver-
öld er unnið að þvi, að hver ein-
asti meðlimur verði aðnjótandi hinnar
miklu blessunar Guðs, sem felst 1 þvi,
að lesa lítið eitt hvern einasta dag árs-
ins. Og það, sem einkum er nauðsyn-
legt að lesa, til að fá huggun og upp-
örfun, hjálp og leiöbeiningu frá, er „Bók
Bókanna“ eða Biblían. Þessi heilaga bók,
sem vor kæri vinur á himnum hefirgefið
oss, ætti að verða okkur kærari með
degi hverjum, þvi að hún er röddin,
sem talar til vor að heiman.
A sama hátt og þegar sonur eða dóttir
yfirgefa heirnili sitt, yfir lengri eða skemri
tíma, og taka með sjer að heiinan nokk-
urar kærleiks-bendingar og heilræði frá
föður og móður, til þess að alt geti
gengið þeim til góðs, og þegar fjar-
veran er á enda og takmarkinu er náð,
að þau þá geti komið heiin aftur, glöð
og ánægð, á sama liátt er það með af-
stöðu hins mikla Föðurs á himnum til
allra hans auðmjúku barna hjer á jörðu.
Kærleiksþrungin rödd Föðurins og Jesú
Krists hljómar til sjerhverrar manneskju,
sem vill heyra.
En ef þessi rödd á að geta orðið oss
dýrmætari með degi hverjum, er það
nauðsynlegt, að við lærum að þekkja
hana betur og betur eftir þvi sem tim-
inn liður. Vjer verðum að hlusta með
vaxandi eftirtekt, svo að við getum tekið
á móti þeirri hjálp, sem hún svo gjarn-
an vill veita oss.
En röddin og hjálpin og leiðbeiningin
er Biblían. Þess vegna ætti hver einasti
maður að lesa hana, og það með kost-
gæfni. Og hið besta af öllu er, að þess
meira sem lesiö er i henni, þess meiri
löngun eignumst vjer til að lesa liana.
Hún verður þá i sannleika „brauð hin-
utn hungraða."
Til þess að þetta geti orðið öllum
blessunarrfk reynsla, liafa bræður vorir,
sem með stjórnina fara í aðalkonferens-
inum, gefið út litið hefti, sem heitir
„Morgenvagten".
Margir á íslandi liafa þekt „Morgen-
vagten“ nú í nokkur ár, en hún hefir
aðeins verið á dönsku og norsku; en nú
er í ráði, að gefa liana út á íslensku,