Bræðrabandið - 01.11.1930, Síða 6
86
BRÆÐRABANDIÐ
ástæðuin, að vjer höfuin valið þessa bók
fyrir lestrarnámskeið á Íslandi komandi ár:
1. Hún veitir oss fræðslu um daginn
í dag og alla daga, alt til endurkomu
Krists.
2. Það er hægt að lesa hana mörgum
sinnum og hafa ávinning af í hvert sinn.
3. Hún er þegar f eigu margra heim-
ila á íslandi og útheimtast þvi ekki ný
peningaútlát fyrir hana.
4. Þeir, sem ekki eiga hana nú, ættu
að panta hana frá skrifstofu vorri nú
þegar.
5. Hún ætti að vera lesin næst á
eftir Biblfunni af unguin og gömlum
meðal vor.
„Deilan mikla" er 367 bls. af lesmáli,
og eins og sjá má, þarf aðeins að lesa
eina bls. daglega á árinu 1931. Eða þeir,
sem vildu lesa aðeins einu sinni f viku,
t. d. á hvfldardöguin, þyrftu þá að lesa
nálægt 7 blaðsfður i einu. Á þennan
hátt ljúkuin vjer við að lesa bókina á
árinu 1931, og getum þá öll skýrt bræðr-
um vorum frá þvf, að á íslandi höfum
við lesið „Deiluna Miklu" i ár. Þá mundu
þeir segja sin á milli: „Það var gleöi-
legt að heyra! Þá hafa okkar kæru trú-
systkini á íslandi notið góðs af þeim
blessunum, sem felast f þeirri bók.“
Að endingu er það hin innilegasta
bæn inln fyrir okkur öllum, að við
fengjum að vera meöal þeirra 144 000,
sem standa munu lýtalausir frammi
fyrir Guðs augliti, þegar hann kemur
til að sækja sitt fólk. Op. 14, 5.
Innileg kveðja frá ykkar lltilmótlega
bróður f Drottni, 0. Frenning.
Frá stjórn hins „íslenska-
Færeyska Konierens“.
Stjórn hins Íslenska-Færeyska konfer-
ens, sem br. O. J. Olsen er formaður
fyrir, hefir ákveðið að breyta tfma bæna-
vikunnar á Islandi og í Færeyjum, og
og hafa hann f þetta sinn 2. janúar, f
stað 6. desember.
Bræður vorir, sem stjórnina hafa á
hendi f aðal-konferensinum, liafa gefið
leyfi sitt til, að þeir, sem vilja hafa
bænavikuna á öðrum tfma ársins en í
desember, geti breytt tímanum. Eftir
þvf sem þúsundir og aftur þúsundir frá
öllum hlutum heimsins sameinast okkur,
verður það erfiðara og ekki alstaðar
heppilegt, að öll trúsystkini okkar, hvar-
vetna á jörðunni, hafi bænaviku sína á
sama tfma. Þess vegna höfum við nú
fengiö frjálsar hendur f þessu atriði.
Hjer á íslandi er ávalt mikill anna-
tfmi i desember, sjerstaklega hjá hús-
mæðrum, sein ekki hafa eiginmenn
sina með sjer f Sannleikanum. Á flest-
um þannig heimilum er mikið að gjöra
og margt að athuga, fyrir hina gömlu
hátið — sem sje jólin — og flestar
húsmæður hafa þvf lítinn tfma til kyr-
látra og endurnærandi bænastunda með
systkinum. Þvf að þar, sein hægt væri
að koma þvf við, ættu systkinin að
koma saman til að syngja, lesa og biðja.
Þetta gæti hjálpað oss til að ná hærra
andlegu þroskastigi, nálgast betur Krist,
verða betur og betur honum lik, og
þannig orðið hæfari meðlimir f hinni
himnesku fjölskyldu. Því að við ættum
að muna þetta, kæru systkini: Við verð-
um að læra að ganga fram f fullkom-
inni hlýðni við vorn góða og mikla
Föður, til að geta orðið sannir meðlimir
1 hinni „heilögu fjölskyldu hans.“
Bænavikan á íslandi og f Færeyjum
byrjar þvf f þetta sinn föstudagskvöldið
2. janúar, og endar hinn 10. janúar.
Fyrir hönd stjórnarinnar
0. Frenning.
Sg^s